Lífið er yndislegt

Já, mér finnst lífið bara hreint yndislegt akkurat þessa stundina.  Við fórum í gær á menningarnótt og ég hef aldrei verið neitt hrifin af því að vera innan um mikinn mannfjölda en í gær leið mér bara alveg hreint ágætlega, skemmti mér bara mjög vel, enda í góðum félagsskapJoyful.  Þegar ég fór fyrir nokkrum árum fannst mér mjög erfitt að vera innan svo margt fólk og leið bara frekar illa og naut einskis af því sem var í boði. En æi, hvað mér þykir þetta betraSmile.

Núna fer allt að færast í fastar skorður, allir að byrja í skóla aftur, nema húsbóndinn, einhver þarf að vinna fyrir okkurTounge.  Núna fara allir í sitt hvorn skólann, Sandra í 8.bekk í Flúðaskóla, Telma á starfsbraut í FSu, Örvar í 4.bekk á Laugarvatni og ég í HA á annað ár.  Þessi börn eru orðin svo stór! Ég hlakka til skólans og að hitta skólasystur mínar aftur. 

Annars er ég búin að hafa það svo gott í sumar, bara verið algjör dekurdósBlush  eiginlega gert bara það sem mig hefur langað til og það hefur skilað sér í því að það hafa komið 3 slæmir dagar! Jamm 3W00t dagar! Þá meina ég dagar sem ég ekki farið fram úr og ekki viljað tala við neinn.  Þetta er bara frábært, því að þetta þýðir vonandi að ég sé bara smám saman að læra á mig og mína sjúkdóma.

En læt þetta gott heita í bili. Knús handa öllumKissing


Bara smá............

Ég á eina uppáhaldsbók sem mér var gefin og hún heitir Orð í gleði og er eftir Karl Sigurbjörnsson biskup, ég les hana bæði þegar ég er glöð og þegar ég er döpur og hún hjálpar mér heilmikið.

Ég á mér tvær uppáhalds bænir eða texta í bókinni, ég ætla að deila þessum textum með ykkur.

Góði Guð, í dag hef ég ekki talað illa um neinn, ég hef ekki misst móðinn. 

 Ég hef ekki verið geðstirður, viðskotaillur eða sjálfselskur. 

En eftir nokkrar mínútur fer ég fram úr rúminu og frá og með þeirri stundu

þarf ég talsverða hjálp frá þér (Argument) 

 Guð veit

Þegar þú er þreytt og uppgefin

- þá máttu vita að Guð hefur séð

hvað þú hefur lagt á þig.

Þegar þú hefur grátið þig í svefn

og hjartað þitt er að bresta

vittu að Guð telur tárin þín.

Þegar þér finnst tíminn hlaupa frá þér

og að ekkert gerist í lífi þínu,

vittu þá að Guð biður með þér.

Þegar þér finnstþú einmanna ogvinalaus,

vittu að Guð er þér við hlið.

Þegar þér finnst þú hafa reynt allt

og sért samt ráðþrota,

vittu að Guð hefur ráð.

Þegar þú skilur ekki

vittu að Guð hefur svarið.

Ef lífið er allt í einu bjartara

og þú sérð vonargeisla

- vittu að Guð hefur hvíslað að þér.

Þegar allt gengur þér í hag

og margt að þakka

- vittu þá að Guð hefur blessað þig.

Þegar eitthvað undursamlegt gerist

og þú fyllist undrun

vittu þá að Guð hefur brosað til þín.

Þegar þú átt þér draum að fylgja og markmið að ná,

vittu að Guð hefur opnað augun þín

og kallað þig með nafni.

Hver sem þú ert og hverju sem þú mætir.

Guð veit!

Þetta eru tveir textar sem ég enda alltaf á að lesa þegar ég fletti þessari bók, bæði vegna þess að sá fyrri er skemmtilegur og seinni textinn höfðar einhvern veginn mjög sterkt til mín. 

Ég er kannski ekki síhugsandi um guð og hans verk en mér finnst ágætt að geta snúið mér til hans þegar ég þarf á að halda.  Þetta er kannski eins með okkur sem eru foreldrar, börnin okkar snúa sér til okkar þegar þau þurfa á okkur að halda en spjara sig vel fyrir utan það, þó að okkur finnist þau ekki án okkar geta verið.  Kannski er Guð fyrir löngu búinn að læra það að taka þeim sem snúa sér til hans með opnum örmum þó að þeir séu ekki alltaf með Guðsorð á vörum og síðbiðjandi og er bara þokkalega ánægður með fólk muni eftir honum öðru hverju og viti að það er hægt að biðja hann um hjálp í þrengingum og að hann gleðst yfir þeim árangri sem næst.

Þetta er bara svona smá pæling......knús og kossar


Ísland er landið...

Ég fór með Didda, stelpunum og mömmu í ferðalag um sunnanverða vestfirði í síðustu viku.  Þetta var frábært ferðalag, gistum 3 nætur á Tálknafirði, rosaflott og vel útbúið tjaldstæði þar. Þaðan fórum við í Dýrafjörn og skoðuðum elsta skrúðgarð á Íslandi, Skrúð. Það er ótrúlegt að sjá allar þessar tegundir trjáa og blóma þarna fyrir opnu hafi.  Svo skoðuðum við Hrafnseyri við Arnarfjörð, þar kom ég inn í eina fallegustu kirkju sem ég hef komið í. 

Við fórum  í Selárdal og skoðuðum listaverk Samúels Jónssonar og bæinn þar sem Gísli á Uppsölum bjó, ég er viss um að Gísli þjáðist af félagsfælni á háu  stigi ef hann hefur getað einangrast svona mikið þarna, því að það er fullt af bæjum í kringum hann!  Þarna sá maður að það er ekki alveg hægt að treysta öllu sem maður sér í sjónvarpinu, þó að það sé Ómar Ragnarsson sem á í hlut! 

Við fórum á Látrabjarg og það er dáldið laaaaangt niður í sjó þar sem það er hæst en það var gaman að sjá Lundana og Rituungana hanga á sillum í berginu.

Það sem stóð upp úr í ferðinni er vafalaust sigling út í Skáleyjar og Flatey, fengum einkaleiðsögn um eyjarnar, spegilsléttur sjór og gríðarlega fallegt veður, þetta var bara stórkostlegt allt saman.

Þrátt fyrir að spáin hljóðaði upp á rigningu eiginlega alla dagana en við fengum einu sinni "almennilega" rigningu, þá rigndi í sól, ég fer bráðum að hætta að taka með pollagalla því að það hefur ekki verið þörf á þeim í síðustu ferðalögum.

Við vorum eina nótt í Flókalundi og eina á Reykhólum og ég verð að segja að aðstaðan á þessum tjaldstæðum var mjög fín, snyrtileg og góð umgegni í alla staði.

Besta við ferðalagið var að koma heim og hafa nennu til að ganga frá og þvo allan óhreina þvottinn, strax , það finnst mér frábært, ég er ekki orðin vön þessu ennþá, þ.e.a.s, að vera alltaf hress eftir einhverja spennuvaldandi atburði og að það taki mig ekki viku að jafna mig og að það sé ekki tekið upp úr töskum og matarkistum  einni til tveimur vikum eftir að heim er komið og þvotturinn sé óhreinn í hrúgum fyrir framan þvottavélina.  Þetta virðist kannski ekki mjög merkilegt en það er það fyrir mig því að ég hef alltaf fundist ég frekar léleg þegar ég hef ekki haft orku til að þvo þvottinn, hvað þá annað og búin að vera í fríi!

Ég hitti í dag manneskju sem mér þykir mjög vænt um og ég tel að hafi eiginlega bjargað lífi mínu, hún heitir Írís og er sálfræðingur og tók við rústunum af mér þegar ég kom út af geðdeildinni.  Það var svo gaman að geta sagt henni að ég væri í háskólanámi og hefði það alveg rosalega gott, ég á henni mikið  að þakka því að hún sótti um fyrir mig á félagsfælni námskeiðinu og ég væri líklega ekkert búin að afreka af þessu nema fyrir það að hafa náð stjórn á félagsfælninni. 

 Það er svo gaman að vera til.Joyful

Læt einhverjar myndir fljóta með núna ef að þær vilja birtast.

Knús á línuna


einn dagur....

Ég var búin að búast við niðursveiflu og kveið henni dáldið því að það er mikið búið að vera að gerast upp á síðkastið og hélt að hún ætti eftir verða löng og djúp.  En það tók einn og hálfan dag!  Þetta var ömurlegur tími með venjulegri vanlíðan og svartnætti en áður gátu köstin varað í vikur eða mánuði. Ég verð nú að segja að mér líkar þetta mun beturWink

Bara svona til að sýna muninn á mér nú og áður, þær systur Fríður og Gunna Maja komu og skiptust á að þrífa fyrir mig þegar ég var sem verst því að ég treysti mér ekki til þess en ég gekk með þeim Laugaveginn fyrir rúmri viku, það er gríðarlegur munur á því hvernig ég var þá og hvernig ég er í dagW00t

En eitt lærði ég í göngunni að það er að ég verð að gera hlutina á mínum hraða og á minn hátt, það þýðir ekki fyrir mig að ætlast til að ég geti verið fremst, því að þó að ég sé í nokkuð góðu formi á minn mælihvarða, þá hamlar vefjagigtin mér að miklu leyti, hún virkar þannig að vöðvarnir geta ekki nýtt eins mikið súrefni úr blóðinu eins og þeir þurfa og þreytast því fyrr en ella.  Ég verð bara að haga mér í samræmi við það svo að ég komist á leiðarenda, þetta snýst ekki lengur um að vera sem fljótastur heldur að komast  á áfangastað jafnvel þótt ég sé eitthvað á eftir öðrum og þurfi að stoppa oftarCool Ég er líka dáldið í því að finnast ég vera mikill dragbítur á aðra þegar ég er í hóp en ég verð bara að vera ánægð með það ef einhver nennir að vera síðastur með mér og átta mig á því að kannski vill sá hinn sami bara labba með mér af því að ég er svo skemmtilegur félagsskapur en ekki af því að hann vorkennir mérTounge

En í dag líður mér æðislega vel og ætla að sigra fleiri fjöll og hindranir á vegi mínum í framtíðinni.

Knús handa öllum


Afrek.....

Ég er bún að skoða myndirnir frá Laugarveginum örugglega 10 sinnum í dag!  Ég er ennþá steinhissa yfir því að ég hafi afrekað það að komast alla leið án þess að landhelgisgæslan hafi átt nokkurn hlut að máliWink.  Þessi leið er stórkostleg, svo fjölbreytilegt landslag, vorum í góðu veðri allan tíman og með frábæra ferðafélaga en sá sem stendur upp úr í þessari ferð er maðurinn minn, hann tók á sig byrðarnar mínar þegar ég fór að þreytast og þrátt fyrir að langa til að vera fremstur allan tíman var með mér, sem var yfirleitt síðust og hann snérist í kringum mig á allan háttInLove.

Það var kannski ekki  mjög gáfulegt að klára gönguna daginn sem laugavegshlaupið var því að afrekið mitt, að fara Laugaveginn á 4 dögum, varð frekar lítið við hliðina á því að hlaupa hann á 4klstog 20 mín Sideways mér finnst að það ætti að loka svona fólk inniDevil.  En þetta tók mjög á því að brekkurnar urðu sífellt brattari og lengri eftir því sem á gönguna leið, flestum fannst þetta ekki vera raunin en kannski fór ég bara aðra leið! 

Þetta var einnig nokkur prófraun á félagsfærnina mína, að þurfa að sofa þröngt í skála með ókunnugu fólki og eiga náin samskipti við þau en þetta gekk allt saman ágætlega og allir bara mjög fínir.

Ætla að reyna að setja inn myndir, vonandi tekst það.

Knús og kram 


Hugurinn...

Ég fékk mér aðeins í aðra tánna um helgina, það eru örugglega 3 eða 4 ár síðan ég "datt í það" síðast.  Þetta var bara mjög gaman og ég skemmti mér mjög vel enda í skemmtilegum hópi fólks. EN í dag er ég að rifja upp allt sem ég sagði og gerði og er að skamma sjálfa mig fyrir það, vegna þess að ég hef örugglega sært, móðgað eða alveg örugglega gert einhvern fúlan með blaðrinu í mér.  Okey en svo er ég líka hrædd um að einhver hljóti að fara rifja upp hvað ég var rosalega full og hvað ég sagði og gerði!  Þetta er náttúrulega ekki í lagi!!  Ég man núna af hverju ég dett ekki oftar í það, ekki vegna þess að ég verði þunn líkamlega, heldur verður hugurinn ofvirkur og það er ekki runnið af púkanum minum, sem rífst og skammast á öxlinni minni, kannski hann þurfi að fara í meðferð??Devil

En að öðru mun ánægjulegra, ekki á morgun, heldur hinn... Laugavegurinn.  Þetta er bara að bresta á.  Núna er ég að reyna að gera lista yfir það sem ég þarf að versla og taka með.  Spáin er góð og ég er í góðu formi og líður vel svo að þetta verður bara gaman.  Og ef að gæslan verður kölluð út til að sækja einhvern á Laugaveginn, þá vitið þið hver það erWink

Hafið það sem best...knús á línuna


Sannleikurinn....

Það var í fréttunum að konur sem hefðu orðið fyrir ofbeldi, andlegu eða líkamlegu ættu frekar við þunglyndi og gigt og fleiri sjúkdóma að etja og Sandra mín var að horfa á fréttatímann á stöð 2 og tengdi þetta strax við mig því ég er bæð  með þunglyndi og gigt og bendir mér á þetta, þá segi ég henni frá ofbeldinu sem ég varð fyrir sem barn og allt í kringum það og segi henni síðan að spyrja eins og hún vill og hún spyr! Hvort eitthvað hafi verið gert og hvað ég hafi gert.  Ég ótrúlega stolt af henni því að hún tók þessu ákaflega fullorðinslega og mikið er ég ánægð með að það er komið að þessum tíma, að foreldrar og börn geta talað um svona erfið málefni án þess að finnast þetta eitthvað feimnismál.  Umræðan um þessi mál eru mun opnari en áður og ég er því mjög fegin.

bara að koma þessu frá mér;)

 


Held mér hafi aldrei liðið betur.....

Þetta lag ómar í höfðinu á mér allan daginn inn og út, og mér líður einmitt þannig, eins og lífið geti ekki orðið betra en það er í dag.  Þó ómar líka einhversstaðar á bak við  Hvað endist þetta lengi?  Hvenær kemur niðurdýfan en ég tek á því þegar það kemur og nýt lífsins þangað tilCool.

Það eru bara 13 dagar í gönguna ógurlegu, það sem ég hef mestar áhyggjur af er að ég verði einhversstaðar laaaang síðust því að ég mæðist ákaflega mikið í bratta og dregst yfirleitt dáldið afturúr.  Þó að ég æfi mig í bratta oft í viku þá geng ég alveg upp og niður af mæði bara við að ganga rösklega upp brekkuna hérna frá minkahúsinu.  En einhver verður að vera síðastur og ég hugsa alltaf bara sem svo að þeir síðustu verða fyrstir einhvern tíman. En þetta ástand er vist fylgifiskur vefjagigtarinnar ( ásamt milljón öðrum einkennum) svo að ég verð bara að lifa með því, og eg get það vel þegar mér líður eins vel og mér líður í dag.

En í dag er lífið gott og framtíðin björt og gaman að vera til.

Knús á línuna


Nei, ekki aldeilis....

Ég hef aldrei verið jafn hamingjusöm og nú, 38 ára.  Ég veit auðvitað ekki hvort að hamingjan eigi eftir að aukast eða minnka í framtíðinni hjá en í augnablikinu finnst mér hamingjan ekki tengjast hrukkum eða gráum hárum heldur andlegu ástandi einstaklingsins!


mbl.is Konur hamingjusamastar 28 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ganga og ganga

Það styttist í gönguna miklu og ég er á fullu að æfa mig fyrir hana.  Fór á Esjuna í gær, Galtarfell hinn og á Ingólfsfjall á fimmtudaginn.  Ég held að ég sé verða tilbúin, þó að ég mæðist enn heilmikið og þreytist en það þarf altaf einhver að vera síðastur, þá er ég ágæt í því Tounge

En það er allt í góðu gengi hér og við höfum það  fínt fyrir utan smá harðsperrurWink

Hafið það sem best, knús á línunaKissing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband