Garpur..

Ég verð nú bara að vera stolt af mér... í gær gekk ég Leggjarbrjót og í dag fórum við í Landmannalaugar og gengum þar í þessu stórkostlega, litríka umhverfi.

Leggjarbrjótur er alveg stórkostlegur, mjög fallegt umhverfi þar sem farið er frá Þingvöllum og gengið með Öxará, meðfram Botnsúlum og niður í Botnsdal þar sem maður sér glitta í Glym.  Ánægjan með að hafa farið þetta, og gleðin yfir að hafa sigrað púkann sem sat á öxlinni og tautaði allan tíman: þú kemst þetta ekki, þú kemst ekki alla leið, en ég komst samt án þess að vera síðust eða vera alveg búin.  Síðan var farið í Gufu á Laugarvatni og að borða þar. Þetta var frábær dagur í góðum félagskap.

Mér finnst þessir dagar vera bestir þar sem við njótum þess að vera saman, þessa daga geymi ég í hjartanu fyrir hina dagana sem eru ekki svona góðir, það má segja að þetta sé gleðibankinnTounge

Jæja læt þetta duga í bili...


Kominn tími á blogg?

Jú, ætli það ekki, ég hef verið frekar löt við það upp á síðkastið, en bæti bara úr því núna.

Örvar er kominn með bílpróf!!!!  Mér finnst ég ekki nógu gömul til að eiga strák með bílprófTounge.  Hann keyrði heim frá Selfossi í gær og ég fékk ekki nema þrisvar fyrir hjartaðLoL.  Ég er búin að lesa honum pistilinn, hann verður er gera svona og ekki gera svona, og svo framvegis ( tuð, tuð, tuð)

 Hún Telma mín er búin að vera í rúmlega 2 vikur í burtu, hún kemur heim næsta fimmtudag, ég hlakka rosalega til að hitta hana, enda er þetta aaaaaallllltof langur tími.  En hún skemmtir sér, er það ekki fyrir mestuWink?

Á eftir er ég að fara ganga Leggjarbrjót, frá Þingvöllum niður í Botnsdal í Hvalfirði,  ég hlakka þvílikt mikið til.  Reyndar er frekar þungbúið úti, úðarigning en logn.  Það kemur sér vel að hafa keypt sér nýjan regngallaCool.

Ég er komin niður um 5 stærðir af fötum!Wizard  Ég var farin að nota 52/22 en er komin niður í 42/14,  það er bara gaman, en ég má ekki kaupa mér fleiri föt alveg strax, því að þau verða fljótt of stórW00t, já vigtin er farin að hreyfast aftur, enda er ég farin að synda einn og hálfan km á dag og fer í gönguferð amk einn og hálfan tíma á dag. ´Suma daga finnst mér ég ekkert gera að gagni nema hreyfa mig, ég klofa frekar bara yfir ruslið á leiðinni útBlush.

Svo byrjar skólinn bara eftir mánuð!  Ég hlakka rosalega til, næst síðasta önninJoyful í Fsu og ég sem hélt að ég yrði þarna alltaf.  Næst er að spá í framhaldsnámiCool, ég hef áhuga á svo mörgu svo að það verður erfitt að velja eitthvað eitt, kannski læri ég bara allt sem mig langar til að læra og verð eilífðarstúdentLoL.

Læt þetta duga í bili, ef þið heyrið að Landhelgisgæslan hafi sótt einhvern inn á Leggjarbrjót...........´þá vitið þið hver það erWink

 

 


sóðaskapur...

Verð að æsa mig aðeins.......

Þegar við vorum að njóta náttúrunnar um helgina, og í annan tíma reyndar, stakk mig mjög sóðaskapur fólks.  Hvar sem við fórum var rusl, tómar safafernur, bréf utan af sælgæti, gosflöskur og sígarrettu stubbar,  ég er nokkuð viss um að þetta voru ekki börnin heldur fullorðna fólkið sem skildu þetta eftir ( amk stubbanaAngry).

Ég geng mikið á reiðvegum og tek eftir því að það er mikið af bjórdósum og gosflöskum, ef að fólk getur tekið þetta fullt með sér, af hverju getur það ekki tekið það með sér tómt!!!Angry

Mér finnst við ekki bera næga virðingu fyrir náttúrunni,  það eru ekki bara einhverjir hólar upp á fjöllum sem skipta máli heldur það sem er okkur nær, hvar eru umhverfissinnarnir þegar ruslið er annars vegar.

Hef þetta gott í biliWink


one mountain down xxxxxxx to go

Jamm, ég skellti mér á Vörðufell í vikunni, 401 m hátt stóð á gps tækinu, reyndar var það örugglega hærra,eitthvað svona svipað Tounge everest.  Það var sko gaman að fara þarna upp, sérstaklega þar sem ég var búin að ímynda mér að ég kæmist ekki hálfa leiðAngry en dásamleg tilfinning að vera komin upp, mér fannst ég bara hafa sigrað heiminn.

Við hjónin ásamt yngsta barninu fórum í ferðalag.... á Þingvelli.  Mikið rosalega eigum við fallegt land, náttúran svo falleg, jafnvel þó að það hefði verið mökkur af mýi þá var þetta æðislegt.  Við gengum um og skoðuðum, lékum okkur, lágum í leti og átum, bæði mýflugur og ýmisleg annað ( okkur ætti ekki að skorta prótein eftir þessa ferðLoL.)  Í morgun vöknuðum við í rjómablíðu og sátum bara úti og sóluðum okkur.  Við fórum í sund á Borg í Grímsnesi, mæli með því, æðisleg aðstaða þar.

Ég fór í messu áðan,  alltaf veit hann Eiríkur hvað ég er að hugsa, hann var að tala um hvernig við iðkum trú okkar, það er ekki endilega nauðsynlegt að fara alltaf í messu á hverjum sunnudegi, bara það að signa sig á morgnana og börnin sín þegar þau eru að fara að sofa, kenna þeim eina bæn sem þau geta farið með og notað ef þeim finnst þau þurfa auka styrk eða finna ró.  Mér finnst nauðsynlegt að börnin okkar viti af þessum möguleika, Kristi eða Guði, að það sé til einhver máttur sem þau geta leitað til, þó að það þurfi ekkert endilega að vera eitthvað "hallelújadæmi"  Bara smá hugs, svona í sólinniWink

Hafið það gott í sólinni, munið eftir sólarvörninni.............knús

 


Bara leti...

Það er nú ekkert annað en leti sem kemur í veg fyrir að ég bloggi,  ég er bara að dunda mér í hinu og þessu.

Sonur minn varð 17 ára á sunnudaginn, mér finnast ekki komin 17 ár síðan ég átti hann, mér finnst ég ekki nógu gömul til að eiga svona gamlan strákTounge.  Hann er örugglega eitthvað að villa á sér heimilidir því hann er bara 10 áraGrin ( soldið stór eftir aldri en hvað með það).

Ég fékk svo skemmtilegt símtal í gær, svilkona mín var að segja mér að vinkona hennar hefði haldið að maðurinn minn væri kominn með viðhald!  En það var víst bara égLoL, bæði búin að grennast og eins og hún orðaði það: búin að draga frá. Hún sagði að það væri búið að birta svo mikið yfir mérJoyful Það er ekkert verið að flækja hlutina hér, viðhaldið og eiginkonan í einni og sömu konunni.  Það er alltaf gaman að heyra svona.

Hrós.... mér finnst fólk hrósa alltof lítið,  (ég er ekki að meina mér) almennt talað þá er fólk miklu fúsara til að finna að fólki heldur en að hrósa því.  Hrós getur haft mikil áhrif, það getur alveg bjargað deginum fyrir mann ef manni er hrósað.  Svo þarf maður líka að geta tekið hrósi, það er ekkert gaman að hrósa einhverjum sem ekki getur tekið því heldur mótmælir og dregur úr, maður á að taka við hrósinu með brosi á vör því að maður á það örugglega skiliðCool.

Jæja nú ætla ég að fara að pakka eldri dótturinni niður, hún er að fara á morgunCrying En það verður rosa gaman hjá henni.

Hafið það gott og hrósið einhverjum í dagWink


úps

ég vistaði færsluna óvart og var ekki nærri búin!

Mig vantar að losna við tíu kíló í viðbót og þau vilja ekki faraAngry  Þarf að finna mér eitthvað nýtt, ég reyni að borða lítið og hollt og hreyfa mig á hverjum degi en þau sitja sem fastast, búin að sitja föst síðan um páskaDevil  En ég græði alla vega mikið á því að ganga í sólinni því að ég held ég hafi aldrei orðið svona brún, hér heima, síðan ég var barn, ég er nefnilega orðin heilmikið brún, kannski finnst mér það bara vegna litlarleysisins á höndunumTounge

Jæja hafið það rosagott

 


bara 67 dagar....

Jamm BARA 67 dagar þangað til að við förum til ÍtalíuGrin, það er sko ekki langur tími miðað við að hafa pantað í janúarTounge  Ítalía er eins og fyrirheitna landið fyrir mér, ég held að það sé bara frábært að vera þar.

Nú er yngri stelpan mín á leiklistarnámskeiði í Borgarleikhúsinu, hún er hjá bróður mínum og mágkonu og er rosa ánægð með allt saman, við höfum báðar mjög gott af þessu því að ég er að gera mér grein fyrir því hversu háðar við erum hvor annarriBlush.  Mér leið bara illa í gær þegar ég vaknaði og engin Sandra en það verður gaman að hitta hana á föstudaginn, þá á að vera leiksýning á nýja sviðinuInLove ég er hrikalega montin.

Svo styttist í það að Telma mín fer til útlanda í þrjár vikur, það er svo mikið að gera hjá henni að hún verður ekki mikið heima í sumar.  Hún hefur nú aædrei farið svona lengi í burtu frá mér áður, ég held að ég þurfi bara áfalla hjálpFrown

Kannski er bara komin tími á að venja undan sér! Eða venja mig af þeim frekar því að ég er frekar eigingjörn og vil bara hafa alla mína hjá M'ER.

Ef ég fengi að ráða myndu þau aldrei fara að heimanFrown


I´m back....

Jæja þá er ég komin aftur úr skuggunum þar sem eina hugsunin er að enda þetta annars ágæta líf ( finnst mér núna).  En ég má þakka fyrir það að þetta eru nokkrir vondir dagar svo eru allir hinir góðir en fyrir 2 árum síðan voru allir dagar vondir nema það komu einn og einn góður, svo að ég hef ýmislegt að þakka fyrir. 

Takk fyrir kommentin stelpur, alltaf gott að fá hvatninguSmile

Er núna komin aftur á útopnu í öllu, að ganga, synda, mála pallinn og hugsa um allan matinn sem mig langar íBlush.

Eldri stelpan mín er á reiðnámskeiði og er búin að vera frá því á mánudag og við eigum að sækja hana í dag og ég hlakka þvílíkt til, hvernig verð ég þegar hún fer til útlanda í þrjár vikurFootinMouth??

Strákurinn minn er að verða 17 ára og bílprófið því á næsta leytiFrown, ég vona bara að hann sýni sinn innri mann og geri enga vitleysu undir stýri.Halo

jæja hef þetta ekki lengra í bili, hafið það gottKissing


of fljót að fagna.....

Ég hef það ekki nógu gott þessa stundina,  mér líður eins og ég sé í kafi og nái ekki andanum,  það hefur dregið fyrir sólina og á hverri  sekúndu þarf ég að taka mig á, muna eftir hvað fjölskylda mín þarf að ganga í gegnum þegar mér líður illa þá líður þeim verr því að ég er hrikalega erfið þegar ég er í þessum ham.

Og það þýðir ekki að segja: hresstu þig við eða hristu þetta af þér, ekki er sagt við sykursjúka manneskju að hrista þetta af sér eða þetta líður hjá.  Vissulega reynir maður að vera glaður og hress en það er frekar mikið erfitt þegar eina hugsun manns er að leggjast upp í rúm og sofna og vona bara að maður vakni ekki aftur.  Það má líta þunglyndi sömu augum og sykursýki, það er sjúkdómur sem liggur í dvala með hjálp lyfja en þegar köstin koma geta þau verið lífshættuleg, þannig að þegar er tekið létt á þunglyndi þegar það er í virkum fasa er kæruleysi líkt og að taka sykurfall sykursjúkrar manneskju sem einhvern léttvægan hlut.

Mikil ósköp, ég lít út fyrir að vera í lagi, út í frá eða ef það koma gestir, það fær enginn að sjá hvernig þunglyndið gagntekur mig nema þeir sem síst ættu að kenna á því, fjölskylda mín.

Fjölskyldan mín, maðurinn minn og börnin eru kletturinn í lífi mínu, ef það væri ekki fyrir þau þá væri ég ekki hér. 

En í bili ætla ég að hugsa um hvert augnablik fyrir sig og komast aftur í ljósið og sólina sem skín hvernig sem manni líður, alla vega þessa stundina.

Hafið það gott......ég ætla að reyna það.....


það birtir alltaf upp um síðir.

Jæja, þá er maður komin sólarmegin aftur í lífið, púkinn minn lagði mig að velli í nokkra daga en ég vann þessa lotu svo að ég er hin sprækasta aftur.  Raunar held ég að maður hafi bara gott af því að berjast við púkann, maður verður svo óskaplega glaður þegar maður er búin að vinna hann og kominn aftur í ljósið og sólinaSmile.  Ég er allavega yfirmáta hamingjusöm með lífið og tilveruna í dag.

Ég er búin (eiginlega alveg) að kaupa mér hestTounge, svo að nú er ég HESTAMAÐUR/KONALoL.  Ég fékk lánaða alveg dásamlega meri sem er alveg yndisleg, núna förum við mæðgur í útreiðatúra, það er rosalega gaman.

Ég er með svo mikið á dagskránni að mér endist ekki dagurinn til að gera allt sem ég ætla mér að gera, ég reyni að halda heimilinu þokkalegu, reyni að gera eitthvað gagn í minkunum, fer í gönguferð ( minnst klst á dag), fer á hestbak, reyni að fara í sund, kannski verð ég að fá mér auka tíma í sólarhringinn eða bara skipuleggja mig betur.

Ég læt þetta duga í bili, hafið það sem bestKissing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband