9.5.2007 | 21:59
jæja, sumarfrí............. jibbi, jibbí
Nú er ég búin með skólann í bili, held mér hafi gengið ágætlega í enskuprófinu, fæ allavega 4,5Þetta skólaár hefur verið mikið ólíkt þeim fyrri, bæði ég hef alveg tekið þátt í hópverkefnum og getað skilað frá mér verkefnum munnlega á sómasamlegan hátt. Svo sakar náttla ekki að vera búin að missa slatta af kílóum, það eflir sjálfstraustið líka. Ég er búin að ákveða að á næstu önn ætla ég ekki að tala við námsráðgjafa til að láta kennarana vita af félagsfælninni, en ég held að þeir þurfi að vita af þunglyndinu, þó að sá djöfull sé einhversstaðar laaaaaangt í burtu í augnablikinu.
Ég er að verða algjör aumingi, hundurinn okkar, hann Bangsi, var eitthvað lasinn og ældi á gólfið og ég byrja að kúgast og kúgast og er eiginlega ekki alveg búin að jafna mig hálftíma síðar, hvað varð um manneskjuna sem gat skipt á skítableyjum og þurrkað upp hvað sem var, ég bara spyr, merkilegt hvað maður getur breyst, þó að maður sé kominn hátt á fertugsaldur
.
Ég er alveg að ganga af göflunum, sko, gekk upp á Flúðum ( 7 km) og heim aftur ( aðrir 7 km) sko maður er náttúrulega ekki í lagi. En meðan mér líður þokkalega er þetta allt í góðu.
Ég hef áhyggjur af yngri dótturinni, henni er alltaf illt í höfðinu og þegar ég spyr um vinina þá segir hún að hún eigi enga , ég býð henni að tala við foreldrana en hún vill það ekki, því að hún er hrædd um að það geri hlutina enn verri, en hvað á maður að gera, það sker í móðurhjartað að standa hjá og geta ekkert gert. Alla vega get ég farið með hana til læknis og athugað af hverju höfuðverkurinn stafar, þó ég sé nokkuð viss um að hann stafi af streitu. 10 ára stelpa með höfuðverk vegna streitu! Er þetta ekki tíminn til að vera bara til og leika sér og vera áhyggjulaus? Það er kannski til í því sem hún segir, að hún þurfi að komast í annan skóla, en ég er ekki tilbúin til að gefast upp á þessum skóla, enda svosem ekkert farið að gera í málunum annað en að tala við kennarann. Það er stutt eftir af skólanum, ég verð bara vera dugleg að hvetja hana til að bjóða e-m heim í sumar
Hún fer á leiklistarnámskeið hjá Borgarleikhúsinu og það ætti að efla hjá henni sjálfstraustið, ég ætla að vera í Kringlunni á meðan frá 10 - 16 í FIMM daga, jamm þetta verður dýrt
En ég ætla allavega að knúsa alla mína og ég legg til að þið gerið það sama.
Knúúúúúúúúúúúússsssssss
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2007 | 07:29
Nú er betra að hlýða....
Stjörnuspá


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2007 | 11:25
Eitthvað annað en að læra.................
Ég er að sofna yfir ensku leikriti, THe Importance of Being Earnest eftir Oscar Wilde. Þetta er svosem alveg ágætis leikrit, en málið er í 19. aldar stíl svo að það er mikið um lööööng óþarfa orð sem ég verð að fletta upp í orðabók, en þetta leikrit er ritgerðarefni á enskuprófinu sem verður á miðvikudaginn. Það er miklu betra að eyða tímanum í að blogga einhverja vitleysu en að læra
Við hjónin gengum í gær í kringum eitt fjall, mér fannst ég vera þokkalega dugleg að labba en þegar maðurinn minn elskulegur er með mér, þá virðist mér ég ekki ganga neitt rosalega hratt, þegar ég var hætt að geta andað, þá bað ég hann um að hægja aðeins á sér ef að hann vildi ekki þurfa að bera mig heim. Þó að það séu nokkur kíló farin þá er enn slatti eftir svo að mér verður ekkert slengt yfir aðra öxlina
.
Við hjónin vorum ein heima í gær, dæturnar fóru í vorferðalag með kórnum svo að við vorum bara tvö gömlu heima, ferlega skrýtið, en svo rættist úr því, það komu gestir svo að við þurftum ekki að reyna að tala saman.
Á laugardaginn var fermingarveisla nr. 2, við buðum frænkum sem ekki komust í veisluna í mat og fórum síðan á karlakór Selfoss í Félagsheimilinu. Þeir byrjuðu á Árnesþinginu svo að maður fékk gæsahúð og alles. Það eitthvað við svona söng. Þetta var bara gaman.
Jæja hafið það gott, er farin að lesa leikrit.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2007 | 13:03
prófa aftur með myndir
Hér er spennan í hámarki, Liverpool yfir 1-0 og liðin jöfn eftir tvo leiki svo að leikurinn fór í framlengingu.
Komin í vítaspyrnukeppni, Pepe Reyna ( stafsetning ekki alveg á hreinu) varði 2-0 f Liverpool
Hann varði aftur, Liverpool búið að vinna.
Það kom að því að ég sæti yfir fótbolta leik, en reyndar horfði ég ekki á fótboltan heldur alveg í hina áttina, svo á þetta að vera fullorðið fólk!
Reyndar var hann ekki einn heldur var annar jafngáfulegur
Gaman að þessu
En úr því að ég get orðið sett myndir hér þá ætla ég að setja eitt myndband af fimleikastelpunni
Þetta eru Sandra og Júlía að dansa.
Læt þetta duga í bili................farin í göngutúr, bara stuttan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2007 | 07:14
ótrúlega dugleg...
Jæja, nú er komið að því, ég ætla að monta mig ( því að það kemur aldrei fyrir) Á síðustu þremur dögum er ég búin að ganga 37 km. Já, þetta er náttúrulega bilun, enda hef ég aldrei haldið því fram að ég væri heil á geðsmunum. En það er búið að vera alveg dásamlegt veður, eins og þið hafið væntanlega tekið eftir, og ekki hægt að vera inni og taka til
. Ég gekk gönguskóna mína eiginlega í tætlur svo að ég fór í gær og keypti mér nýja. Og auðvitað fór ég í nýju skónum í göngutúr í gær og lappirnar á mér bera þess merki
blaðra hér og eymsli þar, en þetta er nú bara það sem fylgir því að eignast nýja skó!
Annars er ég búin með hálft próf ( munnlegt í ensku) og á þá bara skriflega enskuprófið eftir. Ég þarf ekki að taka íslenskupróf því að ég fékk átta í annareinkun
. Það léttir nú heilmikið á hjá mér.
Ég fór á fimleikasýningu hjá yngri dótturinni og ætla að láta hér fljóta með myndband af því, ef það heppnast
Sko annað hvort er það ég ( sem mér finnst mjöööög ólíklegt) eða netið sem er svona hægvirkt þannig að ekkert gengur í að setja myndir og þess háttar, svo hef ég ekki grænan grun um hvort að það birtast einhverjar myndir eða ekki %&@! þannig að ég læt þessu lokið í bili ( frekar pirruð yfir þessu %&@! neti).
Hafið það gott í dag og ekki láta netið ergja ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.4.2007 | 09:36
Bubbles.... leikur skrattans!
http://www.leikjanet.is/?gluggi=leikir_spila&leikur=158
Þessi leikur er alveg hrikalega ánetjandi, maður sogast að honum eins og fluga að ljósi og Zapp maður er fastur í gildru hans, það ætti að vera viðvörun á honum t.d. hentar ekki húsmæðrum sem sitja í draslinu og þurfa að auki að læra undir próf, gæti haft skaðleg áhrif á árangur í tiltekt og lærdómi.
Ég hef það annars bara ágætt, er að vísu með svo mikinn svima að það er eins og ég hafi drukkið 20 bjóra, eina vískiflösku og nokkur skot. Það er svolítið fyndið að sjá mig, það er eins og ég sé full, ég þarf að ganga með veggjum ef ske kynni að ég myndi missa jafnvægið. Þetta eru nú bara afleiðingarnar af því að liggja upp í rúmi til hádegis í gær, ég fékk vöðvabólgu sem virkar svona skemmtilega, en það verður í góðu lagi því ég fer í sjúkraþjálfun á þriðjudaginn.
Fór á tónleika Karlakórs Hreppamanna í gær, alveg frábærir tónleikar. Það er gaman að sjá fullt af körlum af öllum stærðum og gerðum að þenja sig uppi á sviði í Suðurnesjamönnum eða Árnesþingi, maður fær bara gæsahúð
Stundum fæ ég svona flog ( ekki alvöru flog) svona guðminngóðurhvaðerégbúinaðgera flog, þegar ég uppgötva hversu bekkjarmótið nálgast, en ég drekk bara 20 bjóra, eina viskí og nokkur skot, það gæti verið vandkvæðum bundið því mér finnst þessir ágætu drykkir alveg forvondir en þá þigg ég þessar hendur sem mér hafa verið boðnar.
Eftir að ég fór á félagsfælninámskeiðið hef ég litið á svona hluti sem áskorun, ég tek áskoruninni og veit að mér líður betur á eftir, en guð hjálpi fólkinu mínu viku áður en mótið er, ég verð örugglega rekin að heiman og fæ ekki að koma heim fyrr en ég hef róast aftur.
En ég er hætt að hlaupa í felur með hluti og læt því allt flakka............
Ég var að skila verkefni um meðvirkni og las bók sem heitir aldrei aftur meðvirkni, ég held að þessi bók ætti að vera skyldulesning, því að allir eru einhvern tíman meðvirkir. Ég er allavega bullandi meðvirk og ætla mér að nota sumarið til að bæta úr því.
jæja best að hætta og fara að læra (bubbles) Hafið það rosa gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.4.2007 | 12:09
Fegin að sumir draumar rætast ekki....
Mig dreymdi draum í nótt sem snérist um það að ég var að reyna að finna leiðir til að enda líf mitt, frekar ömurlegur draumur.............. EN þegar ég vaknaði var ég alveg í skýjunum yfir að þetta var draumur því að maður vaknar jú alltaf á endanum. En þessi draumur minnti mig á verri daga og það að ég gleymi kannski alltof oft að þakka fyrir allt það góða sem ég á, bæði vini og vandamenn svo ég tali nú ekki um eiginmanninn sem er kletturinn í lífi mínu.
Allavega finnst mér ofboðslega vænt um ykkur og kannski segi ég það ekki alltaf en mér finnst það samt
Takk fyrir mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.4.2007 | 15:36
Þreytt en ánægð..........
Jæja nú á ég bara eftir að ferma eitt barn, það er eftir þrjú ár en ef að þessi þrjú ár líða jafnhratt og síðustu þrjú ár þá er næsta ferming hér um bil á morgun
.
Fermingin gekk vel, við höfum alveg frábæran prest, ræðan hjá honum var hreint stórkostleg, ekki væmin, ekki langdregin heldur bara falleg og skemmtileg, og einhvern vegin tekst honum að koma hugsunum mínum alltaf í orð. Mamman var bara komin með tár í augun og allt.
Fermingarbarnið stóð sig eins og hetja, var ( er) alveg dásamlega falleg og var okkur foreldrunum til mikils sóma.
Veislan var á Hótel Flúðum, ég mæli sko með því, fólkið það var á þönum og snérist í kringum okkur eins og við værum kóngafólk, allir voru svo ánægðir með veitingarnar, ekki síst ég.
Ég er í skýunum yfir þessu öllu, væntanlega eins og þið sjáið.
En núna tekur alvaran við, síðasta vikan í skólanum framundan og svo koma próf en það þýðir ekki að vera að fara á límingunum yfir þeim , þau eru nú ekki nema tvö og hálft svo að þetta hlýtur nú allt að ganga vel.
En svo er ég komin í SUMARFRÍ.
Jæja læt myndir fljóta með, það er að segja ef ég kann það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.4.2007 | 08:54
Fortíðin.........
Ég hef ekki enn getað höndlað fortíðina, það sem ég gerði, það sem aðrir gerðu og það sem hefði frekar átt að gerast. Núna í vor er TUTTUGU ár síðan ég útskrifaðist úr gagnfræðaskóla og það á að vera bekkjarmót, einhvern vegin get ég ekki hugsað mér að fara, mér leið ekki mjög vel á þessum árum, fannst ég ekki passa inn í hópinn og vera svolítið utangátta. Það sem stendur uppúr er að ég eignaðist vinkonu, Löllu, sem vill svo skemmtilega til að ég er að endurnýja kynnin við , einmitt í gegnum bloggið.
Það sást ekki utan ámér hvernig líðan mín var, ég var afbragðs nemandi, þæg og góð, mætti alltaf á réttum tíma og reif aldrei kjaft eða neitt, en undir kraumaði þvílík vanlíðan sem ég er enn að vinna úr og er á góðri leið með að vinna bug á þessum tilfinningum.
Það er merkilegt hvernig maður verður eins og áður þegar maður hittir e-n sem var með manni í skóla, ég finn alltaf sma vanmáttinn og mig langar mest til að hlaupa út, þessir krakkar vita ekkert af þessu og þetta er heldur ekki þeim að kenna, því að þetta er baráttan við sjálfa mig.
Ég var að skoða bekkjarmyndirnar og það er ein af mér frá því í áttundabekk, getiði nú hver ég er
http://www.argangur71.blog.is/album/Bekkjarmyndir/image/172291/
hvernig í ósköpunum fannst mér ég vera feit, reyndar var ég búin að kvíða fyrir því að sjá myndirnar því að ég hafði nú ekki mikið álit á sjálfri mér, en þessi mynd er bara ágæt, aðeins úfin, en hvenær er ég ekki úfin??
Það togast á í mér að fara og ekki fara því að mig langar til að sigrast á þessum ótta og takast á við hann og vona að ég geti lagt gaggó að baki mér, en það verður gríðarlegt átak svo að ég bara veit ekkert í minn haus, mig vantar sjálfboðaliða til að halda í hendina á mér.
En nú ætla ég að fara að hugsa um fermingu , hún er ekkíámorgunheldurhinn, vonandi er ég búin að bjóða öllum, ef ekki þá er þér boðið hér með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.4.2007 | 11:01
Þegar maður býr til hræðslu.....
Ég er búin að segja oft og mörgum sinnum að ég sé skíthrædd við hesta, en þegar svo er komið að ég þarf að hjálpa dóttur minni með hann Glæsi þá uppgötvaði ég að ég er bara ekkert hrædd við hesta og finnst þetta stúss í kringum þá bara mjög skemmtilegt. En þetta gengur ágætlega allt saman. Svona er þetta þegar maður ákveður eitthvað sem ekki reynist svo rétt, þá skemmir maður svo mikið fyrir sér því maður missir af mjög skemmtilegri og spennandi upplifun. Svo gerir þetta hestastúss okkur mæðgur nánari þannig að þetta er bara frábært.
Ég er að reyna að verða stressuð fyrir þessa blessuðu fermingu en það gengur eiginlega ekkert því að það er allt komið eða er á leiðinni.
Þakklæti, ég er að springa úr þakklæti fyrir að eiga svona góðan mann, við erum eins og ástfangnir unglingar og búin að vera gift í 12 ár hvernig ætli þetta verði þegar við erum búin að vera gift í 50 ár
!! Hann er svo hugulsamur, hann veit náttúrulega að ég er að reyna sleppa sykri og þess háttar, svo að hann hafði fyrir því að finna handa mér sykurlaust páskaegg, ef þetta er ekki hugulsemi þá veit ég ekki hvað það er.
Jamm nú eru farin 25kíló þetta er alveg gríðarlega mikill munur frá því sem var. Ég var alltaf síðust, alltaf móð og langaði ekkert mikið til að halda mér til því að það var eitthvað svo vonlaust en þegar maður er farinn að leggja fötum því að þau eru orðin OF stór, það er frekar skemmtilegt. Ég fór á eitt fjall um páskana ( reyndar hélt ég að ég myndi deyja á leiðinni því að hjartslátturinn var kominn upp í 170 slög á mínútu en ég er enn lifandi og bara nokkuð spræk
.
Ég ætla að láta þetta gott heita í bili, knúsist eins og þið getið, og hafið fjallið í huga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)