5.12.2006 | 17:11
Lífið er brothætt...
Ég veit eiginlega ekki hvernig ég ætla að byrja, en þetta banaslys um helgina tengdist mér á fleiri en einn hátt án þess þó að ég þekkti þau sem létust, ég votta aðstandendum mínar dýpstu samúðaróskir og vona að þeir sem liggja á sjúkrahúsi nái sér að fullu.
Fjölskyldan mín var á leiðinni í bænum að sækja mig og voru á ferðinni á þessum tíma, ég frétti af slysinu og hringdi strax í manninn minn og létti mikið þegar hann svaraði og þau voru öll í fínu lagi. En hvaða rétt hef ég til að vera létt? Hvaða öfl eru það sem stjórna því að það voru þau en ekki maðurinn minn og dætur? Jú, mikil ósköp er ég fegin að þau eru heil á húfi og gæti ekki lifað án þeirra.
Það er endalaust hægt að hugsa ef, ef, ef, það getur gert mann alveg brjálaðan og hugsanirnar snúast í marga hringi og maður verður bara dapur og manni finnst maður svo lítill gagnvart almættinu.
Það hlýtur að vera einhver tilgangur með þessum hörmungum en ég sé hann ekki í augnablikinu.
Þetta blogg er frekar dapurlegt og ekki við hæfi að vera með fíflagang svo að ég kveð bara í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2006 | 08:51
desember
Jæja gott fólk
Ég var búin að skrifa svo margt mjög gáfulegt en þar sem ég þvílíkur snillingur þá tókst mér að eyða því öllu
Á morgun byrjar desember og ég er ekki búin að kaupa nema eina jólagjöf. Ég ætla mér samt ekki að fara á límingunum yfir því, því að allir fá eitthvað fallegt
ég er mjög slök yfir þessu öllu og ætla mér að njóta aðventunnar, fara á tónleika, jólahlaðborð og já, yfirleitt njóta þess að vera til.
Ég ætla ekki að þrífa meira en venjulega ( skúra, þurrka ryk og þess háttar) og ég ætla EKKI að þrífa ofan á eldhússkápunum.
Jólin koma hvort sem maður hefur búið til sósuna frá grunni eða notað þessa dásamlegu hjálpakokka sem ég geymi í skúffunni hjá mér ,Herra Toro, fínn náungi það.
Í dag kemur í ljós hvort að ég nái íslenskunni ( þurfi ekki að taka lokapróf) en ég er ekkert rosalega stressuð yfir því.
Á morgun á að vera önnur leiðindastund og við hlökkum öll til, það á að gera jólakort, föndra og bara smákökur, bara gaman. Mig vantar bara hugmynd að einhverju góðu í matinn sem allir geta tekið þátt í að elda. Nú eru það ekki karlarnir sem vilja ekki missa af sjónvarpinu heldur yngsti kvenmaðurinn á heimilinu, nefnilega er hún límd yfir X-factor
, en það verður ekkert mál, við tökum það bara upp.
Hafið það gott og njótið lífsins, þetta er það eina sem við eigum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2006 | 22:32
Bond, James Bond...............................
Hæ
Við hjónin fórum á Bond og þessi Bond er mjög ólíkur þeim sem var í síðustu mynd en frábær og flottur er hann. ( Svakalega flottur kroppur)
Gaman að fara í bíó.
Ég mæli með að þið klæðið ykkur vel og farið út og horfið upp í himininn, alveg meistaraleg sýning hjá náttúrunni, norðurljósin dansa og stjörnurnar taka þátt sem blikandi ljós þeirra sem fylgjast með okkur. ( skáldleg!!!)
Ég hef ekki meira í bili en njótið leiksýninga náttúrunnar, klæðið ykkur bara vel svo að kuldaboli bíti ykkur ekki
Hafið það gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2006 | 16:50
GLÖÐ
Jæja gott fólk
Ég eyddi mánudeginum í að vera döpur, mikið óskaplega er ég glöð yfir að það er bara einn dagur sem fór í það, þetta er alveg skelfileg líðan, finnast ekkert áhugavert og langa mest til að breiða upp fyrir haus og hitta aldrei annað fólk. En sem betur fer rjátlaðist þetta fljótt af mér, að vísu með hjálp lyfja en án þeirra hefði það væntanlega tekið lengri tíma.
Ég er mjög hamingjusöm með að vera laus úr þessum viðjum og vona að allir geti glaðst yfir einhverju, jafnvel þó það sé ekki nema hafa farið á fætur og klætt sig það eitt getur verið nógu erfitt.
Ég ætla að vera bjartsýn og yfirmáta jákvæð ( algjört pain)
Hafið það gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2006 | 17:37
Mánudagur.....
Af hverju eru mánudagar erfiðari en aðrir dagar??
Kannski eftir að hafa vakað óþarflega lengi um helgina ( fór í saumó í gærkvöldi) bara gaman.
Í síðustu viku fóru 1.4 kg þá er ég komin með 8.2 í allt, mér finnst hrikalega gaman að sjá að fötin mín eru að verða of víð, jibbí þá get ég bráðum farið að kaupa mér ný föt
. Það kemur sko ekki til greina að nota gömlu fötin sem ég notaði einu sinni
, því að þau eru nú bara hallærisleg
( alveg tveggja til fimm ára gömul)
En nóg um mig, það er eitt sem ég var að spá í, sko, mér finnst svo gaman þegar strákurinn minn kemur heim af heimavistinni, hvernig líður þeim foreldrum sem eiga fullorðin börn sem eru alltof upptekin við að koma í heimsókn til þeirra??? Ég ætla persónulega að sinna þessum þætti lífs míns betur, enda alltaf gaman að heimsækja mömmu.
Jæja en nóg um það, ég þarf að fara að sækja í prestatíma, elda matinn og læra undir nokkur próf!! En það hefst alltaf allt.
Munið eftir mömmum og pöbbum sem kannski eru að bíða eftir að maður komi í heimsókn.
Bless í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2006 | 13:21
Búin að velja
Jæja þá er maður búinn að velja áfanga fyrir næstu önn. Ég ætla að taka Ísl 313, ens403,upp303,sál303 og ut ( upplýsingatækni, eða tölvur. )
Ja, ég vona að ég þurfi nú ekki að vera mikið í hópverkefnum ( þið munið að ég er ekki jafngáfuð og gráu hárin bera vott um) en þetta verður bara gaman.
Systir mín ætlar að byrja eftir áramótin, gott hjá henni!
Ég ætla að taka til um helgina, og sjá hvort að ég finni ekki gólfið mitt fína undir öllu ruslinu Svo fáum við þrjá krakka í heimsókn, alveg komin tími til. Þau ætla vera hjá okkur eina nótt svo að það verður sjálfsagt fjör hjá okkur.
Ég hef verið að kynna mér starfsbrautina við skólann og er mjög hrifin af því sem ég er búin að sjá. Starfsbraut er fyrir þá krakka sem ekki hafa lokið samræmdum prófum´og öll börn sem eru með einhverja fötlun eða skerðingu geta stundað nám á þessari braut. Mér finnst þetta frábært starf sem þarna er unnið því að í stað þess að loka krakkana inn á einhverri stofnun, þau sem eru mest fötluð allavega þá fá þau þarna tækifæri til þess að skynja og læra og vera bara í uppbyggilegu umhverfi sem stimplar þau ekki bara vitlaus og ekkert hægt að gera með. Maður verður betri manneskja á eftir svona heimsóknir, á eftir er ég að fara í lífsleikni hjá starfsbrautinni og hlakka mikið til
Hafið það rosalega gott um helgina, og faðmið börnin ykkar og maka , ef þið eigið svoleiðis og klappið ykkur sjálfum á öxlina fyrir að vera til.
Jóna ( orðin hrikalega spennt)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2006 | 20:39
heppin
Halló allir ( báðir sem lesa bloggið mitt fyrir utan mig)
Ég var að hugsa um hvað ég er heppin, ég á góðan mann, dásamleg börn ( sem eru reyndar púkar í dulargerfi en dásamleg samt) hund ( sem er með mjööööög lítið hjarta) og kött sem heldur að heimurinn snúist í kringum hann!!
Nei hugsum bara tvö ár aftur í tímann, þá gat ég ekki farið á mannamót, var alltaf vansæl og var engum til gagns ( ekki það að ég sé það núna en ég bara þykist gera voða mikið) Núna er ég að fara á félagsmálanámskeið ( því var frestað um viku) búin að taka að mér að stofna deild fyrir geðhjálp á suðurlandi og fer í alla tíma eins og ekkert sé sjálfsagðara ( þó að mér finnist hópatímar í Njálu algjört pein) ( ekki móðgast Gylfi). Málið með svona hópaverkefni er að þegar maður er kominn á efri ár ( að því sem krakkarnir í tímum með mér finnst) þá halda blessuð börnin að maður sé svo gáfaður, en sorry það er bara ekki rétt, ekki nóg með að maður muni ekki frá mínútu til mínútu það sem maður les heldur veit ég bara einhvern veginn minna en krakkarnir.
Burt séð frá því að vera með alzheimer light, þá hef ég það rosalega gott.
Já, nýjasti sigurinn er við minn versta óvin, VIGTINA, núna á einum mánuði eru komin tæp sjö kílóHúrra húrra þá eru bara xxx eftir. Þau fara líka,maður verður bara að vinna í þessu smátt og smátt, kíló fyrir kíló
Já, leiðindastundin var allt annað en leiðinleg, við elduðum, spiluðum, töluðum SAMAN, það var alveg frábært. Að vísu var valtað yfir námsfólkið af bóndanum En maður verður stundum að leyfa honum að vinna
. Þetta var frábær stund og okkur hlakkar til þeirrar næstu.
Núna slæ ég um mig með Njálu og þykist gáfuð.
Til þeirra tveggja sem skoða bloggið, endilega skrifið eitthvað.
BÆ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2006 | 13:11
Föstudagur og helgin framundan
Jæja!!
Í kvöld verður fyrsta leiðindastundin, það er ekki ofsögum sagt að flestir hlakki til þeirrar stundar, ætlum að búa til pizzu, sem er eitthvað sem allir geta tekið þátt í . Svo ætlum við að spila og spjalla, meira að segja kemur sá elsti heim (er í heimavist á Laugarvatni) þannig að það verður bara öll fjölskyldan
.
Það verður gaman að sjá hvernig gengur hjá karlpeningnum að slökkva á sjónvarpinu.
Ég er alltaf jafndugleg að koma mér í eitthvað, ég er trúnaðarmaður geðhjálpar á suðurlandi og á að finna tvo með mér í stjórn deildar fyrir suðurland sem á að stofna. Það eiga að vera einn notandi ( ég), einn aðstandandi og einn fagaðili. Ég verð að segja að ég hef ekki grænan grun um hvern ég ætti að fá með mér, en hugs,hugs, það kemur örugglega einhver upp í kollinn á mér.
Ég er góðum málum og alltaf jafn gaman að lifa. Ég veit ekki hvar þetta endar, kannski spring ég úr hamingju einn daginn...
Smell you later
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2006 | 17:22
Stefán Karl rules
Hæhæhæ
Fór í gær á fyrirlestur hjá Stefáni Karli leikara um einelti. Alveg frábær fyrirlestur alveg hreint bara!! Ég fór heim alveg uppfull af hugmyndum um að verða betra foreldri, hafa leiðindadag og fleira.
Leiðindadagur felur í sér að slökkva á öllu, sjónvarpi, símum og tölvum,öllu og gera eitthvað saman, taka heilt kvöld í samveru. Ótrúlegt en satt við eyðum ekki nógum tíma í börnin okkar!! Já, leiðindastund, það er hægt að byrja kvöldið á að elda saman, hver fær sitt hlutverk í eldamennskunni, leggja á borð, skera grænmeti, allir hjálpast að. Þegar eldamennskunni er lokið og frágangi sem nota bene ALLIR taka þátt í, þá er sest inni í stofu og kannski spilað, málað spjallað saman eða það sem hugurinn segir. Svo þegar leiðindakvöldið er búið er hægt að fara í VÖKUKEPPNI, þá er bara að spjalla saman og síðan fer fólk að týnast í rúmið. Og allir eru glaðir, mamman kannski með minna samviskubit yfir að eyða ekki nógum tíma með börnunum sínum og börnin ánægð með samveruna og ef til vill komið einhverju á framfæri sem að skipti þau máli.
Við verðum að hugsa betur um þarfir barna okkar, ekki leyfa þeim allt. Allt er best í hófi
Reyni að bulla eitthvað meira seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2006 | 17:08
Ummmmm Föstudagur
Núna er ég komin í afslöppun því að ég er búin að fara í skólann, taka próf, fara út að labba og taka til!! Húrra fyrir mér.
Heilmikið frammundan um helgina, afmæli, fara í messu ( sem móðir fermingarbarns) en annars er presturinn okkar svo frábær að það er mjög gaman í messu og ég fer burtséð frá hvort ég er fermingarmamma eða ekki. Mæli með að fara í messu.
Það er allt svo skemmtilegt í dag að ég er bara glöð, hef ekki yfir neinu að kvarta og nýt lífsins.
Það verður bara að hafa það þó að einhverjum finnist ég óhóflega glöð og ánægð, þá er þetta svo mikill munur frá því að liggja í rúminu og ekki vilja lifa lengur.
Hamingjukveðja frá mér.
Hafið það gott um helgina og takið utan um þá sem þið elskið, knúsið ræklega og njótið félagsskapar hvers annars.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)