Sorg og gleði...

Það hefur verið mikið álag á mörgum síðustu mánuði, flestir í sorg yfir þeim samverustundum sem aldrei verða. 

 Ég er auðvitað sorgmædd og sakna stóru systur minnar og allar þær góðu stundir sem við áttum saman ylja manni.  En svo er ég líka glöð, hennar vegna þess að  núna líður henni vel, engar áhyggjur né sorgir sem þjaka hugann, pabbi hefur tekið á móti henni, tekið hendina hennar í sína stóru og heitu hendi og leitt hana inn í ljósið sem umvefur hana nú. 

Ég hef þá vissu að hún horfi núna á okkur sem eftir erum og hugsar til okkar en hún vill ekki ósætti eða reiði svo að ég ætla að fyrirgefa og sætta mig við það sem er gert því að fortíðin er að baki, framtíðin er ókomin svo að það er dagurinn í dag sem skiptir máli.  Ég held áfram mínu lífi, einni systur fátækari  en samt ríkari vegna þeirra stunda sem ég náði að eyða með Gunnu á síðustu dögunum hennar. 

Ég ætla að elska fólkið mitt og njóta hverrar stundar með því til fullnustu því að dagurinn í dag er það sem skiptir máli.

Kærleiksknús og kossar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband