Búin að ákveða....

að skilja á milli mín núna og þeirrar sem ég var.  Í dag er ég kona í háskólanámi sem er að fara í sitt fyrsta vettvangsnám og ætlar að njóta þess og læra eins mikið og ég get af, ég ætla að hætta að hugsa um allt sem hefur gerst, ætla að taka það sem ég get nýtt mér úr því og skilja restina eftir.  Ég hef dýpri skilning en margir á ýmsum málum og það hafa margir dýpri skilning en ég á öðrum málum.

Ég verð að gera þetta til að vera fagmanneskja, það þýðir ekki að taka byrðarnar með sér á vinnustaðinn og ég held að það eigi bara eftir að íþyngja mér í starfinu.  Ég get nýtt mér reynslu mína en ætla ekki að láta hana ráða í því sem ég tek mér fyrir hendur.  Þeir skjólstæðingar sem ég mun vinna með eiga rétt á að fá fagmanneskju en ekki manneskju með allt of mikið á bakinu þannig að hún getur ekki gefið af sér. En það þýðir ekki að ég ætli að verða einhver freðýsa,  því að ég skil að ég verð að gefa af mér og að þetta starf snýst mikið um það að vera umhyggjusamur og bera hag skjólstæðinganna fyrir brjósti en einnig að halda vissri fjarlægð og ekki taka vinnuna inn á sig og geta skilið á milli starfsins og einkalífsins.

Þegar ég var að hugsa um þetta hvarf kvíðinn sem ég er búin að hafa í langan tíma, ég skil að ég get verið fagmannleg og jafngóður iðjuþjálfi eins hver annar og jafnvel betri stundum ;). 

Ég fer norður núna á sunnudaginn og kem aftur á föstudaginn og byrja síðan í vettvangsnáminu á miðvikudeginum í vikunni á eftir.  Þetta er bara allt saman spennandi og mér finnst ég vera tilbúin og hætt að hugsa um af hverju ég sé eiginlega að þessu ;)

Fagmennskuknús á línuna :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta vera eitt af stóru skrefunum þínum Jóna mín.  Mikið finnst mér þetta gott og rétt skref.

Þú ert endalaust dugleg og miklu sterkari en þú hefur gert þér grein fyrir sjálf.  Verður frábær iðjuþjálfi eins og þú ert frábær manneskja

Unnur (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband