6.2.2007 | 20:40
Hamingjusöm.....
Ég er óskaplega heppin, það kom í ljós í síðustu viku hvað ég á góðan mann ( hef reyndar alltaf vitað það), ég fékk þetta rosalega kvíðakast og brotna algjörlega saman, hvað geri ég? Ég hringi í minn mann og segi honum að koma strax!! En hann var 50 km í burtu en hann kom eftir smástund( til þess að löggan fari nú ekki að skipta sér af læt ég tímannekki fylgja með) og þá batnaði allt, næstum því, ég er enn svolítið óörugg en það lagast með tíð og tíma.
Hver er heppnari en ég???
En ég hef nóg að gera, allskonar verkefni í skólanum og er á fullu að hreyfa mig, komin í sundleikfimi á morgnana kl 6:45- 7:30, sundið er alveg frábært, maður er alveg á fullu í 45 mínútur, vona að vigtarskömmin fari nú að hreyfast eitthvað aftur
, ég ætla að taka mig enn betur á í matarræðinu
.
Ég ætla að njóta þess að fara ekkert á morgun ( nema út að labba) það var allavega frábært veður í dag , vona að það verði eins á morgun.
Bæ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2007 | 21:04
Æsifréttamennska.....
Ég hef undanfarið verið að bölsótast yfir fréttamennskunni á stöð tvö, það er allt sett upp þannig að annað hvort eru menn djöfulsins aumingjar eða ótýndir glæpamenn sem mergsjúga þjóðfélagið, ég var alltaf frekar jákvæð gagnvart stöð tvö en nú orðið er ég frekar á móti þeim blessuðum, þrátt fyrir að sjónvarpsdagskráin sé góð, en það er líka eitt, af hverju þurfa bestu þættirnir að vera svona seint á kvöldin????, ég fer að sofa klukkan 21:30 ( vakna snemma) og ég missi af öllum þáttunum.
En svona ykkur að segja sef ég alveg fyrir þessu Og þar sem ég er búin að ausa úr skálum reiði minnar yfir ykkur (sorry)
þá ætla ég að fara í náttfötin og bíða eftir að klukkan verði 21:30
Ég vona að þið kúrið ykkur bara saman og njótið ylsins hvert af öðru í frostinu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2007 | 21:23
Hetja dagsins.....
Hetja dagsins er gærdagsins er Sigriður Björnsdóttir frá verkefninu Blátt áfram, hún var með fyrirlestur hjá Foreldrafélaginu og hún var frábær, það sem hún sagði.... það var margt alveg ótrúlegt og flest var hræðilegt. En þetta er svo nauðsynlegt að vita, vekja okkur foreldra til umhugsunar, hvað gerum við í málunum þegar svona hefur gerst? er ekki betra að tala við börnin okkar og útskýra hvað getur hlotist af því að treysta í blindni, við þurfum að kenna þeim að vera varkár. Við þurfum einnig að gæta þess að ofvernda ekki börnin eða gera þau hrædd, þetta er mjög þunn lína sem skilur þarna á milli.
Ég hef það gott, ég er ekki lengur í stjórn foreldrafélagsins, mér léttir nú svolítið við það, ég entist þó þetta lengi
Ég er í einhverjum dýfum núna upp og niður en ég held að ég sé á réttu róli núna, lyfin mín komust í uppnám þegar ég gleymdi að setja eitt af aðallyfjunum í lyfjaboxið mitt þannig að efnaskiptin urðu hægari en á að vera, enda ÞYNGDIST ég í síðustu viku
en það góða við þetta allt saman að ég get sagt að ég hafi þyngst vegna þess að mig vantaði þessi lyf og ég varð algjört letiblóð
Njótið þess að vera inni í hlýjunni og kúra og hlusta á vindinn gnauða í trjánum og snjóinn fjúka um jörðina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2007 | 14:12
Einu ári eldri.....
Jæja þá er rétt komið nýtt ár og maður er orðinn strax einu ári eldri, 36..... það er ekki nokkur aldur ég veit um einn sem er orðinn 38, hehe.
Skólinn er byrjaður og það er alltaf viss spenna og kvíði sem gerir vart við sig, kvíði um að með hvaða kennara maður sé, hvernig krakkarnir séu sem maður lendir í bekk með, hvort að það verði mikið af hópverkefnum ( reyni að vera hugrökk og taka þátt). Hópverkefnin eru það erfiðasta í skólanum, ég er aldrei jafnóörugg með mig og þegar ég þarf að láta ljós mitt skína innan hóps og svo er það þessi algengi misskilningur ég er EKKI gáfaðri en þau
( þó ég sé einu ári eldri núna).
EN ég ætla ekki að láta þetta stöðva mig, ég fer í þessa hópavinnu með því hugarfari að þetta sé eins og einstaklingsverkefni, nema hvað það eru fleiri en ég með skoðun á hlutunum.
Annars er ég í mjög skemmtilegum áföngum, uppeldisfræði ( ég brillera í þessu, búin að æfa mig á börnunum mínum við misjafnan árangur) afbrigðilegri sálarfræði ( ég er búin að æfa mig á sjálfri mér) sögu þar sem farið er yfir sögu alkohólisma og sögu áfengis á íslandi( reyndar eru nokkuð margir í kringum mig duglegir að vera óvirkir alkar) Svö er ég í Íslensku þar sem ég á að lesa Íslandsklukkuna og Skuggasvein, það endar sjálfsagt með því að ég fer að lesa Laxnes og svo er ég í ensku 403 og á að lesa einhverjar tvær skáldsögur í henni, þetta verður í góðu lagi þar sem mér finnst frekar gaman að lesa, heppin
.
Vonandi gengur þetta bara allt, bara krossa fingur og draga djúpt andann og vona það besta.
Heyrumst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2007 | 17:20
Kraftaverk um jólin!!!
Um jólin gerast kraftaverk..........................
2.4 kíló FARIN um jólin!!! Það er ekki allt í lagi, ég skil ekkert í þessu en er æðislega ánægð með það, þá eru farin í allt 15 kíló bara xxx eftir
Áramótin voru bara góð, að vísu heimsótti mig púki sem hafði ekki komið í langan tíma ( ég var EKKI farin að sakna hans) svo að ég var ekki alveg upp á mitt besta á gamlársdag og daginn fyrir hann en svo tók ég bara tvær töflur og leið miklu betur á nýársdag. Við vorum hjá mágkonu minni á Selfossi og það var bara mjög gott, náttúrulega góður matur og drykkur, skotið upp nokkrum þúsundköllum en jöfnuðumst ekkert á við suma í götunni
, félagsskapurinn var mjög góður, það var bara púkinn á öxlinni sem lét á sér kræla þannig að ég naut þess alls ekki eins vel og ég hefði átt að gera.
Þó að ég dásami lyfin mín má ekki gleyma því að þau gera frekar lítið gagn ef maður situr bara og bíður eftir að manni batni því miður gera þau ekki kraftaverk ein og sér, maður verður að hjálpa þeim með því að fara í viðtöl eða sækja einhverja fundi, gera eitthvað sem vekur áhuga manns, þó að ég viti vel hvað það getur reynt á mann að fara út úr húsi og hitta kannski ókunnugt fólk. Ég get fullvissað ykkur um að líðanin verður betri ef maður fer eitthvað út, bara út að ganga í hálftíma getur haft heilmikið að segja. Ég er mjög þakklát fyrir allar góðu stundirnar á síðasta ári og vona að þetta ár verði jafngott þó ég ætlist ekki til að það verði betra ( bara pínu betra
.
Ég ætla að óska öllum ( báðum) lesendum bloggsins míns hamingjuríks nýárs og vonandi gengur okkur allt í haginn.
Heyrumst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2006 | 17:22
Flugeldar og stuðningur
Hæ hæ
Mér finnst að við ættum að styrkja okkar menn og kaupa flugelda af björgunarsveitunum í landinu, ekki styrkja einhverja sem selja flugeldana bara til að græða sjálfir og gefa okkur ekkert í staðinn
er það ekki ??
Ég fór á jólatrésskemmtun áðan og mikið óskaplega var gaman að helgileiknum hjá öðrum bekk í Flúðaskóla, annar sögumaðurinn var örlítið að flýta sér að segja frá þannig að allir voru farnir að hlægja og þetta var alveg bráðskemmtilegt. Ég er mjög fegin því að eiga svona stór börn, ég þurfti ekki að skammast, vegna óláta og hlaupa heldur sat ég eins og fín frú og spjallaði við hinar fínu frúrnar ( frírnar)
Ég hef verið að lesa bloggið hennar Bebbu www.bebbaoghjolli.blogspot.com og maður hefur sko ekkert smá gott af því að lesa það, maður steinhættir að vorkenna sér. Eins með bloggið hennar Ástu www.123.is/crazyfroggy , það er ekkert smá heldur. Það er mjög þörf lesning á ferð og maður verður betri manneskja á eftir að lesa skrifin þeirra.
Ég er í sjöunda himni yfir geðveikt góðum árangri í söfnun sparisjóðsins og af því fær "mitt félag, Geðhjálp" 4.8 milljónir sem á síðan að fara í að styrkja deildirnar á landsbyggðinni FRÁBÆRT
Á morgun förum við hjónin á tónleika með Sálinni og gospel og ég hlakka þvílikt til, ég er viss um að það verða æðislegir tónleikar.
Bæ í bili
Jóna sem gæti haldið áfram en ykkar vegna lætur staðar numið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2006 | 11:38
Im so sad I could spring ( ég er svo södd að ég gæti sprungið)
Jæja gott fólk
Ég hafði alveg dásamleg jól, aðfangadagskvöld var alveg hreint dásamlegt, maturinn heppnaðist vel, Diddi gerði þá bestu humarsúpu sem ég hef smakkað, hann byrjaði að elda hana um hádegi!!
Svo voru pakkarnir rifnir upp og allir fengu góðar gjafir. Við fórum í kirkju klukkan 11 og það var mjög hátíðlegt og notalegt.
Á jóladag var étið meira, hangikjöt hjá tengdó og kaffi og messa, ég gæti alveg hugsað mér að fara oftar í messu, presturinn okkar er alveg frábær, það er svo gott að hlusta á hann, hann vekur mann alltaf til umhugsunar og maður áttar sig kannski ekki alltaf á hlutunum fyrr en hann bendir manni á þá.
Á annan í jólum fórum við í matarboð til mömmu, hangikjöt og kartöflumús og ís og eftirréttir, ég held að ég sleppi því að stíga á vigtina á mánudaginn
Ég verð að vera dugleg að hreyfa mig og éta kál á milli jóla og nýárs
Við höfum verið að horfa á Hringadróttinssögu og þetta eru bara bestu myndir ever
Læt þetta duga í bili.
Ein sem er að deyja úr hamingju
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2006 | 19:53
Jólakvef
Jæja gott fólk
Nú er ég komin með kvef, einmitt svona þar sem maður hnerrar á fimm sekúndna fresti, en ég get nú ekki kvartað yfir smá kvefi, það er fullt af fólki sem þarf að vera inni á sjúkrahúsum. Ég hlakka til jólanna og ætla að njóta þess að vera til, vera í faðmi fjölskyldunnar opna pakka, fara í messu, jólaboð og borða og borða og borða og borða og borða og borða og borða og borða og borða og borða og borða, náðuð þið því BORÐA
Enn og aftur
GLEÐILEG JÓL
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2006 | 10:10
Hrós dagsins
Hrós dagsins fá slökkviliðsmenn í Hrunamannahreppi
Þeir koma á hverju ári fyrir jólin og athuga með reykskynjarana og slökkvitækin, skipta um batterí í skynjurunum ef þarf og sinna þessu starfi bara hreint með ágætum. Ég veit allavega að ég myndi gelyma þessu.
Annað hrós fá allir þeir sem hafa lést um 12 kíló þar á meðal ég ( hí hí)
. Minn heittelskaði eiginmaður gaf mér úlpu og ég passaði í 2 númerum minna en síðast þegar ég keypti mér föt
. Þannig að ég verð að fara að kaupa mér ný föt
, kannski þegar það eru farin 20 kíló( bara 8 eftir).
Ég ætla að hætta í bili.
Gleðileg Jól aftur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2006 | 08:24
bara ekki nennt að blogga ( sorry)
Jæja gott fólk
Núna er ég búin að fá úr prófunum og ég náði jibbý, ég hélt reyndar að ég þyrfti að taka aftur söguna en ég fékk sjö
mjööög ánægð.
Það eru sex dagar til jóla, ég er alveg laus við að vera stressuð, þau koma hvort sem maður er búinn að þrífa ofan á eldhússkápunum eða ekki. Það eru nokkrar jólagjafir eftir en við reddum þeim á miðvikudaginn, ætlum í bæinn þá.
Ég hlakka til jólanna og það verður gaman að vera í faðmi fjölskyldunnar og fara í messur ( tvær) og njóta hátíðleikans.
Ég blogga kannski eitthvað fyrir jól en ef ekki:
Gleðileg jól
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)