11.4.2007 | 10:58
Þegar maður býr til hræðslu.....
Ég er búin að segja oft og mörgum sinnum að ég sé skíthrædd við hesta, en þegar svo er komið að ég þarf að hjálpa dóttur minni með hann Glæsi þá uppgötvaði ég að ég er bara ekkert hrædd við hesta og finnst þetta stúss í kringum þá bara mjög skemmtilegt. En þetta gengur ágætlega allt saman. Svona er þetta þegar maður ákveður eitthvað sem ekki reynist svo rétt, þá skemmir maður svo mikið fyrir sér því maður missir af mjög skemmtilegri og spennandi upplifun. Svo gerir þetta hestastúss okkur mðgur nánari þannig að þetta er bara frábært.
Ég er að reyna að verða stressuð fyrir þessa blessuðu fermingu en það gengur eiginlega ekkert því að það er allt komið eða er á leiðinni.
Þakklæti, ég er að springa úr þakklæti fyrir að eiga svona góðan mann, við erum eins og ástfangnir unglingar og búin að vera gift í 12 ár hvernig ætli þetta verði þegar við erum búin að vera gift í 50 ár
!! Hann er svo hugulsamur, hann veit náttúrulega að ég er að reyna sleppa sykri og þess háttar, svo að hann hafði fyrir því að finna handa mér sykurlaust páskaegg, ef þetta er ekki hugulsemi þá veit ég ekki hvað það er.
Jamm nú eru farin 25kíló þetta er alveg gríðarlega mikill munur frá því sem var. Ég var alltaf síðust, alltaf móð og langaði ekkert mikið til að halda mér til því að það var eitthvað svo vonlaust en þegar maður er farinn að leggja fötum því að þau eru orðin OF stór, það er frekar skemmtilegt. Ég fór á eitt fjall um páskana ( reyndar hélt ég að ég myndi deyja á leiðinni því að hjartslátturinn var kominn upp í 170 slög á mínútu en ég er enn lifandi og bara nokkuð spræk
.
Ég ætla að láta þetta gott heita í bili, knúsist eins og þið getið, og hafið fjallið í huga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2007 | 13:54
Sko alltaf sagt þetta....


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2007 | 13:50
Letilíf.....
Það er alveg dásamlegt að vera í fríi veðrið er alveg dásamlegt og það er hægt að fara í göngutúra án þess að kapplæða sig, bara fara á peysunni, frábært.
Ég er svo ánægð með lífið og tilveruna þessa dagana og ef þið heyrið háa sprengingu þá vitið þið hvað það er, ÉG . Það eru bara 12 kennsludagar eftir, jibbí, þá er ég komin í sumarfrí
, en kannski þarf ég að gera eitthvað heima, bara kannski.
Svo er að styttast í fermingu, það er allt komið, held ég. Alla vega er ég nokkuð róleg, held að það sé búið að bjóða öllum
og vonandi veit fólkið hvert það á að mæta!!
Nú þarf ég að snúa mér að verkefnavinnu í sálfræði, nú er verið að taka fyrir afbrigðilega sálfræði og það versta er að ég kannast við mig í alltof mörgu en það er nú bara ég.
Hafið það gott um páskana og klífið eitt fjall ( það má vera hóll eða jafnvel þúfa)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2007 | 12:05
PÁSKAFRÍ...............jibbí
Ég á bara eftir að fara í tvo tíma og svo er ég komin í páskafrí, en ég held samt að ég hafi alveg nóg að gera. Ég ætla sofa fram að hádegi, liggja fyrir framan sjónvarpið, leggja mig seinni partinn og fara svo snemma að sofa. NEI öðru nær, ég þarf að gera rosalega margt, taka vel til ( þurrka rykið) fara í sund ( með dætrunum), ganga á fjöll ( bara lítil fjöll til að byrja með), borða páskaegg ( nr 1
), fara í heimsóknir, lesa einn passíusálm, Telma les einn og ég einn í Hrepphólum á föstudaginn langa, vera ofborðlega góð og skemmtileg móðir, ekki það að ég sé það ekki alltaf, ( kannski ekki að allra mati), fara í saumó ( borða), læra, (nokkur verkefni sem bíða). Kannski geri ég bara ekkert af þessu og ligg í leti. Ég veit ekki.
En ég hef verið að hugsa um góður, betri bestur. Af hverju fá þeir sem eru bestir alla athyglina þegar íþróttir eiga í hlut, ætti það ekki að vera öfugt, þeir sem eru slakastir þurfa mestu uppörvunina? Og af hverju þarf ALLTAF að vera að keppa? Mér finnst bara í góðu lagi að æfa eitthvað og hafa gaman að því, hvernig fer það með þá sem eru ekki bestir að þeir fá ekki að keppa af því að þeir eru ekki nógu góðir, hvað segir það um þjálfarann? Hvernig fer það með sálina? Hvað á maður að segja við barn sem segir, ég fæ ekki að vera með af því að ég er svo léleg? Mér finnst þetta ótrúlega sárt og er frekar foj út af þessu. Ég skal viðurkenna það að við erum ekki þær íþróttamannslegustu í bænum og við vitum af því, af hverju þarf þá að strá salti í sárin? Hvernig væri að hafa fleiri en einn hóp, kannski einn sem getur það auðveldasta, kannski væri hægt að skipta þessu niður í holl, athyglinni yrði beint að hverju holli fyrir sig, ekki bara að þeim bestu.
Kannski er ég ekki með skap keppnismannsins en hvað er að því að finnast eitthvað gaman og láta þar við sitja?
Nú er ég búin að hella úr skálum reiði minnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 15:00
Skáldagáfa.....ég bara finn hana ekki hjá mér
Ég er að vinna verkefni í íslensku þar sem ég á að finna út tákn í ljóðum og myndmál og þess háttar, ég held að´þessa greind vanti hjá mér, reyndar get ég bullað út í eitt en það er nú ekkert rosalegt vit í því. Kannski fær ég 3 bara fyrir að bulla
Ég fór og heimsótti dóttur mína þar sem hún er í starfsþjálfun á vegum skólans í samstarfi við stuðningsbrautina, ég fékk heilmikið hrós um hvað ég ætti duglega stelpu svo ég ætla að taka aftur allt sem ég sagði um gelgju í gær, þau eru bestu skinn, þetta eru bara hormónarnir
þau eru englar inni við beinið. En það er frábært að þau geta fengið að brjóta upp námið á þennan hátt, farið úr ströggli við bóklestur og notað það sem alla vega hún hefur í miklum mæli, verkvitið sem vegur mjög upp á móti öðrum lakari þáttum. Það er nefnilega ekki allt fengið með því að sitja á skólabekk (segir eilífðarstúdentinn
), það fæst líka heilmikið úr því að vinna og fá að gera eitthvað með höndunum og ég er bjartsýn á að hún eigi eftir að pluma sig vel í lífinu, þó að það komi kvíðaköst öðru hvoru yfir því. Ég hef kynnt mér starfsbrautina við Fsu og hún er mjög góður og spennandi kostur. Einn punktur er líka sá að af hverju þarf alltaf að reyna að ná 10 ef að 5 dugar ágætlega, er ekki betra að kunna þessa 5 vel heldur en að kunna þessa 10 illa! Pæling!
Reyndar held ég að ég þurfi einhverja meðferð við því að börnin stækki, ætli það sé ekki til einhver svona mömmurþurfaað læraað sleppatakinu kúrs? Ef ég mætti ráða væru þau öll um sex ára aldur og væru háð mér um aldur og ævi.
Kannski ekki....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2007 | 09:14
Vor, hver sagði að það væri að koma vor!!
Ég held að það verði snjór fram á sumar, ég lenti í miklum lífháska þegar ég reyndi að fara út að ganga í gær, það eru skaflar alls staðar svo að ég ætlaði að reyna að ganga í vegkantinum en það var mikil fífldirfska, ég er viss um að það gáfu allir í og reyndu að keyra eins nálægt mér og þeir gátu
kannski reyndu einhverjir að ná mér með hurð
inni en ekki hitt. Þannig að ég fór bara á þrektækið hérna heima, sem er frekar orðið leiðingjarnt. En það er betra að fara á það en að fara í tækjasalinn
.
Ég hef verið að hugsa um eldri dóttur mína, hún er byrjuð með gelgjuna, en samt frekar vægt, eftir því sem mér skilst, en þessi endalausa fýla og reiði, hvernig á maður að höndla svoleiðis, ef að maður skammast á móti þá er rokið inn í herbergi og skellt hurðum, ef maður reynir að beita einhverjum rökum er rokið inn í herbergi og skellt á eftir sér. HVað getur maður gert?? Það hlýtur að fylgja þessu vanlíðan. Ég held að unglingar verði andsetnir!!
Nei auðvitað ekki, en það er eins og maður þekki ekki barnið sitt lengur, stundum stend ég og kem ekki upp orði, sko ég!
Jamm, svo er maður að fara að skoða hross, eina vitið sem ég hef á þeim er að hvernig þau bragðist best, reykt eða söltuð!
Vonandi verður eitthvað vit í þessu hjá okkur.
Við skulum brynja okkur fyrir gelgjunni og bíta á jaxlinn og bölva í hljóði ( upphátt ef enginn er nálægt) og vona að allir lifa þetta af og komist jafngóðir frá þessu tímabili.
Bloggar | Breytt 21.3.2007 kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2007 | 17:39
Kaldar hendur heitt hjarta......
Mér er svo kalt á höndunum að hjartað hlýtur að vera extra heitt í dag. Það er notalegt að vera inni og horfa á snjófjúkið úti, ég var næstum farin að halda að það væri að koma vor í gær þegar ég fór í göngu, ég var komin úr úlpunni og búin að taka niður húfuna og stinga vettlingunum í vasann, en það var ekki alveg svoleiðis þegar ég fór í göngu í dag, húfan var dregin niður í augu og vettlingarnir fengu að vera á og úlpan rennd upp í háls.
Ég er búin að missa 20 kíló!! Og er að berjast við að missa fleiri, ég held reyndar að súkklaðið og lakkrísinn sem ég var að háma í mig hjálpi ekki.
Ég verð að hrósa einni manneskju, það er systir mín sem er tveimur árum eldri en ég, hún hefur staðið sig eins og hetja í sínum málum og er að brillera í skólanum
Jæja nú verð ég að fara að glósa, ég get alls ekki fundið mér eitthvað fleira að gera til að forðast það lengur.
Skiljið nú eitthvað eftir í athugasemdum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.2.2007 | 15:38
Aumingjaskapur
Það sést best hvað maður hefur það gott þegar maður finnur til einhversstaðar. Smá skrýtið en eiginlega bara satt! Mér varð eitthvað illt í mjöðminni þegar ég fór í göngu í gær, þegar ég kom heim var ég næstum dáin ( ath að mínu mati, en ekki lækna) Ég settist niður og gerði ekki meira þann daginn, annað en að vorkenna sjálfri mér og ímynda mér að líf mitt væri ónýtt,EN svo fór ég í sjúkraþjálfun, eftir að hafa verið viss um að vera á leiðinni í uppskúrð til að taka löppina af við öxl, þá var ég toguð og teygð og látið braka í mér hér og þar og viti menn! Ég er bara hérumbil orðin betri en ný
hún Bylgja mín er göldrótt, ég er alveg viss um það.
Þetta kennir mér að vera aðeins minna dramatísk, það eru svo margir sem þjást og fá aldrei bót meina sinna og kvarta aldrei þannig að mér finnst ég ekki vera mjög merkilegur pappír þessa stundina.
Maður lærir svo lengi sem maður lifir
Ég ætla að reyna að kvarta ekkert í dag ( fyrir utan þetta morgun)
Ég ætla að fara að læra bragfræði, alveg dásamlegt fyrirbæri ( or not) þetta er örugglega myndlíking!!!
Komum í keppni! Hver kvartar minnst!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2007 | 15:33
Messa...
Við mæðgur fórum í messu áðan, það er alveg ótrúlegt hvað séra Eiríki tekst að hitta í mark í ræðunni, hann hlýtur að vera með njósnara sem skráir allt niður sem ég geri!! Hann var að tala um föstuna, enda fyrsti sunnudagur í lönguföstu og hvað við þyrftum alltaf að eiga allt. Það er alveg satt, allt þarf maður að fá og ef að þessi á eitthvað sem ég á ekki, þá verð ég að fá eins, burtséð frá því hvort að maður þurfi það eða ekki.
Það væri gott fyrir okkur að fara til einhvers sem er ekki jafn lánsamur og við og reyna að lifa því lífi sem sá lifir. Það ætti að vera til svo heimtufrekjumeðferð. Við gætum farið í mánaðarmeðferð og kynnst því að eiga ekkert og ekki geta veitt sér neitt, nema það bráðnauðsynlegasta, mat og klæði ef að það er þá hægt. Ég ætla allavega að hugsa mig um áður en ég fer og kaupi mér ný föt fyrir hjónaballið, því að í raun þarf ég þau ekki því ég á fullan fataskáp af fötum sem langar alveg rosalega til að fara á ball
. Núna finn ég að það eru að vaxa vængir út úr bakinu á mér svo að ég ætla að láta þetta gott heita í bili
því að geislabaugurinn er svo skær að ég sé ekki nógu vel til að skrifa meira.
Njótið lífsins án þess að kaupa eitthvað "must"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2007 | 09:02
Leti....
Jæja gott fólk
Ég hef enga afsökun fyrir því að hafa ekki bloggað nema leti, sem er reyndar ekki afsökun.
Ég hef það bara mjög gott, nóg að gera, í skólanum, heima og í ýmsu.
Mér finnst frábært hvað er farið að vera lengi bjart og alveg farin að ímynda mér að einhvern tíman komi vor, það styttist allavega óðfluga í fermingu, en ég er búin að panta flest sem þarf að panta við erum búnar að finna kjólinn, sem ég hélt að yrði mesti höfuðverkurinn, en gekk eins og í sögu.
Það eru allir hressir, ég er í nokkuð góðu ástandi, þokkalega stabíl.
Vitið þið að maður áttar sig ekki alltaf á því hvað maður er heppinn, það er bara nauðsynlegt að átta sig á því, vegna þess að maður er alltaf að kvarta og öfundast út í fólk en sér svo ekki hvað maður hefur það gott, 1. ég á frábæra fjölskyldu, 2. þak yfir höfuðið, 3. Nóg að bíta og brenna og hvað getur maður beðið um fleira??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)