Meiri kvíði.....

Mér  líður bara skelfilega þessa dagana, kvíðinn er að bera mig ofurliði svo að ég er búin að taka inn kvíðalyfin sem gera mig mjög syfjaða en ætla að vona að ástandið lagist við það.  En mér finnst ég einhvern vegin ekki koma mér að verki, geri allt annað en það sem ég á að gera.  Það hrannast upp fyrirlestrar og ég einhvern vegin kem mér ekki að verki.  Ég verð að reyna að skipuleggja mig og gera einhvert tímaplan svo að þetta gangi.  Samt er þetta dádið fyndið því að ég er alltaf að brýna fyrir syni mínum sem er oft kvíðinn að skipuleggja sig og ég hef meira að segja gert tíma plan fyrir hann!  Og mér finnst ég alltaf að vera að svíkjast um.  En í dag ætla ég að gera plan til að vinna upp það sem ég er komin eftir á með og koma skipulagi á vinnuna svo að þetta gangi betur.

Það er búið að vera frekar mikið álag á mér undanfarið en það er búið svo að ég ætti að geta farið að slaka á.

Knús og kram


Kvíði.....

Safnast upp og er að verða ákaflega mikill, ég er að þrjóskast við að taka kvíðalyfin því að matarlystin eykst og ég verð svo þreytt af þeim. Kannski dugir bara að skrifa það sem ég er að hugsa hérna, koma því frá mér.

Ég er svo hrædd um að félagsfælnin eigi eftir að verða mér fjötur um fót þegar ég á að taka viðtöl, gera möt og eiga við skjólstæðingana.  Ég er svo hrædd um að eiga alltaf erfitt með samskipti við aðra, ég er svo hrædd um að gera hlutina verri fyrir skjólstæðingana, að ég geti ekkert hjálpað þeim því að ég er verr stödd en þeir og á meðan ég næ ekki betri árangri með mig þá næ ég ekki að hjálpa neinum. 

En ég held samt að  ég hafi heilmikið til málanna að leggja, ég bara kann ekki að nota það.  Ég er  með heilmikla reynslu af  þunglyndi, félagsfælni og kvíða auk gigtarinnar en það er spurningin um hvort ég get nýtt það mér til hagsbóta í starfinu.  Þessa stundina finnst mér það ekki því að kannski er það mikil bjartsýni að ætla að bjarga einhverjum þegar maður getur ekki bjargað sjálfum sér frá sjálfum sér, því að auðvitað er þetta allt í höfðinu á mér og hringsnýst þar.  Ekki nóg með það þá finnst ég mér bara vera að væla því að ég er líkamlega hraust, ég á allt sem ég þarf og á frábæra fjölskyldu og vini.  Af hverju er ég þá að þessu væli!! 

já, svona er þetta í dag!

En hafið það sem best- knús á línuna


ÚFF..........

Púkinn minn hefur ákaflega hátt þessa stundina,öskrar í eyra mér að ég sé ömurlegur iðjuþjálfi, hvað ertu að þvælast í svona nám þar sem mikillar félagslegrar færni er krafist?  Ég sé alls ekki hæf til að ráðleggja neinum um neitt þegar ég get ekki tekið upp símtólið og hringt eitt einfalt símtal! 

Ég efast ákaflega mikið um hæfni mína til að geta hjálpað nokkrum, metið neinn eða gert eitthvað af viti almennt!  Ég er svo hrædd um að félagsfælnin mín eigi eftir að verða mér mikill fjötur um fót þegar ég fer í vettvangsnámið, held hreinlega að ég geti þetta bara ekki. 

En ég ætla samt að gera þetta því að ég ætla að klára námið hvernig svo sem ég fer að því, kannski þarf ég að tala við námsráðgjafann, eða leiðbeinanda minn, en eitthvað verð ég að gera svo ég verði ekki veik af kvíða og áhyggjum, því ég er strax orðin kvíðin og vettvangsnámið er í mars og ef ég þekki mig rétt þá á kvíðinn bara eftir að magnast.  Allar uppástungur eru vel þegnar ;) því að allt sem mér dettur í hug finnst mér bjánalegt og einskis nýtt og ég skuli bara hætta þessu því að ég get þetta örugglega ekki hvort er eð.

En ég get, ætla og skal..........


Áramótaheit....

Gleðilegt ár! 

Ég hef oft strengt áramótaheit og ekki staðið við þau, ein áramótin ákvað ég að strengja aldrei aftur áramótaheit en ég er búin að brjóta það líka.   En á þessu ári er ég búin að ákveða að hætta að vera með samviskubit yfir því að sinna sjálfri mér, hvort sem það er að eyða mestum tímanum í lærdóm eða fara út að ganga,  mér finnst ég alltaf vera að svíkja aðra og hugsa ekki nógu vel um þá, finnst að ég eigi að gera betur, fara oftar í heimsóknir, þetta er slítandi og ég er hætt, nú ætla ég bara að vera sjálfselsk og hugsa fyrst um mig og síðan hina ( ég fæ kvíðakast við að skrifa þetta;)).  Svo er ég með þessi venjulegu áramótaheit, að verða há grönn og ljóshærð, en ég hef eitt á dagskránni, það er að fara í eins margar kirkjur á suðurlandi og ég get, þá í messu.  Jamm ég veit, undarlegt heit það, en ég hef bara aldrei haldið því fram að ég sé eitthvað annað en undarleg;)

Nýja árið leggst ákaflega vel í mig persónulega, held að þetta ár eigi eftir að verða frábært, með fullt af gönguferðum, samverustundum með fölskyldu og vinum ( þegar ég er búin að sinna mér;))

Nú er allt að fara í gang, í sinn venjulega farveg, Sandra er byrjuð í skólanum, við Telma byrjum á morgun og Örvar í dag, sá eini sem getur leyft sér einhverja leti er húsbóndinn enda á hann það alveg skilið eftir vinnutörnina í pelsuninni.

En ég læt þetta duga í bili, áramótaknús á línuna


Þakklæti....

Áramótin nálgast og ég hef svona verið að hugsa um hvað ég hef gert á árinu og hvað ég á dásamlega vini og ættingja sem alltaf vilja gera allt fyrir mig.  Ég ætla aðeins og monta mig af því sem ég gerði á árinu; ég kláraði fyrsta árið í iðjuþjálfun og byrjaði á öðru árinu, ég gekk laugaveginn, á Esjuna, Ingólfsfjall, Vörðufell, Miðfell ( nokkrum sinnum) Galtarfell, Núpstúnskistuna, Laxárgljúfrin ásamt öllum gönguferðunum hér í kringum mig, ég fór í frábært ferðalag á sunnanverða Vestfirði, sigldi út í Flatey og borðaði þar kvöldmat og sá minnsta bókasafn á íslandi. Ég átti góðar stundir með vinum og ættingjum á allskonar samkomum, ég stóð við að ganga á öll fjöllin sem ég var búin að merkja við í fjallabókinni minni nema Skjaldbreiði, hún verður þá bara á næsta ári.  Ég hef verið mjög heppin með þunglyndið mitt, það hefur komið sjaldan og farið yfirleitt nokkuð fljótlega aftur.  Félagsfælnin er enn á sínum stað nema hvað hún hefur ekki alveg jafnmikil áhrif á mig.  Gigtin mín hefur verið að hamla mér dáldið, hugurinn vill gera svo margt en líkaminn leyfir það ekki.

Á nýja árinu ætla ég í enn fleiri gönguferðir og reyna að komast upp á fleiri fjöll, ég er búin að bóka skála 23-24 júlí við Sveinstind og í Skælingum og það er frábært að hafa eitthvað til að stefna á, hlakka bara til:)

Ég fer í fyrsta vettvangsnámið í mars og verð á Kleppi, sumir ( sonurminnelskulegur) eru vissir um að mér verður ekki hleypt út aftur og ég held að hann ætti þá ekki að koma að heimsækja mig því að sami dómur biði hans;) en ef að mér verður hleypt út aftur ætti ég að vera búin 30 mars.

Ég var að skoða dagatal með afmælisdögum fjölskyldunnar og komst að því að börnin mín eru allt of gömul miðað við að ég er bara 29! Örvar verður tvítugur, Telma 17 og Sandra 14 og gamli maðurinn minn 41.  Sandra fermist, Örvar útskrifast sem stúdent ( ef guð og skólameistari ML lofa) Telma getur fengið bilpróf ( en hún vill bíða þar til hún er orðin 18, hjúkk!)

En læt þetta duga bili

Áramótaknús á línuna


Síðasta prófið í dag:D

Ég er orðin svo spennt að klára þetta að ég vaknaði kl 5 og er með fiðrildi í maganum, ekki af því að ég kvíði prófinu heldur það verður svo gott þegar þetta er búið.

Ég er líka búin að vanrækja alla og allar mínar skyldur á þessum þremur vikum sem prófin hafa tekið, sumir ( margir) hafa haft áhyggjur af því hvort að ég myndi enda í spennitreyju inni á Kleppi, en þetta hefur sloppið til ennþá.  Mér hefur gengið  þokkalega , held ég, og hef verið mjög róleg yfir þessu öllu saman en kannski er ég ekki besta manneskjan til að dæma það Wink.  En minn heittelskaði og stelpurnar hafa snúist í kringum mig og ég hef ekki þurft að gera neitt eða hugsa um neittInLove þau eru yndisleg bara hreint út sagt.

Ég hef reyndar verið í smá sálarkrísu vegna þess að systir mín greindist með brjóstakrabba og fór í aðgerð í gær og ég hef ekki gert neitt fyrir hana!  Ég hef bara hugsað um þessi próf og mér finnst ég vera svo eigingjörn og upptekin af sjálfri mér.  En svo finnst ég vera líka svo sjálfhverf að hugsa um mig þegar hún stendur í þessum stórræðum, ég veit ekki hvort þið skiljið þetta, en þetta er það sem hringsólar í hausnum á mér þegar ég á að vera að læra undir próf.  En ég ætla að heimsækja hana á eftir, þegar ég er búin í prófinu.

Í dag fer ég á feisið W00t þá er ég búin í prófunum og Sandra þarf að leggja á borðið í mánuðGrin.  Þetta hefur alveg svínvirkað, ég hef farið á netið og skoðað ýmsar síður en það er takmarkað sem maður getur hangið við það, þá fer ég bara að læra, held að tíminn hafi annars farið í eitthvað feishang og ég ekki lært neitt eða allavega minnaWink.

En jæja þá er síðasti yfirlestur yfir glærurnar og krossa fingur og vona það besta.

hugsið heilsusálfræðilega til mín í dag......knús 


Ég vil verða hellisbúi........

þá væri ég laaaangflottust! og þyrfti ekki að nota aðhaldsnærbuxur og brjóstahaldara með spöngumAngry  Ég væri tilbeðin vegna vaxtarlags míns og þyrfti ekki að gera neitt.  Væri til í þaðTounge.  En þessa dagana hef ég ekki gert neitt nema að læra fyrir próf, og eins og venjulega get ég slegið upp einhverjum gagnlausum fróðleik ( um hellisbúa) en man eiginlega ekkert fyrir hreyfingafræðina á morgun.  En það hlýtur að koma á morgun í prófinu.

Hafið það sem best. Knús handa öllum sem vilja vera hellisbúar.


Prófatíð......

Jamm það er skollin á prófatíð, ég sem er nýbyrjuð á þessari önn.  Ég hef skilað 28 verkefnum, sem mörg voru bara góð en önnur ekki eins góð.  Ég fer í 4 próf og það fyrsta er 4.des og er líffærafræði, 100% próf um heilannCrying sem er ákaflega heillandi efni, og ef ég væri bara pínulítið gáfaðri myndi gerast heilaskurðlæknirTounge.

Eftir eðlilega heimkomudepurð þá er ég bara vel stemmd. En ég ætla ekkert á facebook á meðan ég er í prófum vegna þess að það fer rosalegur tími í það og ég treysti því að það gerist ekkert merkilegt á meðanWink.

En ég hef msnið opið, get ekki alveg slitið mig frá umheiminum þó að prófundirbúningur sé framundan.

Prófaknús á linuna og hugsið gáfulega til mín ( það veitir ekkert af því!)


Mikið er ég undarleg manneskja!

Því ere kki að neita að ég er frekar skrýtin manneskja, ekki það að ég sé neitt að uppgötva það núna, en það er alltaf að renna betur og betur upp fyrir mér.

Í gær vorum við að flytja verkefni og áttum að segja frá ákveðnum atriðum en þegar ég fer upp er vel undirbúin, með allt skrifað niður og búin að lesa þetta vel yfir og vissi hvað ég ætlaði að segja þá fannst mér þetta allt eitthvað svo ómerkilegt og asnalegt sem ég var með þannig að ég sleppti helmingnum sem átti að koma fram og svo hafði ég misskilið kynninguna dáldið þannig að ég varð enn stressaðri.  Ég var búin að hlusta á marga fyrirlestra þegar ég flutti minn og vissi hvað ætti að koma fram, og var bara nokkuð sátt við minn þangað til ég flutti hann.  Eftir á leið mér alveg skelfilega illa og var næstum farin að gráta en það hefði verið enn meiri skömm þannig að ég gerði það ekki.  Á leiðinni heim úr skólanum grét ég og var ákveðin í því að ég ætti ekkert erindi í þetta nám ég væri alltof heimsk og vitlaus til að geta þetta nokkurn tíman, og hver myndi vilja ráða iðjuþjálfa sem væri svona ömurlegur. 

Í dag líður mér betur en ég vildi gjarnan flytja fyrirlesturinn minn aftur og lesa hann þá bara frá orði til orðs því að hann er ekkert slæmur í alvörunni það er bara ég sem er stórskrýtin.

En eins og venjulega er dekrað við mig hér og þetta er mjög gaman þrátt fyrir eitt og eitt kjánakast sem ég fæ.

Hafið það gott, knús á línuna.


Akureyri..

Jæja þá er ég komin á Akureyri, alltaf gott og gaman að vera komin hingað þó að það kosti mig nokkuð margar svefnlitlar nætur vegna kvíða yfir ollu og engu, en um leið og ég er komin líður mér vel.  Ennþá alla vega, á morgun eigum við að flytja verkefni í hreyfingafræði 3 saman, vonandi gengur það bara ágætlega, ég er reyndar alltaf róleg áður en ég þarf að flytja verkefnin en svo þegar ég er búin að því líður mér oft illa en mismunandi mikið og ég vona það verði með minna móti á morgun.  Svo á ég að flytja annað verkefni á þriðjudaginn þá er ég ein Errmen það hlýtur allt að ganga.Cool

Það er alltaf gott að koma, ég er svo heppin að vera hjá móðursystur minni og hennar fólki, góður matur og dekur alveg endalaust, ég er eiginlega bara í húsmæðraorlofi hérnaTounge.

En það er spennandi vika framundan mikið að læra og gera og svo er indjánagufa á fimmtudaginn, ég renni eiginlega blint í sjóinn  með hvað það er, ætli maður verði ekki að mála sig í framan og góla eitthvað!! ég veit ekki! þetta er spennandiW00t

knús á línuna, sérstaklega handa þeim sem eiga eftir að flytja fuuuuuullllllttt af verkefnum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband