12.11.2009 | 15:01
Jæja....
Síðustu bloggin mín hafa ekki verið neitt ákaflega upplífgandi, ætla reyna að hafa þetta eitthvað glaðlegra.
Núna er að sjá fyrir endan á öllum verkefnum, lota fyrir norðan í næstu viku og svo bara próflestur!! Ég hef verið ákaflega heppin með vinnufélaga í þessum verkefnum sem ég hef verið að vinna í, veit hins vegar ekki alveg hvort að þær voru alveg jafn heppnar að fá mig .
En ég held að ég sé að komast á rétt ról aftur, bæði búin að vera frekar langt niðri og í slæmu gigtarkasti. En ég sé birtuna og er farin út að ganga og taka á í sjúkraþjálfun aftur svo að þetta er allt að koma.
Ég er með hugmynd um lokaverkefnið mitt í iðjuþjálfuninni ( ekki er ráð nema í tíma sé tekið) það væri mjög spennandi að vita hvað hreyfing hefur mikil áhrif á þunglyndi og jafnvel vefjagigt líka en svo getur verið að þetta breytist eitthvað hjá mér.
Ég læt þetta duga í bili knús handa öllum sem vilja fara að setja upp jólaseríur ( eða eins og í mínu tilviki kveikja á þeim)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2009 | 14:29
æh
Ég er einhvern vegin á undarlegum stað, stað sem ég kemst ekki frá og þó að ég geri ýmislegt sem á að auðvelda mér að verða "eðlileg" aftur, ég tek lyfin mín ( sýni meðferðarheldni þar( nýtt orð sem ég var að læra))ég er farin út að labba aftur, ég fer í sjúkraþjálfun og þannig mætti áfram telja en ég er einhvern vegin fyrir utan þetta í nokkurskonar loftbólu þar sem allar neikvæðar hugsanir komast í gegn en hinum jákvæðu er ekki leyfður aðgangur. Ég sinni ölu sem ég á að gera en það fylgir því engin ánægja. Ég flýt í yfirborðinu einhvern vegin, mér finnst það ekki þægilegt því að mig langar til að finna til ánægju og gleði.
Ég hugsa um lélegu einkunina sem ég fékk úr einu verkefni en finnst ekki mikið varið í fínu einkunirnar sem ég fæ fyrir minni verkefni sem eru upp á 10. Ég er komin aftur í kirkjukórinn en á æfingu í gær fannst mér að öllumhlyti að finnast ég syngja hræðilega en væru of góð til að segja mér að snauta í burtu því ég gæti ekki sungið:/ Hugurinn minn er skelfilega snúinn og sama hvað ég reyni að sannfæra sjálfa mig um að ég sé bara ágæt, svo hugsa ég að þó að ég syngi kannski ekki eins vel og manneskjur sem eru búnar í söngnámi get ég samt sungið en púkinn minn hlær bara að mér og segir mér ekki að vera með þessa vitleysu. Ég er ömurleg. Mér finnst ég hljóti að vera langlatasti nemandinn í iðjuþjálfun og félagar mínir hópnunum séu bara svona aumingjagóðir.´ Ég pantaði miða á Frostrósatónleikana og ég veit það verður gaman en ég er ekkert ógurlega spennt eins og ég væri að öllu eðlilegu.
Svo vil ég helst ekki að neinn viti af þessu og vinir og vandamenn sjá mig koma fram rétt eins og venjulega en inn í mér er ég háskælandi og veit ekki hvað ég á að gera í því.
En þetta hlýtur að fara að lagast, hafið það sem best
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2009 | 21:40
Já já eða þannig!
Fattaði það í gær að ég er búin að vera með þunglyndiskast í viku! Mér er búið að líða mjög illa í skrokknum og hélt að það væri "bara" vefjagigtin með sínum leiðindum, ég fór til hans Péturs læknis og kvartaði og kvartaði, hann brosti bara og hlustaði á mig tuða. Hann lét mig fá melantónín sem á að laga dægursveifluna, þá uppgötvaði ég að það var búið að vera því líkt myrkur undanfarið og það var komið inn í sálina á mér og ég sá ekkert nema myrkur.
Nú líður mér vel þó að verkirnir séu ennþá og hausinn sé að springa. Það munar dáldið miklu að vera með verki og í þunglyndiskasti eða vera ekki í kasti og með verki, æ mig langar alltaf til að sturta í mig einhverjum lyfjum, nógu sterkum til að ég þurfi ekki að finna neitt, svo ég verði bara dofin. En í fyrsta skiptið í rosalega langan tíma kom þessi hugsun: " æ til hvers er ég að þessu?" af hverju er ég að streða við þetta allt, væri ekki auðveldara að láta þetta allt hverfa og þurfa ekki að hugsa meira EN sem betur fer fæ ég ekki mínu framgengt í því og það er alltaf einhver lítil rödd sem segir mér þú átt alltof mikið, þú hefur það alltof gott, þú átt frábært líf með frábærum eiginmanni og börnum, vini sem þykir vænt um þig. Kostirnir eru svo margir en gallarnir eru fáir og eru viðráðanlegir.
En eins og er hef ég það mjög gott og ætla ekkiaðlátasexunasemégfékkfyrirverkefniðseméglagðiógeðslegamiklavinnuí trufla mig;)
Knús á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2009 | 20:47
Vefjagigt eða móðursýki
Ég var að hlusta á útvarpið og þar er Jónína Ben að tala um detox og hún fullyrðir að það sé hægt að lækna vefjagigtina með því að fa stólpípu, ef að ég teldi að stólpípa myndi lækna mig þá myndi ég nota hana daglega! Sumir segja að vefjagigt sé "bara" andlegur sjúkdómur og ekkert nema hugarburður fólks. Ef að þetta væri huglægur sjúkdómur af hverju finn ég þá svona til í öllum skrokknum? Af hverju er ég að fá sprautur nokkuð reglulega í vöðvafesturnar í hnakkanum reglulega sem er svo sárt að fa að maður hríðskelfur á eftir? Mér finnst þetta dáldið eins og nornaveiðar, að vefjagigt sé ekki raunverulegur sjúkdómur og þeir sem eru með hana séu bara ímyndunarveikir. Ég væri sko til í að losna við þessar ímyndanir, þær geta nefnilega verið helv... slæmar með verkjum, alltof háum púls, litlu þoli og ´svo framvegis. Ég er ekki að biðja um vorkunn, mér finnst bara dáldið ábyrgðarlaust að halda einhverju fram sem vekur upp vonir sem reynist síðan sápukúla sem að springur og verður ekki að neinu, og allt verður aðeins verra því að vonirnar bresta.
Ég lifi mjög heilsusamlegu lífi myndi ég ætla, ég hreyfi mig reglulega, borða hollan mat, reyki ekki, drekk ekki, reyni að vera eins heilsusamleg og ég get en samt er ég með vefjagigt, eina sem ég geri ekki er að hreinsa á mér ristilinn daglega! Mér finnst að fólk ætti að gæta orða sinna því að vonir vakna og vonbrigðin verða mikil þegar hún deyr.
Annars er ég í góðum málum, vel stödd andlega þó að það sé nóg að verkefnum í skólanum og stefnan sett á tónleika með kirkjukórnum 12 des í Skálholti.
Hafið það sem best...knús á línuna eða stólpípa.........þið ráðið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.10.2009 | 09:28
Stundum....
Geri ég mér ekki grein fyrir því hvaða áhrif ég hef á börnin mín. Ég var búin að ætla mér að fara á kóræfingu síðasta fimmtudag og var alveg rosalega kvíðin og eiginlega hætt við að fara þegar hætt var við æfinguna mér til mikillar ánægju.
En ég fór í gær og var með töluverðan kvíða en fór samt og skemmti mér mjög vel, en Sandra mín fór í bíó með félagsmiðstöðinni og ég var búin að segja henni að ég ætlaði á kóræfingu og hún gæti komið þangað sem ég var þegar hún væri búin. Svo fór hún í skólann og ég hugsaði ekkert um það meira, svo þegar ég hitti hana kom þvílíkur feginssvipur á hana því að hún hafði reynt að ná í pabba sinn en hann svaraði ekki í símann því hann var á fundi, hún reyndi að hringja heim en það svaraði enginn þar og hún hafði reynt að hringja í mig en ég hafði símann á silent og heyrði ekki í honum, hún hafði nefnilega svo miklar áhyggjur af því að ég hefði hætt við að fara á æfinguna vegna kvíðans og vissi ekki hvort að hún kæmist heim og því var hún svo ánægð þegar hún sá mig.
Þannig hugsa börnin oft meira en maður ætlar þeim, þau hafa líka sínar áhyggjur af foreldrunum og þekkja okkur betur en við höldum. Mér finnst óþægilegt að vita að krakkarnir mínir þurfi að hafa áhyggjur vegna minnar geðheilsu almennt, ég hélt alltaf að þunglyndisköstin hefðu mestu áhrifin en kannski hafa þau alltaf varan á sér þegar ég er annars vegar, þvílíkt ólíkindatól sem ég er. En ég ætla að setjast niður með þeim, allavega Söndru því hún virðist taka þetta mest inn á sig og útskýra fyrir henni að hún geti alltaf sagt mér hvað hún er að hugsa í sambandi við mig eða yfirleitt allt sem henni dettur í hug. En þetta er umhugsunarefni fyrir mig, ég verð að átta mig á því að mín veikindi hafa áhrif á alla í kringum mig, líka þegar ég í góðum fasa.
En þá er ég búin að blása í bili ( búinaðblásaíbili hvað eru mörg b í því?)
Knús á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2009 | 19:46
Dásamlegt..
Það er nú bara ekki hægt að lýsa helginni með neinum öðrum orðum. Búin að vera í borgarferð í Reykjavík við hjónin og ekkert nema dekur í mat og drykk og allt bara frábært.
En eitt dregur skugga á þetta allt saman og það er að á leiðinni heim hugsaði ég um hvað allt hafði verið frábært og varð þá hugsað til eftirkasta sem koma oft eftir eitthvað svona velheppnað og skemmtilegt. Ég ætla bara að vona að það komi ekkert bakslag, en ef það kemur þá kemur það og ég reyni að undirbúa mig fyrir það. Ég fór að hugsa að til þess að forðast þessi eftirköst yrði ég að hætta að gera eitthvað svona skemmtilegt og það væri hundleiðinlegt! ( náið þið þessu?)
Ef ég ætti að velja á milli þess að gera eitthvað til að skemmta mér og njóta lífsins og fá eftirköst og þess að gera ekkert og fá engin eftirköst þá held ég að ég velji skemmtunina, því að hún gefur mér svo góðar minningar sem ég get kallað fram löngu eftir að bakslagið er búið.
Það er heilmikið að gera í skólanum hjá mér, hvert verkefnið á fætur öðru og ég er aldrei alveg viss um að ég sé að gera rétt en svo fæ ég alltaf góðar einkunnir og komment fyrir. Svo eru framundan hópaverkefni, eins og þið vitið þoli ég ekki svoleiðis verkefni en þegar maður er kominn í hóp eru þau ekki svo slæm, það er bara þetta að maður hefur alltaf áhyggjur af því að vera troða sér inn á fólk, kannski líður hinum í hópnum eitthvað svipað;) En ég er bjartsýn á þetta allt saman og finnst þetta frábært nám. Ég er orðin svo iðjumiðuð að ég má ekki sjá mann sitja vitlaust eða þröskuld einhversstaðar án þess að hugsa út hvernig mætti bæta þetta.
Jæja læt þetta gott heita í bili, knús á línuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2009 | 06:42
Jæja þá....
Er ég komin í birtuna aftur, þetta var dáldið djúp lægð sem kom yfir mig núna, svona djúp hefur hún ekki verið í langan tíma. Ég má alltaf eiga von á þessu en einhver vegin kemur þetta mér alltaf jafnmikið á óvart. Það er talað um í sjálfshjálparbókum að maður eigi að undirbúa sig fyrir köstin en ég hef bara ekki hugmynd hvernig ég á að fara að því, því að þegar köstin koma verð breytist ég bara í aðra manneskju sem er alveg sama nema um eymd sína og líður vel ( þannig séð) í eymdinni.
Sjálfsagt hef ég skrifað þetta allt áður, en eins og ég hef sagt þá er þetta mín sáluhjálp, því að þegar ég hef sett þetta niður á blað ( eða blogg) þá er ég laus við þetta, þá hef ég komið þessu frá mér og þarf ekki að hugsa um það meir.
Jæja en nú er komið að áskorun vetrarins, mig er búið að langa til að fara aftur í kirkjukórinn í langan tíma en verið staðföst í þeirri trú að ég geti bara ekki sungið og skemmi bara kórinn með því að reyna að gaula eitthvað EN ég ætla að fara í hann alla vega fram að áramótum og sjá síðan til. Ég verð að fara á meðal fólks því að ef að ég einangra mig þá versnar félagsfælnin og þá er lífið mun erfiðara fyrir mig og alla í fjölskyldunni. Þó að mér finnist ég ekki geta sungið þá ætla ég samt í kórinn, þá verður alla vega hægt að skemmta sér yfir því í messunum;) Mér fannst svo gaman þegar ég var í kórnum og vona bara að það verði það þegar ég fer aftur í hann. Svona getur félagsfælnin leikið mann, maður verður fullviss um að maður sé ömurlegur í einhverju sem maður gat alveg áður.
En það er svo margt jákvætt að gerast, Telmu líður vel í nýja skólanum, hún er komin á sund og boccia æfingar hjá Suðra, íþróttafélagi fatlaðra á suðurlandi og finnst það bara gaman. Sandra er orðin þvílík gell(gj)a farin að nota maskara og spá í fötum, það er bara gaman að henni. Örvar er í fjórða bekk og gengur þokkalega ( held ég) því að mömmur eru ekki látnar vita um stöðu mála. Ég er byrjuð í náminu á fullu og nóg að gera við að hlusta á fyrirlestra og gera verkefni ásamt því að fara í sjúkraþjálfun og reyna að hreyfa mig eitthvað.
Þannig að í dag er lífið dásamlegt
Knús á línuna...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2009 | 18:25
dööööööö
Ég er ógurlega eitthvað svo mikið ómöguleg í dag. Nenni ekki neinu, langar bara að skríða undir sæng og vera þar! Langar bara að borða eitthvað óhollt og feitt og sætt og ..........................
Þetta er bara þetta gamla sama eftirofskemmtilegt dæmi, þegar mér líður vel og finnst gaman og það er eitthvað mikið að gerast kemur alltaf svona niðursveifla, ég á ekki að vera að kvarta en þetta er hundleiðinlegt, ég kvarta núna en svo á morgun verður vonandi allt komið í lag.
Það ætti líka að banna mér að fara í búð á þessum dögum, ég keypti saltað og reykt og nammi, eitthvað sem ég veit að er óhollt en það skiptir ekki máli í dag. Ég er ekki hrifin af því hvernig ég breytist, ég verð svo eigingjörn þegar þessi köst koma, mér er alveg sama um hvað hverjum finnst, hvað hver segir og þannig það skiptir ekkert máli nema mín eymd.
Mér finnst ég svo vanþakklát þegar ég læt svona, ég á mann sem gerir allt fyrir mig, börn sem verða óhjákvæmilega fyrir barðinu á þessum ófögnuði og ég loka mig bara af í mínum heimi og vil ekki eiga samskipti við neinn.
vonandi verður enginn þunglyndur af þessu rausi mínu......en hafið það sem best og ég verð orðin spræk á morgun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2009 | 13:02
Gaman, gaman
Það er eiginlega ekki hægt að lýsa liðinni viku á annan hátt, en að hún hafi verið mjög skemmtileg. Var í staðlotu á Akureyri og það var bara gaman, heilmikil vinna eins og við var að búast en allt bara skemmtilegt.
Við fórum meðal annars niður í bæ í hjólastól, með göngugrind og blindar, við áttum að kanna aðgengi og upplifun okkar á því að vera með fötlun á einhvern hátt og mikið óskaplega er ég þakklát fyrir að vera bara eins og ég er. En þetta var mjög skemmtiegt því að við hlógum svo mikið og skemmtum okkur ákaflega vel. Síðan var okkur úthlutað einhverri fötlun sem við áttum að leika og hátta okkur, leggjast upp í rúm og klæða okkur aftur, ég átti að vera lömuð fyrir neðan mitti og það var dáldið meira en að segja það að klæða sig úr buxum, sokkum og skóm án þess að nota neðri hluta líkamans til þess. Ég var búin að kvíða þessum hluta þó nokkuð mikið en svo var þetta minna mál en ég hélt því að við áttum allar að gera eitthvað svona, auðvitað var þetta erfitt svona félagsfælnilega séð en ekkert ofsalega og ég lifði þetta alveg af og ( þetta var náttla mjög góð æfing).
Það var svo gaman að hitta skólasystur mínar, við erum orðnar svo fínn hópur og einhvern vegin smellum við ágætlega saman. Mér leið mjög vel í hópnum og þau skipti sem að við vorum í hópavinnu var það ekkert mál, því að við erum farnar að þekkjast svo vel.
Það er nú eins og að koma heim til sín að vera hjá Lilju frænku og fjölskyldu og það er svo gott að vera þar því að maður hagar sér bara eins og maður eigi heima þar og það er svo gott. Ég er ekkert smá heppin að eiga svona heimili þarna fyrir norðan, það er sko heilmikið fyrirtæki hjá skólasystrum mínum að finna húsnæði og dýrt og heilmikil fyrirhöfn.
Alla vega í dag er ég alveg himinlifandi með vikuna og lífið og tilveruna og það er dásamlegt að vera til!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2009 | 08:58
Var að hugsa....
Sko ég var að hugsa smá ( já það kemur fyrir á bestu bæjum), Það er ýmislegt sem ég að taka eftir, eftir að hafa átt besta sumar í lífi mínu. Til dæmis, er hér yfirleitt alltaf þokkalega snyrtilegt og hreint, ég strýk að eldhúsinnréttingunni þegar ég sé einhver´óhreinindi á henni sem er bara mjög eðlilegt fyrir flesta, held ég. En áður fyrr gerði ég það ekki og það söfnuðust upp óhreinindi þar til að það varð að miklu verki sem að maður þurfti að setja sig í sérstakar stellingar til að gera og ég hafði það á tilfinningunni að ég væri versta húsmóðir í heimi. Ég náði rétt að halda yfirborðinu í lagi en síðan safnaðist alltaf ruslið og óhreinindin saman þar til allt var orðið frekar ömurlegt og yfirleitt þurfti ég hjálp til að ná niður úr ruslinu.
Kannski er þetta dáldið óskiljanlegt fyrir aðra en þetta er heilmikil uppgötvun fyrir mig því að mér leiðist ákaflega að hafa allt í drasli og óhreint og sé núna að andleg líðan skiptir gríðarlega miklu máli í þessu eins og öðru. Þegar mér líður eins vel og mér líður í dag finnst ég mér vera með stjórn á hlutunum og finnst þetta bara allt gaman og skemmtilegt. Það kemur varla fyrir orðið að þvottur safnist fyrir, það var eitt besta merkið um andlegt ástand húsfreyjunnar hvernig staðan var á þvottamálunum. Ég geng yfirleitt frá hlutum í staðinn fyrir að hrúga þeim einhversstaðar þangað til þeir eru orðnir að ókleyfu fjalli. Þetta er merkilegt fyrir mig því að ég hef alltaf öfundað húsmæður sem ná að halda öllu fínu og hreinu.
Varð að koma þessu frá mér.....þó það meiki engan sens fyrir aðra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)