já já

Síðasta vika er búin að vera mjög erfið, ég hef verið skælandi og við það að gefast upp á sjálfri mér og náminu. En sem betur fer á ég góða að sem hjálpa mér í gegnum svona tímabil.  Ég hef verið hjá bróður mínum og mágkonu í bænum og ég fékk góðan stuðning þar, þau fengu sjálfsagt heilmikið sjokk þegar fullorðin manneskja fór að háskæla eins og smákrakki og ekki geta hætt, en það var sko ekki að finna á þeim.  En kletturinn í lífi mínu, Diddi, var í heima í sveitinni og hlustaði á mig skæla, dag eftir dag og ekki geta komið í bæinn, hann stappaði í mig stálinu og ég held að honum hafi ekki liðið neitt betur en mér. Í vinnunni reyndi ég að láta sem ekkert væri en svo fór ég heim snemma á miðvikudaginn og gat ekki meir. Daginn eftir hringdi ég í doksa og fékk þá lyf sem að róuðu mig svo að ég varð vinnuhæf.

En mikið ofsalega var gott að komast heim í faðminn á fjölskyldunni minni, meira að segja hundurinn var sérstaklega ánægður að sjá mig ;). En ég vona að þetta sé búið í bili að minnsta kosti.

Ég held að álagið á mér sé bara það mikið að ég er veikari fyrir, það er að vera í verknáminu, ekki vera heima, skila verkefnum, skila ritgerð og prófin nálgast  óðfluga. Það er ekki það að mér finnist leiðinlegt í verknáminu, alls ekki þetta er frábær staður og Sissú leiðbeinandinn minn er frábær sem og annað starfsfólk, mér líður vel hjá bróður mínum enda mágkona mín ein mín  besta vinkona svo að það er ekki yfir neinu slíku að kvarta og þess vegna leið mér mjög illa yfir því að láta svona, mér fannst ég ekki hafa nokkra ástæðu fyrir því.

Ég fór í miðjumat á föstudaginn, þá er verið að taka stöðuna á verknáminu, kennarinn, ég og leiðbeinandinn tölum saman um hvernig er búið að vera og farið yfir einhver atriði sem ég á að gera  og segja frá hvort að ég hafi yfir einhverju að kvarta.  Auðvitað hafði ég ekki yfir neinu að kvarta, Sissú er frábær og staðurinn er frábært og ég gæti ekki beðið um meira.  Ég fékk mjög góða umsögn og get ekki verið ánægðari með það, ég var minnt á það að ég væri að læra og ætti því ekki að kunna allt, góð áminning það ;)

En þetta er nóg í bili, vonandi verður púkinn minn til friðs og ég geti haldið aftur af tárunum.

Knús handa öllum sem að standa við bakið á mér, án þess væri ég líklega ekki stödd á þeim stað sem ég er núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vil bara senda þér stórasta knús í heimi elsku Jóna:* Þú ert að standa þig svo vel og ég er hrikalega montin af þér:) Það er nauðsynlegt að eiga góða að sem hjálpa manni í gegnum súrt og sætt. Og ef ég get eitthvað hjálpað þér meira eins og um daginn þá bara sendiru á mig...ekki hika við það:) :*

Fríður (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband