Gleði, gleði, gleði líf mitt er..............

Ákvað að blogga einu sinni vegna gleði og hamingju og þakka fyrir allt sem ég á og hef.

Ég er bara svo þakklát fyrir að eiga svona marga frábæra einstaklinga að, að fá þau tækifæri sem mér hafa verið gefin og ekki síst að hafa krafta til að ná því sem ég hef náð.

Ég hef lokið þriðja árinu í skólanum og þá er bara eitt ár eftir, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Ég er farin að huga að lokaritgerð og er í hóp með tveimur frábærum konum í því.

Ég er komin aftur á vinnumarkaðinn eftir 12 ára hlé a.m.k. og er að vinna á Grensási þrjá daga í viku.  Það er svo gott að vera þarna og finna að allir muna eftir manni síðan í vettvangsnáminu og bjóða mig velkomna aftur.

Ég hef ekkert á móti því að fólk sem þarfnast þess sé á örorkubótum, en ég er himinlifandi að geta stigið skref í áttina frá því að þiggja þær.

Ég geri mér grein fyrir því að ég er ennþá með mín vandamál, en ég hef góða stjórn á þeim og þó að þau láti stundum á sér kræla þá veit ég af þeim og hef mín bjargráð.

Knús og kossar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband