Jæja þá...

erum við komin heim eftir frábæra borgarferð til Reykjavíkur, vorum á Hótel Sögu, á svítu og allt rosa flott.  Gott að borða, kíkt í búðir og farið og skoðað eitthvað nýtt, Viðey!  Það var mjög gaman að skoða þessa eyju sem mig hefur langað til að skoða, það er mikil saga þarna og frábært að skoða VIðeyjarkirkju og Viðeyjarstofu þar sem mikil saga okkar hefur átt sér stað. 

En nóg um það, skólinn er byrjaður á fullu og ég fer norður eftir viku og ég hlakka nú bara til. 

Við erum himinlifandi með hvað það komu margir í "ekki"afmælið okkar, takk fyrir okkur og takk fyrir komunaSmile

Það er vonandi allt að fara í sinn vanagang á ný, eftir jól og afmæli.  Ætla að fara í sund, og æfa upp á mér hnéið í sjúkraþjálfuninni því að ég er búin að ákveða að ganga Laugarveginn ásamt fleirum í sumar og því nauðsynlegt að hefja þjálfun sem fyrst. 

En hafið það sem best...þangað til næstKissing


smá viðbætur

Bóndinn verður heima eftir klukkan fimm á afmælisdaginn, gleymdist að minnast á þetta smá atriðiWink

Sjáumst


Gamli, gamli

He he þar sem ég er heilum tveimur árum yngri, hef ég alveg efni á þessu ( en það er náttla spurning, hver er gigtveikur og þunglyndurTounge í þessu hjónabandi).  En í næstu viku verður bóndi minn fertugur og ætlar hann ekki að bjóða til veislu en hann verður heima og heitt á könnunni.

Núna er verið að reyna að vinda ofan af öllum bæði í sambandi við svefn og át, það verður bara kál og þess háttar óþverri á borðum hjá mér í framtíðinni.  sumir vakna nú á skikkanlegum tíma, þ.e. fyrir hádegi þó að einn og einn sé hrifnari af því að vaka á nóttunni og sofa á daginnSleeping.  Ég vakna um átta leytið svo að ég þarf nú ekki að breyta miklu hjá mér þar en  ég held að ég þurfi að taka mig á í matarræðinu, það er búið að vera þvílíkt sukk á manni undanfarinn hálfan mánuðSick.  Það er bara málið að hætta að borða þegar maður finnur að maður er orðinn saddur! Ekkert málWhistling eða þannig.

Nú fer lífið að komast í sama form og áður, skólar byrja og lífið heldur sinn vanagang.  Ég hlakka til að takast á við námið, ný fög og kennara.  Skólinn byrjar 8. jan og svo verður fjarnemavika 19-21 jan, held ég, mér finnst frekar erfitt  að sjá út hvenær maður á að mæta í fjarnemavikurnar því að það er ekkert tilkynnt sérstaklega, en ég hringi bara á mánudaginn til að fá þetta allt saman á hreint.

En hafið það sem best og endilega kikið í kaffi á miðvikudaginnWizard


Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.

Jæja, var að spá í vera með annál en æi það er hægt að lesa gamla bloggið mitt til að sjá hvað ég hef verið að geraWink

Reyndar ætla ég aðeins að tala um markmiðin sem ég hef náð, ég varð stúdent og byrjaði í háskólanámi, ég er mjög stolt af því að hafa náð þessum markmiðum.

Á þessu ári ætla ég að halda áfram náminu, halda áfram að hreyfa mig, reyna að ná meira jafnvægi á geðheilsuna ( hún hefur verið frekar brokkgeng svona seinni part ársins), sinna fjölskyldunni minni og hætta alveg að drekka gos ( annað en sódavatn) svo verð ég auðvitað áfram með eldri börnin í kirkjuskólanum.

Eru þetta ekki bara fín markmið? Þarf kannski að finna mér eitthvað þar sem umgengst fólk meira þar sem ég er farin að skora hærra á félagsfælnilistunum sem er ekki gott því að það sýnir að félagsfælnin hefur aukist.

Læt þetta duga í bili...

Knús á línuna


Hm

SteingeitSteingeit: Þér hættir til að framkvæma áður en þú hugsar. Settu hlutina upp í forgangsröð og gakktu svo rösklega til verks.

Áramótaheitið verður: Að hugsa áður en ég segi nokkuð eða skrifa, verður erfitt en ég geri mitt bestaWink


Náði öllu

Bara smá fréttaskot, náði öllu, get farið að fagna fæðingu frelsarans.

GLeðileg jólHeart


Veruleikaskot

Ég áttaði mig allt í einu hversu fólkið mitt þarf að líða fyrir þunglyndið mitt, þó að mér líði mun betur er ekki þar með sagt að ég reyti alveg af mér brandarana og leiki á alls oddi og núna fékk ég eitt af þessum veruleikaskotum ( veit ekkert gott orð yfir wake up call) sem að dynja stundum á mér og þá uppgötva ég hvað þau þurfa oft að þola mikið meira en aðrir í kringum mig. 

Þannig var það að við vorum í skötuveislu á Selfossi hjá mágkonu minni, þar kemur öll fjölskyldan saman og borðar úldinn mat, nema þeir sem hafa eitthvað vit í kollinum borða lasagna og þegar við erum á leiðinni heim í bílnum segir Telma:" Þú ert alltaf svo hress þegar þú hittir alla" eða eitthvað á þessa leið og ég spyr hvort henni finnist ég ekki vera það heima, þá svarar hún: " eiginlega ekki".  Maður verður óneitanlega hugsi þegar maður heyrir þetta, ég eiginlega veit ekki hvernig ég á að breyta þessu því að mér finnst ég reyna að vera hressari en ég í rauninni er en svo virðist raunin ekki vera eftir þessum orðum hennar Telmu minnar að dæma, sem eiga btw ( hvað er góð þýðing á þessu? í framhjáhlaupi??) mikinn rétt á sér því að auðvitað eiga þau að njóta þess frekar en fólk sem ég hitti sjaldnar að mér líður betur.

Raunar myndi það ekki skipta máli hvernig mér liði innan um annað fólk en nánustu fjölskyldu þá set ég upp gleðigrímuna sem ég tek niður um leið og ég er komin í "öruggt" skjól þegar ég er þunglyndiskasti.  Ef að  það koma gestir hingað án þess að gera boð á undan sér og ég er í þunglyndiskasti þá getur sá getur stoppað heillengi og farið heim til sín án þess að hafa minnsta grun um að eitthvað ami að, ég hef oft sagt að geðsjúklingar verði oft heimsins bestu leikarar því að þeir verða svo flinkir í að blekkja fólkið í kringum sig um að það sé allt í lagi hjá þeim.  

Mér  hefur fundist ég verið mjög opin með að  ræða um sjúkdóminn og allt það og alltaf orðið dáldið reið út í þá sem ekki eru jafn opnir um að ræða um sín veikindi.  EN kannski er ég ekkert skárri því að upp úr mér dregst varla orð þegar mér líður illa, hvorki við mína nánustu né aðra. Diddi segir að hann þurfi stundum að lesa bloggið mitt til að vita hvernig mér líður, hversu öfugsnúið er það??

Æ þetta er smá svona heilabor  (sbr bora í nefið:  picking your nose/brain, fer að gefa út orðabók fljótlega;))

Hafið þið það sem best, ég ætla að reyna láta fólkið mitt hafa það aðeins betra og vera hressari í bragði.

 

 


Líður mun betur:)

Guði sé lof fyrir lyfin!  Mér líður mun betur núna og er hætt að vorkenna sjálfri mér.  Er meira að segja tilbúin til að fara til Reykjavíkur í verslunarleiðangur.

Fékk tvær einkunnir til viðbótar í gær, 5.5 í heimspeki og iðjuþjálfun, ég er ekki beint ánægð með þessar einkunnir en í heimspeki er meðaltalið 5.5 en í iðjuþjálfun 6,4, vildi gjarnan vera hærri en þetta þýðir að ég er búin að ná 3 og vonandi verða hin fögin svipuð eða hærri.

Knús  á línuna.


Það hlaut að koma...

Jæja, jólaandinn svífur ekki beint yfir vötnum hjá mér í dag, ég er búin að eyða megninu af nóttinni í að skæla og hugsa um hvað allt er ömurlegt.  Það viita allir að það er EKKERT ömurlegt við mitt líf, en reynið að segja mér það núna í augnablikinu, mér líður hræðilega innan í mér og það er eins og ég sé andsetin, ég er þarna einhvers staðar inni og reyni að kalla en það heyrist ekkert í mér, eina sem heyrist ó aumingja ég, mér líður svoooo illa. 

Ég veit að þetta eru "eðlileg" viðbrögð af minni hálfu eftir alla spennuna, ´og þá spennu sem ég bý við í dag við að vita hvað kemur úr prófunum.   Ég hugsa stundum um að þessir andskotar vilji ekki að ég lifi næstu jól, en auðvitað þarf tíma til að fá öll prófin, fara yfir  þau og gefa einkun, en svona spenna er að gera út af við mig og hún eitrar allt í kringum mig og það verða allir á varðbergi, um hvað ég geri næst. 

Eitt get ég sagt ykkur að mér finnst lífið alla jafna svo skemmtilegt að ég hef ekki í hyggju að hætta að lifa því  svo að það þarf ekki að hafa áhyggjur af því. 

En í augnablikinu líður mér hræðilega og þegar stelpurnar eru farnar í skólann ætla ég að taka tvær kvíðatöflur sem hjálpa mér oftast í þessum aðstæðum og sofna og vakna svo aftur vonandi mun hressari og hætt að vorkenna sjálfri mér;)

Hafið það sem best í dag, ég ætla að gera mitt besta til að ég hafi það þannig.


FRJÁLS;)

Nei segi ( skrifa) bara svona, ég kláraði síðasta prófið í dag og finnst ég vera svo frjáls, get farið að hugsa um eitthvað annað en að læra og hafa samviskubit vegna þess að vera ekki að læra.  En það sem allt er í drasli og skítugt, ég ætla að fara að þrífa og taka til, mér finnst ágætt að gera þetta og Diddi sér um baksturinn.  En ég hef ekki hugmynd um hvernig mér hefur gengið í prófunum, fyrir utan þessa fimmuDevil en ef ég fæ fimm í hinum fögunum er ég búin að ná og það er væntanlega takmarkið, er það ekki??

Það fyrsta sem ég gerði þegar ég þurfti ekki að drífa mig heim til að læra fór ég í heimsókn til mömmu, fékk sörur ( mmmmm ég elska sörurBlush) og kíkti í kirkjugarðinn á leiðinni heim, á nýju ári ætla ég að vera miklu duglegri að heimsækja mömmu, ég ætti að geta lært hjá henni ef að allt fer eins og það á að fara, tek bara bækurnar með.  Fæ örugglega svo góða þjónustu þar líka Tounge 

Ég er svo þakklát fyrir að eiga fjölskylduna mína, þau taka þátt í öllu sem ég geri, bæði því góða og því slæma og ég held að ég væri ekki á þessum stað í lífinu án þeirra, en fyrst og fremst er minn heittelskaði mín stoð og stytta og án hans væri ég ekki hér.

Ég þarf bara að koma þessu frá, maður má nú alveg vera smá væminn á þessum tíma.

Hlakka til næstu daga,  þó þeir fari "bara" í þrif og tiltektir.

Knús á línuna


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband