Af hverju?

Skamma ég sjálfa mig þegar eitthvað er ekki mér að kenna?

Líður mér illa þegar aðrir haga sér illa?

kenni ég sjálfri mér um þegar sökin er annarra?

Ég hef verið að skoða síðu sem heitir lausnin.is og er um meðvirkni, mér finnst þessi síða bara mjög góð og á þessari síðu er grein um sjálfshöfnun sem er nokkuð lýsandi fyrir hvernig ég var og þær viðjar sem ég er að brjótast út úr. Ég fór til dæmis í göngu í gær sem var nokkuð krefjandi á köflum og megnið af leiðinni var ég síðust en í stað þess að skamma mig hrósaði ég mér fyrir dugnaðinn en svo þurfti ég eiginlega að skemma allt með því að tala um dragbítinn í lokin en ég er EKKI dragbítur, ég er dugleg að gera það sem ég geri þrátt fyrir að ég eigi í erfiðleikum með það og það myndu bara margir sitja heima og vorkenna sjálfum sér eða sannfæra sig um að þetta sé ekki þess virði. Þegar ég skrifa að ég sé dugleg er það að verða minna og minna kjánalegt, þó að það renni um mig kjánahrollur þegar ég skrifa það ;)

En ég ætla að halda áfram að segja sjálfri mér að ég er dugleg og geti allt sem ég vil og geri BARA það sem MÉR finnst skemmtilegt.

Knús handa öllum sem hafa trú á sjálfum sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband