Hugurinn...

Ég fékk mér aðeins í aðra tánna um helgina, það eru örugglega 3 eða 4 ár síðan ég "datt í það" síðast.  Þetta var bara mjög gaman og ég skemmti mér mjög vel enda í skemmtilegum hópi fólks. EN í dag er ég að rifja upp allt sem ég sagði og gerði og er að skamma sjálfa mig fyrir það, vegna þess að ég hef örugglega sært, móðgað eða alveg örugglega gert einhvern fúlan með blaðrinu í mér.  Okey en svo er ég líka hrædd um að einhver hljóti að fara rifja upp hvað ég var rosalega full og hvað ég sagði og gerði!  Þetta er náttúrulega ekki í lagi!!  Ég man núna af hverju ég dett ekki oftar í það, ekki vegna þess að ég verði þunn líkamlega, heldur verður hugurinn ofvirkur og það er ekki runnið af púkanum minum, sem rífst og skammast á öxlinni minni, kannski hann þurfi að fara í meðferð??Devil

En að öðru mun ánægjulegra, ekki á morgun, heldur hinn... Laugavegurinn.  Þetta er bara að bresta á.  Núna er ég að reyna að gera lista yfir það sem ég þarf að versla og taka með.  Spáin er góð og ég er í góðu formi og líður vel svo að þetta verður bara gaman.  Og ef að gæslan verður kölluð út til að sækja einhvern á Laugaveginn, þá vitið þið hver það erWink

Hafið það sem best...knús á línuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir helgina elsku Jóna mín, nú ætla ég að kommenta!!!

Þú ættir að detta í það oftar ef eitthvað er, varst svo hress og kát og hefur  enga ástæðu til að hafa móral :) bara gleði og skemmtilegheit kelli mín.  Sendu púkaskrattann bara í meðferð og eftirmeðferð og eftireftirmeðferð ef hann þarf svo fleiri finnum við örugglega út úr því :)

Hafðu það svo rosa gott og skemmtilegt á fjöllum og ég veit það fyrir víst að ef þyrlan verður kölluð út, þá er það örugglega ekki út af þér hehe.

knús og kossar

Magga (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 17:29

2 identicon

Ef gæslan verður kölluð út þá verður það pottþétt vegna mín...og fínu hælsæranna minna:) hehehe Er alveg búin að sjá fyrir mér forsíðuna á dv...kona flutt með TF Líf vegna hælsæra:) hahahahhaa

 Takk fyrir frábæra helgi...segi eins og magga, þú varst svo hress og kát - bara yndisleg eins og alltaf:)

Fríður (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband