I´m in heaven..........

Ég er í skýjunum yfir verknáminu mínu, ég er hjá frábærum leiðbeinenda og ég vil einmitt verða eins og hún sem iðjuþjálfi.  Ég er á stað sem heyrir undir Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og eru samtökin Hugarafl undir því.  Það er bara eins og ég sé komin heim, þessum samtökum hefði ég gjarnan vilja kynnast fyrr, því að þau gera svo margt fyrir geðveikt fólk að það er bara alveg hreint frábært.

Ég var búin að ákveða að vera ekki að segja frá mínum veikindum en það er eiginlega ekki hægt að koma á svona stað og segja það ekki!  En ég og mín saga er ekki í brennidepli heldur saga og sigrar allra þeirra sem eru þarna.  En ég segi frá mér ef að það er einhver ástæða til.

En það er erfitt að vera að heiman þóað ég sé eins og prinsessa hjá bróður mínum og mágkonu í bænum, það er bara að þegar ég er rétt komin heim  þá þarf ég að fara aftur.  En það eru bara tvær og hálf vika eftir þannig að þetta fer alveg að verða búið.

En ég ætla að fara að pakka og hafa mig til.

Iðjuknús á línuna:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra hvað það er gaman í verknáminu :-) :-)

Ég upplifði þetta líka í mínu fyrsta verknámi hérna á geðdeildinni á Akureyri. Það er svo frábært að fá að vera með í því að vinna á vettvangi. Tengja námsefnið við raunveruleikann. Og ekki skemmir fyrir þegar maður er á stað sem maður finnur sig vel á. 

Vert hvað þetta er hrikalega fljótt að líða ;-)

Sibba (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband