hvað varð um þessar fimm og hálfu vikur??

Ég veit ekki hvað varð um þær, alla vega. Ég var í lokamati í dag og fékk einstaklega góða umsögn og er rosalega ánægð með hana, en á morgun er síðasti dagurinn á Grensási.  Ég hef lært alveg gríðarlega mikið, ekki síst um mig sjálfa, hvernig iðjuþjálfi ég vil vera og hvernig ég get unnið að því marki, auðvitað fyrir utan allt þetta námstengda. Það sem kom oft fram í matinu var að ég mat mig lægra heldur en leiðbeinendur mínir, það kemur kannski ekki mjög á óvart fyrir þá sem þekkja mig, en ég hef ekki alltaf staðið mjög fast við bakið á sjálfri mér, púkinn minn fær alltof oft að hafa ráðandi skoðun á mér.

Ég upplifði í fyrsta sinn eiginlega það að ég gat ekki tekist nægilega vel á við vandamál sem að hafði áhrif á iðjuþjálfunina sjálfa, ég var eiginlega svo ákveðin í að geta gert þetta svo að ég leitaði ekki eftir hjálp fyrr en ég var komin í vandræði, en til þess er maður í vettvangsnámi, að reka sig á og fá síðan leiðsögn um hvernig maður bætir úr því sem aflaga hefur farið.  en ég lít ekki á þetta sem einhvern ósigur, heldur reynslu, þó að hún hafi verið óþægileg.

En nú líður að prófum og undirbúningur að byrja í þeim geiranum, er aðeins farin að glósa og skipuleggja lestrardagana og þannig, eins og áður verð ég ákaflega glöð 16 desember kl 12 þá er síðasta prófið búið og tekur við hin taugatrekkjandi bið eftir þvi hvort að ég hafi náð eða ekki. En þá þarf ég ekki að vera gera neitt sem tengist náminu, get farið að lesa bækur sem mig hefur lengi langað og farið út í göngutúra, kannski gengið út í tungur, úr því að brúin er komin yfir Hvítá.

Það verður gott á mánudaginn þegar ég get bara sest við eldhúsborðið heima og farið að læra, en samt er eftirsjá af þessum frábæra hópi sem ég hef kynnst á Grensási.

Á þessum tíma sem ég hef verið hér í bænum hef ég farið tvisvar í Kringluna og einu sinni á Laugaveginn, svo að búðarrápið hefur ekki verið að tefja mig neitt frá náminu.

Læt þetta duga í bili, ætla að kveikja á kerti og njóta aðventunnar án þess að hugsa neitt um rykið í hornunum;)

Knús fyrir alla sem missa sig ekki í hreingerningum fyrir jólin (vorin eru betri til þess).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband