27.1.2010 | 13:38
Kvíði.....
Safnast upp og er að verða ákaflega mikill, ég er að þrjóskast við að taka kvíðalyfin því að matarlystin eykst og ég verð svo þreytt af þeim. Kannski dugir bara að skrifa það sem ég er að hugsa hérna, koma því frá mér.
Ég er svo hrædd um að félagsfælnin eigi eftir að verða mér fjötur um fót þegar ég á að taka viðtöl, gera möt og eiga við skjólstæðingana. Ég er svo hrædd um að eiga alltaf erfitt með samskipti við aðra, ég er svo hrædd um að gera hlutina verri fyrir skjólstæðingana, að ég geti ekkert hjálpað þeim því að ég er verr stödd en þeir og á meðan ég næ ekki betri árangri með mig þá næ ég ekki að hjálpa neinum.
En ég held samt að ég hafi heilmikið til málanna að leggja, ég bara kann ekki að nota það. Ég er með heilmikla reynslu af þunglyndi, félagsfælni og kvíða auk gigtarinnar en það er spurningin um hvort ég get nýtt það mér til hagsbóta í starfinu. Þessa stundina finnst mér það ekki því að kannski er það mikil bjartsýni að ætla að bjarga einhverjum þegar maður getur ekki bjargað sjálfum sér frá sjálfum sér, því að auðvitað er þetta allt í höfðinu á mér og hringsnýst þar. Ekki nóg með það þá finnst ég mér bara vera að væla því að ég er líkamlega hraust, ég á allt sem ég þarf og á frábæra fjölskyldu og vini. Af hverju er ég þá að þessu væli!!
já, svona er þetta í dag!
En hafið það sem best- knús á línuna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.