2.4.2010 | 19:30
Júbb, það lét sjá sig!
Hef í allan dag verið dáldið að vorkenna sjálfri mér því að ég gat ekki farið gangandi að gosinu, fór að skæla þegar maðurinn minn fór ( þegar hann var farinn, því að annars hefði hann ekki farið og ég vildi ekki hafa ferðina af honum) en þetta er bara þessi "eðlilega" depurð eftir verknámið , þó að það hafi verið gríðarlega skemmtilegt og fróðlegt, og allt sem hefur gengið á í einkalífinu ( sem btw ég fékk góða hjálp frá Hugarafli með).
En ég ákvað að gosið væri ekki nærri búið og þá hef ég alveg tíma til að koma mér í form til að komast að því ;)
Ég var að horfa hinn mikla menningar þátt Simpson og þar var hann í frjálsu falli ásamt Flanders og segir don´t worry I got you og þá segir Flanders who´s got you? Þetta er kannski góð lýsing á mér og syninum, við erum bæði í frjálsu falli en ég er samt að reyna að bjarga honum. En við erum ágæt saman og það er kannski leiðinlegt að segja það en það er stundum gott að hafa einhvern sem veit hvað er í gangi.
En þetta lagast alltaf á endanum og vonandi verðum við bæði bara aftur hress von bráðar ( og skundum upp á Fimmvörðuháls, alla vega annað okkar)
Knús á línuna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.