Sumar og sól??

Auglýsi hér með eftir sumrinu og sólinni, fundarlaun í boðiCool

Maður er orðinn soldið þreyttur á rokinu, en maður verður að hugsa jákvætt, það er hressandi að berjast á móti rokinu og heyra í Tjaldinum vera að tapa sér yfir því að maður sé kominn of nálægt hreiðrinu hans.  Allt er komið af stað grasið, tréin, blómin og mann hlakkar til að komast út í náttúruna.

Maður er sko ekki einn þegar maður á hund til að labba  með.  Ég fór í smá glæfraför um daginn, þar sem maður þurfti virkilega að klöngrast yfir kletta og skriður og hundurinn minn kom með mér, hann fór allt sem ég fór og ef hann komst ekki sömu leið og ég hætti hann ekki fyrr en hann fann leið, hann fór stundum á undan mér til að athuga hvort það væri óhætt að fara þessa leið og hann snéri við og beið eftir mér ef ég átti í einhverjum erfiðleikum með að komast áfram, það er gott að eiga góðan hundHeart

Ég hef það bara mjög gott, fer út að ganga og í sund, reyni þess á milli að þykjast gera gagn,  er að sauma teppi, eitthvað sem ég hef ekki gert í mörg ár svo að ég er að rifja það upp sem er mjög gaman.

Ég hlakka til næsta dags og ég held að það sé það sem máli skiptirSmile

 


er hundfúl

var búin að skrifa helling og allt gáfulegt.

Prófa kannski á morgunAngry


meira um göngur.......

Set hér inná tengil inn á síðu með skemmtilegum göngum um fallegustu sveit landsins ( fæ prik hjá eiginmanninumWink) http://www.hrunamannahreppur.is/news.asp?id=536&news_ID=459&type=one

Ég ætla að reyna að fara í sem flestar, svo endilega komið meðWink

Hef bara það bara nokkuð gott, vantar bara aðeins minna rok, þá væri hægt að gera eitthvað útivið, maður nennir eiginlega engu í þessum belgingi, þegar maður er með öll vit full af mold og drulluAngry EN það er líka kostur við rokið, sko maður hefur það allavega í bakið aðra leiðinaTounge og maður brennir ágætlega við að fá það í fangið. 

Jæja skólinn er búinn hjá öllum svo að núna er bara letilíf hjá okkur mæðgum, vakna þegar við viljum og förum að sofa þegar við viljumCool, nei, nei það er nú ekkert svoleiðis, það er ýmislegt sem liggur fyrir, smíða pall, mála pallana sem eru fyrir, liggja í sólbaði, fara í sund og margt annað sem er rosalega skemmtilegt.

Nú er stefnt á að fara á Gullkistuna  við Laugarvatn á þriðjudaginn, tók smá æfingu í dag og fór upp á Núpstúnskistu með vinkonu minni sem var alveg frábært, maður þarf bara fara á sínum eigin hraðaHalo  Ekki ímynda sér að maður sé algjör aumingi þó maður geti ekki hlaupið upp á fjöll, maður gerir það sem maður getur, og væntanlega ekki meira en það.

Hef þetta gott í bili....

 


skrýtin....

Ég er stórskrýtin í dag, já meira skrýtin en venjulegaWink  Ég ætlaði að vera með í gönguklúbbi en mitt þol er ekki svo gott að ég geti gengið á fjöll ( verð lafmóð ef ég labba upp brekkuBlush þrátt fyrir að hafa markvisst reynt að auka þolið) en mig laaaangar svoooo að ganga á fjöll og er þessa stundina að rífa sjálfa mig niður fyrir aumingjaskapinnBlush ég veit að ég er ekki sanngjörn gagnvart sjálfri mér en púkinn á öxlinni er ansi hávær svo að ég er frekar niðurdregin þessa stundina.  Ég er að reyna að segja mér að kannski er ég bara of óþolinmóð, þetta eigi allt eftir að koma, það taki bara tíma, en ég vil að það gangi NÚNA.  En jæja ég hlýt að geta þetta einhvern tíman, þarf bara að læra að  gefa sjálfri mér smá kredit, ekki einblína á fjallaleysið heldur þá staðreynd að ég labbaði 13 km í gær ( fyrir hádegiShocking)

Set Hvannadalshnjúk í salt, held áfram í brekkunum í kringum mig þetta hlýtur allt að komaCool

Seinna............


Forréttindi....

Ég er mikil forréttindamanneskja... ég tel það vera forréttindi að eiga falleg og heilbrigð börn, góðan mann, stórt hús, flottan bíl, mikil forréttindi og geri mér fulla grein fyrir því.  Maður þarf að staldra við og finna ilminn af rósunum, ekki alltaf flýta sér og fá sér eitthvað nýtt og gleyma kannski að einhver annar sem er ekki eins heppinn á ekki helminginn af því sem maður á sjálfur. 

Stundum verður mér illt einhvers staðar (ekki óalgengt þegar maður er með vefjagigt) þá vill maður detta í þann gírinn að vorkenna sjálfum sér en hvað um þá sem geta ekki farið út að labba? eða þá sem ekki geta hoppað upp í bíl og farið þangað sem þá langar til, vegna fötlunar eða sjúkdóms.  Hugsið ykkur hvað ég er heppin. 

Ég rakst á góða síðu um vefjagigt læt hana fylgja hér.  www.vefjagigt.is

Hafið það gott um Hvítasunnuna


Geðlyf.........

Núna undanfarið hefur fólk farið mikinn í því að setja út á geðlyfin, þau eru í einhverjum mæli rangt notuð, ég get alveg tekið undir það, en það má ekki gleyma öllum þeim sem þau hjálpa.  Geðlyfin hafa breytt mínu lífi, alveg gersamlega, þegar minn kokteill var fundinn, ég fór um svipað leyti á félgsfælninámskeið sem hjálpaði enn meira til. 

Einu sinni var sagt við mig, "Þegar ég er þunglynd fer ég bara að ryksuga og þá er allt í lagi".  Það dettur ekki nokkurri manneskju sem er illa haldin af þunglyndi að ryksuga! Bara ekki!  Kannski er þetta viðhorf alltof útbreytt:" þetta er bara aumingjaskapur og hristu þetta af þér", ef að það væri bara svo auðvelt, þá væri ég ekki að éta þessi geðlyf, maður er að leita eftir einhverri lækningu og vill grípa það sem gefst, læknar vilja gera allt, alla vega minn læknir, fyrir sjúklingana sína og þá er gripið til geðlyfja. 

Það er reyndar alveg rétt að það þýðir ekki bara að gefa lyf heldur þarf meira. einhverja meðferð sem er sniðin að þörfum hvers og eins.  Það vantar meira framboð af meðferð, því að ekki vilja né geta allir gert það sama.

Mesti gallinn við lyfin er ef til vill sá að fólk bíður eftir að lyfin virki en gera ekkert sjálft, maður verður að vinna með lyfjunum.

Ég hef á undanförnum 10 árum þyngst um 40 kg og búin að reyna allt mögulegt og ómögulegt reyndar líka til þess að léttast.  Það var ekki fyrr en sálin mín var komin í lag að ég gat tekið á þyngdinni, síðan í október hef ég lést um 27 kg.  Ég þori hér um bil að fullyrða að ef ég væri ekki á þessum lyfjum væri ég ekki á lífi, ekki að springa úr hamingju vegna þess að það er svo rooooosalega gaman að lifa

En ég hef það annars bara gott..........


Búin..............

- Að fara á bekkjarmótSmile  Ég fór og ég lifði það af, reyndar munaði mjög litlu að ég snéri við á hlaðinu, EN ég fór inn og ég hitti Löllu, Önnu Þóru, Möggu Auði, Hafdísi, Sibbu og fullt af fleira fólki.  Þetta var bara gaman.

-Ég er mjög stolt af mér að hafa farið og þó að ég hafi farið fyrst heim þá var þetta gríðarmikill sigur fyrir mig. Húrra fyrir mér.Grin

Smá mont, labbaði 55 km í þessari vikuShocking  Það á að stofna gönguhóp hérna, stofnfundur í kvöld........hugsa um að mæta þar og verða stofnfélagiCool

Jamm látum þetta dugaW00t


Náði öllu......

Jæja nú erum við mæðgin mjög hamingjusöm, við náðum öllu, með bravörWizard.  Þó að ég hafi nú hér umbil vitað það þá létti mér samt.  Örvar er öruggur í ML næsta haustSmile, en núna er hann komin heim til mömmu , mér til mikillar ánægju, honum kannski ekki alveg jafnmikið en það er nú alltaf gott að vera hjá mömmu sinniTounge

Það er sólarhringur í bekkjarmótið og það er farinn að myndast stór og myndarlegur kvíðahnútur í maganum en það er ekkert sem tvær viský og kíló af róandi lagarW00t  Hlakka til að hitta alla, reyni að horfa jákvætt á þetta allt saman, verð samt fegin á sunnudaginnCool

Læt þetta duga í bili................................................


Josh Groban.........bara æði.....

Þessi dásamlegi eiginmaðurHeart minn gaf mér miða á Josh Groban og þetta eru laaaaannnnggggg bestu og flottustu tónleikar sem ég hef farið á. Þegar hann lauk tónleikunum með "You raise me up" þá táraðist mín bara.  Alveg dásamlegt bara alveg!InLove

Ég fór í göngutúr áðan og það var úðarigning en svo æðislegt veður þrátt fyrir það, allt ilmaði svo vel, grasið, tréin og mosinn, þetta er æðislegur árstími, allt að lifna og fæðas, fuglasöngurinn allt í kring og hlusta á Josh Groban  í Ipodinum, það verður varla betraCool

Það styttist óðfluga í bekkjarmótið, bryð 100gr af róandi og eina vískýflösku með, nei,nei mesta tilhlökkunin er að hitta Löllu vinkonu og sjá alla hina aftur.  Neita því samt ekki að kvíðinn er farinn að gera vart við sig, en þetta verður bara gaman. ( Hugsa bara um Josh, þá er allt í góðuTounge)

Læt þetta duga í bili................


Dásamlegt líf.....

SteingeitSteingeit: Þú þráir eitthvað meira spennandi en ævintýri, og það er tilbreyting og úrval, meira úrval og svo meiri tilbreytingu. Reyndu bara nýja hluti og bara eins og þú vilt þá.
Sko mér finnst ég lifa í ævintýri alla daga, ég er mest hrædd um að vakna af þessum draumi.
Dóttir mín sagði við mig um daginn " mamma þú ert bara alltaf í góðu skapi" hvernig var ég þá fyrst að hún hefur ástæðu til að segja svona, mikið ósköp, ég er mjög ánægð yfir þessum ummælum og það er satt ég er eiginlega alltaf í góðu skapi,  Það er svo gaman að vakna á morgnanna og hugsa mikið er dásamlegur dagur í dagSmile frekar en að vera fúll yfir því að vakna yfirleitt.  Maður áttar sig ekki á því hvað maður er rosalega heppin fyrr en maður hefur reynt hitt, að vera svo niðurdregin að eina sem kemst að er að hvernig maður getur endað þessa tilveru.  Ég verð að segja þó það hljómi væmið að ég er eiginlega ástfangin af lífinu, þetta er eins og að hafa verið í dimmu herbergi og koma svo í upplýstan sal með mildri birtu.
Þessar hugleiðingar mínar má rekja til þess að það hefur svo margt breyst á síðastliðnu ári, allt til hins betra.  Ég bara er svo ánægð að ég er við það að springa.  Það hefur það enginn betra en ég, ég á þrjú falleg börn, yndislegan eiginmann, góða vini og fjölskyldu. 
Jæja ég veit að þetta er hræðilega væmið, so what! Þetta er mitt blogg og ég segi það sem mér sýnistGrin
Klappa fyrir Fríði sem er búin með þroskaþjálfann og mér þykir svoooooo vænt um, klappa fyrir Svandísi sem stendur sig eins og hetja með allt sitt, klappa fyrir mér af því að ég er svo frábærLoL
Meira síðar....................

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband