Biðin..

Ég sit hér yfir systur minni og hlusta á andardráttinn hennar, verð ákaflega fegin í hvert sinn sem ég heyri hann.  Þó að ég viti að það sé fyrir bestu að hún fái að fara sem fyrst, langar mig ekki til að kveðja.  Það er skelfilegt að bíða eftir að einhver sem maður elskar deyji, ekki síst manneskja í blóma lífsins.

Ég hef oft hugsað til þess óréttlætis sem mér fannst vera þegar pabbi dó skyndilega en þó eftir mikil veikindi, en ég held að það hafi verið auðveldara þegar upp er staðið, þá þurftum við ekki að bíða eftir dauðanum.  Og hann þurfti ekki að veslast upp smátt og smátt, það er betra að eiga minninguna um hann í þokkalegu standi en að horfa á ástvin verða ekki að neinu fyrir framan augun á manni og bíða eftir næsta andardrætti.

Í upphafi biðarinnar varð ég svo reið út í fólk og sjálfa mig líka, þegar verið var að kvarta yfir smávægilegustu verkjum að mér fannst, ég hugsaði sem svo að þetta hefði nú ekki dauðann í för með sér og því ættu kvartanir engan rétt á sér en ég held að það hafi verið eitt af þeim stigum sem farið er í gegnum í sorgarferlinu.  Það hafa allir rétt á að kvarta, hversu lítilmótlegt sem það er.  Ég er ekki reið lengur, ég er á því í dag að fresta ekki því sem mann langar til að gera vegna þess að það gefst betri tími til þess seinna, kannski kemur ekkert seinna!  Ég ætla að hætta að skamma sjálfa mig fyrir allt mögulegt því að þegar upp er staðið skiptir ekkert máli nema þeir sem manni þykir vænt um og það sem góðu stundirnar gefa okkur.  Það man enginn nema ég eftir því hvað ég sagði þarna eða hvað ég gerði mig að miklu fífli þarna.  Þetta er ekki það sem mín verður minnst fyrir.

Mér finnst ekki erfitt að vera hjá henni, mér þykir mjög vænt um að geta gert eitthvað fyrir hana þó að það sé mjög takmarkað, ég gleðst jafnvel yfir því að fara með hana út að reykja eins fanatísk og ég er á reykingar. En markmiðið er að henni líði sem best ef að það felur í sér að kveikja í sígarrettunni fyrir hana þá geri ég það og það skiptir ekki máli mitt álit á reykingum. 

Ég trúi því að þegar maður deyr taki þeir sem eru farnir á móti manni, öll depurð og sorg gleymist og maður öðlast sálarró og engar gamlar syndir lifa með manni, það er eins og nýtt upphaf, óskrifað blað fyrir utan þann kærleika sem hver ber með sér. Þessi kærleikur verður síðan verndarhjúpur yfir þá sem syrgja, að þeir megi halda áfram með lífið og njóta fallegu minninganna.

 

Kærleiksknús


já, já skrýtin.is

Jamm get ekki annað en hlegið  eða grátið yfir sjálfri mér, þannig er mál með vexti að það er smiður búinn að vera að laga húsið okkar, allt í lagi með það, en ég dett í "gamla" félagsfælnigírinn og finnst þetta í meira lagi óþægilegt og fer að skamma mig fyrir hvað ég er nú vitlaus, en ætti frekar að vera búin að hrósa sjálfri mér í hástert allan tíman vegna þess að ég hef ekkert strokið að heiman þó að mér finnist þetta óþægilegt, ég hef alveg haldið ró minni ( meira og minna) og jafnvel getað haldið uppi eðlilegum samræðum við smiðinn ( nema auðvitað þegar ég kunni ekki á vatnið á eigin heimili en það er bara aukaatriðiTounge( Diddi var búinn að vera að breyta þessu öllu)).

En ég er formlega búin með annað ár W00tog byrja nám á þriðja ári næsta haustWizard, þá verð ég meira en hálfnuð,ég er búin að skila verkefninu og fékk flotta einkunn út úr því. 

Á morgun verð ég viðstödd útskrift Örvars WizardWizard mikil hamingja í gangi þar :) þessi ár hans við Menntaskólann að Laugarvatni hafa verið honum erfið vegna þess að þar greindist hann með þunglyndi og kvíða og hefur hann barist við það undanfarin tvö ár og þeirri baráttu er ekki lokið en þessum kafla lífs hans ( og míns) er lokið og við horfum bjartsýn fram á veginn.  Örvar er svo einstaklega heppin að eiga góða vini og félaga á Laugarvatni sem hafa staðið með honum í gegnum þykkt og þunnt og ég er þeim ævinlega þakklát.

Með gleði og bjartsýni í huga þrátt fyrir skuggann stóra sem hvílir yfir okkur..knús á línuna


Frábæææært! ( að mestu leyti)

Dálítið síðan ég bloggaði síðast Blush en ég bæti úr því núna!

Það hefur ýmilegt gerst síðan síðast.  Ég er búin í prófum og náði þeim öllum en ekki að klára eitt námskeiðið vegna þess að ég vandaði mig ekki alveg nóg við eitt verkefnið og þarf að  vinna það aftur Frown  svo ég geti farið upp á þriðja ár en ég geri það bara og skila því svo Cool.

Ég fór á sjálfstyrkingar námskeið og þar stóð ég fyrir framan hinar konurnar í lokin og sagði þeim að ég væri bara alveg ágæt eins og ég væri og ég þyrfti ekki að vera á neinn hátt öðruvísi. Það var heilmikil áskorun að segja það upphátt og ég er ekki frá því að ég sé öruggari og sáttari með mig.W00t

En bestu fréttirnar eru að elsta barnið útskrifast sem stúdent eftir viku, eftir heilmikla baráttu við þunglyndi og  kvíða, við hoppuðum og dönsuðum  hér þegar síðasta einkunn kom í hús um klukkan 4 í dag og allt stóð eða féll með henni, þetta er búið að vera mjög stressmikið og hálfgerð rússibanareið á köflum þar sem ég hef verið í tuðhlutverkinu og staðið mig þokkalega vel í því líkaWink. En allavega er þessu lokið í bili og ég hlakka mikið til að sjá hann næstu helgi setja upp húfuna.

En það er mikil sorg einnig í gangi því að systir mín er dauðvona vegna krabbameins og það er hrikalega erfitt að sjá einhvern náinn sér tærast upp smátt og smátt án þess að geta gert nokkuð annað en að vera til staðar.  Ég er sterk og get því tekist á við sorgina og hef góðan faðm til að leita í þegar hún bugar mig.

En sumarið verður gott þó að þessi slæmi skuggi vofi yfir, maður verður að nota þann tíma sem okkur er gefinn til að búa til fleiri góðar minningar.

En kærleiksknús á línuna.Heart


Súkkulaði....

Ég þjáist af þunglyndi og viðurkenni það að þegar mér líður illa borða ég bæði meira og óhollari mat,  veit ekki hvort að þetta sé einhvert huggunarát hjá mér.  Alla vega verð ég ekki þunglynd af súkkulaðiátinu þar sem ég er í þunglyndiskasti þegar ég borða það eða hvað? Núna er ég í þvílíkum vafa um hvort að ég megi nokkurn tíman borða súkkulaði aftur eða kannski dugar að dýfa súkkulaðinu í lýsi til að áhrifin sléttist út því að lýsi á að vera svo bráðhollt fyrir þunglynda.  Kannski er hægt að skipta út af einhverjum hluta út hertu fitunni í súkkulaðinu fyrir lýsi? Namm lýsissúkkulaðistangir, slurp. Hvet súkkulaðiframleiðendur að skoða þetta því ef að rétt reynist að súkkulaði ýti svona mikið undir þunglyndið þá hljóta þeir að sjá fram á mikla tekjuskerðingu því að þá hættir aðalviðskiptavinurinn (ég) að kaupa súkkulaði, frekar vil ég vera súkkulaðilaus en með þunglyndi.
mbl.is Tengsl á milli neyslu súkkulaðis og þunglyndis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Júbb, það lét sjá sig!

Hef í allan dag verið dáldið að vorkenna sjálfri mér því að ég gat ekki farið gangandi að gosinu, fór að skæla þegar maðurinn minn fór ( þegar hann var farinn, því að annars hefði hann ekki farið og ég vildi ekki hafa ferðina af honum) en þetta er bara þessi "eðlilega" depurð eftir verknámið , þó að það hafi verið gríðarlega skemmtilegt og fróðlegt, og allt sem hefur gengið á í einkalífinu ( sem btw ég fékk góða hjálp frá Hugarafli með). 

 En ég ákvað að gosið væri ekki nærri búið og þá hef ég alveg tíma til að koma mér í form til að komast að því ;) 

Ég var að horfa hinn mikla menningar þátt Simpson og þar var hann í frjálsu falli ásamt Flanders og segir don´t worry I got you og þá segir Flanders who´s got you? Þetta er kannski góð lýsing á mér og syninum, við erum bæði í frjálsu falli en ég er samt að reyna að bjarga honum. En við erum ágæt saman og það er kannski leiðinlegt að segja það en það er stundum gott að hafa einhvern sem veit hvað er í gangi.

En þetta lagast alltaf á endanum og vonandi verðum við bæði bara aftur hress von bráðar ( og skundum upp á Fimmvörðuháls, alla vega annað okkar)

Knús á línuna


Já sæll!!

Jæja þá, þá styttist í verknáminu mínu, ég á eftir að sakna allra í Hugarafli, þessi vettvangur á gríðarlega vel við mig og vonandi kemst ég einhvern tíman með tærnar þar sem Auður Axelsdóttir forstöðumaður og iðjuþjálfi hefur hælana.

Ég var í lokamatinu mínu í dag og ég fékk bara meiriháttar einkunnir, ég varð eiginlega bara feimin við allt hrósið sem ég fékk.  En ég verð að viðurkenna að það var  mjög gott að fá að vita að ég sé á réttri leið.  En við vorum allar sammála um það að ég þarf að bæta trúna á sjálfri mér (trú á eigin áhrifamátt) , ég er byrjuð á sjálfstyrkingarnámskeiði til að hjálpa mér að standa með sjálfri mér.

En það verður líka gott að koma heim og vera heima meira en um blá helgar, þó að ég hafi bara algjörlega verið eins og prinsessa í Reykjavík, kannski verð ég bara áfram prinsessa ;).

En ég hélt að ég væri tiltölulega laus við fordóma í garð geðveikra en ég gat sko vel bætt mig í því, batnandi (manni)konu er best að lifa.

En læt þetta duga í bili

Geðveikt knús á línuna :D


I´m in heaven..........

Ég er í skýjunum yfir verknáminu mínu, ég er hjá frábærum leiðbeinenda og ég vil einmitt verða eins og hún sem iðjuþjálfi.  Ég er á stað sem heyrir undir Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og eru samtökin Hugarafl undir því.  Það er bara eins og ég sé komin heim, þessum samtökum hefði ég gjarnan vilja kynnast fyrr, því að þau gera svo margt fyrir geðveikt fólk að það er bara alveg hreint frábært.

Ég var búin að ákveða að vera ekki að segja frá mínum veikindum en það er eiginlega ekki hægt að koma á svona stað og segja það ekki!  En ég og mín saga er ekki í brennidepli heldur saga og sigrar allra þeirra sem eru þarna.  En ég segi frá mér ef að það er einhver ástæða til.

En það er erfitt að vera að heiman þóað ég sé eins og prinsessa hjá bróður mínum og mágkonu í bænum, það er bara að þegar ég er rétt komin heim  þá þarf ég að fara aftur.  En það eru bara tvær og hálf vika eftir þannig að þetta fer alveg að verða búið.

En ég ætla að fara að pakka og hafa mig til.

Iðjuknús á línuna:)


Búin að ákveða....

að skilja á milli mín núna og þeirrar sem ég var.  Í dag er ég kona í háskólanámi sem er að fara í sitt fyrsta vettvangsnám og ætlar að njóta þess og læra eins mikið og ég get af, ég ætla að hætta að hugsa um allt sem hefur gerst, ætla að taka það sem ég get nýtt mér úr því og skilja restina eftir.  Ég hef dýpri skilning en margir á ýmsum málum og það hafa margir dýpri skilning en ég á öðrum málum.

Ég verð að gera þetta til að vera fagmanneskja, það þýðir ekki að taka byrðarnar með sér á vinnustaðinn og ég held að það eigi bara eftir að íþyngja mér í starfinu.  Ég get nýtt mér reynslu mína en ætla ekki að láta hana ráða í því sem ég tek mér fyrir hendur.  Þeir skjólstæðingar sem ég mun vinna með eiga rétt á að fá fagmanneskju en ekki manneskju með allt of mikið á bakinu þannig að hún getur ekki gefið af sér. En það þýðir ekki að ég ætli að verða einhver freðýsa,  því að ég skil að ég verð að gefa af mér og að þetta starf snýst mikið um það að vera umhyggjusamur og bera hag skjólstæðinganna fyrir brjósti en einnig að halda vissri fjarlægð og ekki taka vinnuna inn á sig og geta skilið á milli starfsins og einkalífsins.

Þegar ég var að hugsa um þetta hvarf kvíðinn sem ég er búin að hafa í langan tíma, ég skil að ég get verið fagmannleg og jafngóður iðjuþjálfi eins hver annar og jafnvel betri stundum ;). 

Ég fer norður núna á sunnudaginn og kem aftur á föstudaginn og byrja síðan í vettvangsnáminu á miðvikudeginum í vikunni á eftir.  Þetta er bara allt saman spennandi og mér finnst ég vera tilbúin og hætt að hugsa um af hverju ég sé eiginlega að þessu ;)

Fagmennskuknús á línuna :)


Pælingar...........

Ég er stundum að velta fyrir mér hvað það er sem hefur áhrif á líf okkar.  Hvernig manneskja væri ég ef að ég væri há grönn og ljóshærð, sjálfsörugg og með allt á hreinu? Væri ég sama manneskjan?  Þó að ég eigi við ýmislegt að stríða og mér finnst það há mér nokkuð mikið væri ég sama manneskjan ef að það væri ekki? 

Ef að ég væri ekki félagsfælin, væri ég þá allstaðar á öllum samkomum að láta ljós mitt skína ( eitthvað sem að mér finnst ekkert sérstaklega skemmtilegur eiginleiki hjá öðrum, kannski öfund?)?  Ef ég væri ekki þunglynd, kynni ég þá að meta góðu dagana,l þegar allir dagar væru góðir dagar (að vísu koma slæmir dagar inn á milli hjá þeim sem eru heilbrigðir líka en þeir eru mun færri og líklega vilja þeir halda áfram að lifa)?  Ef ég væri ekki með vefjagigt kynni ég þá jafnvel að meta það að komast upp á einhvert fjall, ef ég gæti bara stokkið upp á það?  Ef eg væri ekki kvíðin myndi ég þá verða jafn ánægð þegar ég næ fögunum í skólanum?  

Ég held að ég væri einhver allt önnur, kannski einhver sem mér líkaði ekki einu sinni við ( þó þýðir það ekki að mér líki ekki við fólk sem getur þetta allt ;))!

Kannski er ég í einhverjum Pollýönnuleik með þetta allt saman en kannski þarf ég þess bara til að standa mig í mínum hlutverkum.

Eins og áður þá set ég þetta inn meira fyrir mig en ykkur er velkomið að lesa og kommenta :)

Heimspekiknús á línuna.


Líður betur...

Jæja sólin er farin að skina aftur, lyfin hafa slegið á kvíðann og ég sé hlutina í nýju ljósi núna.  Ég sé alltaf hvað ég er heppin þegar ég rís aftur úr þessum köstum og hversu mikil áhrif þau hafa a fólkið mitt. Sandra tekur þessu kannski verst en hún er dugleg að tala um það þegar þetta er búið.

En ég þarf að vera í meira sambandi við skólasystur mínar og er einmitt að fara að hitta þær á eftir til að vinna saman verkefni. Mér finnst ég dáldið ein hérna og það er engum að kenna nema mér, ég þarf "bara" að hafa samband, það er dáldið erfitt fyrir félagsfælna manneskju.

En ég get ætla skal

Knús á línuna


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband