19.10.2007 | 08:43
Farin að ganga beint aftur..
Jæja þá er ég komin á beinu brautina aftur eftir að hafa ranglað um eins og dauðadrukkin hæna ( ekki það að ég hafi nokkurn tíman séð dauðadrukkna hænu), farin að ganga beint, hún Bylgja mín togaði næstum því hausinn af mér og náði þessari festu sem olli því að mig svimaði svona innilega, þannig að ég bara afpantaði tímann hjá svimalækninum og ætla bara að skrifa ritgerð í stað þess að fara í bæinn
.
En þegar maður er eitthvað öðruvísi en hinir finnst manni allir alltaf horfa á mann, ég ef stundum sagt að það væri betra ef það sæist á manni að maður sé með vefjagigt, en ég held ég taki það bara aftur, ég hugsa að ég færi ekki út úr húsi ef að ég væri með einhver áberandi einkenni. Þó að ég sé að nálgast það að verða athyglissjúk þá held ég að mér sé ekki sárt um svoleiðis athygli.
Er komin á fullt í átakinu aftur, hefur bara gengið vel í þessari viku, fer á tækið mitt á hverjum degi og syndi tvisvar í viku. Kannski geri ég eitthvað meira þegar á líður, það er aldrei að vita, það er ágætt að byrja hægt en auka svo í , heldur en að byrja á alltof mörgu og gefast síðan bara upp á öllu saman. Ég nenni reyndar ekki út að labba, það er alltaf rigning og rok, en það kemur kannski bara síðar.
Ég er svo ánægð með sjálfshjálparhópinn, ég var alveg viss um að það kæmi enginn ( alltaf jafn bjartsýn) en við vorum fimm, þetta var bara mjög góður fundur og ég hlakka til næsta fundar.
Jæja ætla að byrja á ritgerðinni ( á að skila á mánudaginn, alltaf jafn fljót að koma mér að verki
)
Hafið það sem best
Knús á línuna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.10.2007 | 17:32
Svimandi líf
Hæhæ
Ég er enn með svima svo að ég er ekkert að fara neitt mikið, rétt fer í skólann og sleppi öllum tímum sem ég kemst upp með að sleppa En vonandi getur þessi svimalæknir sem ég á að fara til á föstudaginn lagað mig eitthvað..
Í kvöld er fyrsti fundurinn hjá sjálfshjálparhópnum svo að endiliega drífa sig kl 20:30 í safnaðarheimilið í Hruna.
Það gengur allt sinn vanagang hér svo að það er lítið að frétta, nema það er komið vettlinga og trefla veður bbbrrrr
En hafið það sem best, knús á línuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2007 | 17:28
bara eitt rosalega fallegt
Varð að deila því með ykkur
What Love means to a 4-8 year old . . .
Slow down for three minutes to read this. It is so worth it. Touching words from the mouth of babes.
A group of professional people posed this question to a group of 4 to 8 year-olds, "What does love mean?"
The answers they got were broader and deeper than anyone could have imagined. See what you think:
"When my grandmother got arthritis, she couldn't bend over and paint her toenails anymore.
So my grandfather does it for her all the time, even when his hands got arthritis too. That's love."
Rebecca- age 8
"When someone loves you, the way they say your name is different..
You just know that your name is safe in their mouth."
Billy - age 4
"Love is when a girl puts on perfume and a boy puts on shaving cologne and they go out and smell each other."
Karl - age 5
"Love is when you go out to eat and give somebody most of your French fries without making them give you any of theirs."
Chrissy - age 6
"Love is what makes you smile when you're tired."
Terri - age 4
"Love is when my mommy makes coffee for my daddy and she takes a sip before giving it to him, to make sure the taste is OK."
Danny - age 7
"Love is when you kiss all the time. Then when you get tired of kissing, you still want to be together and you talk more.
My Mommy and Daddy are like that. They look gross when they kiss"
Emily - age 8
"Love is what's in the room with you at Christmas if you stop opening presents and listen."
Bobby - age 7 (Wow!)
"If you want to learn to love better, you should start with a friend who you hate,"
Nikka - age 6
(we need a few million more Nikka's on this planet)
"Love is when you tell a guy you like his shirt, then he wears it everyday."
Noelle - age 7
"Love is like a little old woman and a little old man who are still friends even after they know each other so well."
Tommy - age 6
"During my piano recital, I was on a stage and I was scared. I looked at all the people watching me and saw my daddy waving and smiling.
He was the only one doing that. I wasn't scared anymore."
Cindy - age 8
"My mommy loves me more than anybody
You don't see anyone else kissing me to sleep at night."
Clare - age 6
"Love is when Mommy gives Daddy the best piece of chicken."
Elaine-age 5
"Love is when Mommy sees Daddy smelly and sweaty and still says he is handsomer than Robert Redford."
Chris - age 7
"Love is when your puppy licks your face even after you left him alone all day."
Mary Ann - age 4
"I know my older sister loves me because she gives me all her old clothes and has to go out and buy new ones."
Lauren - age 4
"When you love somebody, your eyelashes go up and down and little stars come out of you." (what an image)
Karen - age 7
"Love is when Mommy sees Daddy on the toilet and she doesn't think it's gross."
Mark - age 6
"You really shouldn't say 'I love you' unless you mean it. But if you mean it, you should say it a lot. People forget."
Jessica - age 8
And the final one -- Author and lecturer Leo Buscaglia once talked about a contest he was asked to judge.
The purpose of the contest was to find the most caring child.
The winner was a four year old child whose next door neighbor was an elderly gentleman who had recently lost his wife.
Upon seeing the man cry, the little boy went into the old gentleman's yard, climbed onto his lap, and just sat there.
When his Mother asked what he had said to the neighbor, the little boy said,
"Nothing, I just helped him cry"
When there is nothing left but God, that is when you find out that God is all you need. Take 60 seconds and give this a shot! All you do is simply say the following small prayer for the person who sent you this.
Father, God bless all my friends in whatever it is that You know they may be needing this day! And may their life be full of your peace, prosperity and power as he/she seeks to have a closer relationship with you. Amen.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2007 | 16:27
Sjálfshjálparhópur..
Jæja þá er fundurinn búinn, kærar þakkir fyrir komuna þið sem komuð. þetta gekk bara mjög vel held ég, Kristín talaði svona almennt um þunglyndi og sjálfshjálparhópa, ég sagði smá frá mér. hvernig ég hef unnið úr mínum veikindum og hvernig sjálfshjálparhópar virka.
Það á að hittast alla þriðjudaga kl 20:30 í safnaðarheimilinu í Hruna. Allir sem eitthvað liggur á hjarta og vantar einhvern til að tala við ættu að prófa og sjá hvernig þeim líkar. Þetta er EKKI bundið við þunglynda eða þá sem eru með geðröskun.
Ég er með hausverk dauðans og svimann frá honum líka svo ég skrifa eitthvað fleira síðar.
Knús og kossar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2007 | 07:23
Það rofar til..
Jæja þá.. Ég er vonandi komin til baka úr svartnættinu, mér líður miklu betur og hef það bara ágætt.´
Þetta er í fyrst skiptið sem stelpurnar mína spyrja hvað er að... í stað þess að læðast um til að angra ekki mömmu, og ég sagði þeim bara alveg eins og er að ég væri í þunglyndiskasti og væri þess vegna svona leið og fúl. Þær tóku því bara vel og reyndu að létta mér lífið á allan hátt.
Ég hef svo sem sagt það áður og ætla bara að segja það aftur: ég á BESTA eiginmann í heimi, það getur ekki verið nein manneskja sem er jafn heppin og ég. Reyndar sá ég vel hvað þetta ástand tekur á hann, hann er smeykur við að skilja mig eftir eina, hann vill fá að heyra í mér í hádeginu og er alltaf að tékka á mér, svo er ég föðmuð og kysst þegar við hittumst. Sko ég væri ekki hér ef að hann væri ekki til staðar, það er nú bara svo einfalt.
Ég þurfti að flytja verkefni á ensku í gær og það gekk nú ekkert alltof vel, ég vona bara að krakkarnir hafi ekki séð hvað hnén skulfu mikið og röddin titrraði, það er of langt síðan að ég flutti verkefni síðast svo að ég var rosalega óstyrk. En ég bæti nú fljótlega úr því, ég og Eiríkur prestur ætlum að hafa smá fræðslu fund 10.okt sem er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn, um sjálfshjálparhópa. Kristín vinkona mín sem er sálfræðingur ætlar að tala og ÉG ætla að tala, ég er búin að semja þessa fínu ræðu sem ég set kannski inn þegar ég er búin að flytja hana. Allir eru eru velkomnir, 10 okt í safnaðarheimilinu í Hruna kl 20:30.
Ég fór í gær að tala við umsjónarkennarann hennar Telmu og þroskaþjálfann sem sér um hennar mál, mikið eru þetta jákvæðar manneskjur báðar tvær, það er eins og það sé ekkert til í þeirra orðaforða sem heitir ómögulegt. Hún fær stuðning, auka verklega tíma og starfsþjálfun á tveimur stöðum, í búðinni og leiksskólanum, bara frábært.
Jæja þarf að fara að ræsa liðið mitt...
Hafið það sem allra best
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.10.2007 | 12:12
Alltaf er von...
Steingeit: Þú lendir í alls kyns flóknum aðstæðum, en leysir alltaf úr þeim. Þar sem það er ómögulegt að öðlast þroska án reynslu, verður þú opinberlega þroskaður í lok dagsins.
Vonandi verð ég þroskaðri og skynsamari.... hm já,já örugglega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2007 | 19:09
Ekki gaman
Ég er nú ekki beint í góðum gír, mjög döpur og niðurdregin. Þetta er erfiðast fyrir fjölskylduna mina, þau læðast um í kringum mig og reyna að létta mér lífið á allan hátt, ég er gríðarlega heppin og þess vegna er svo sárt að geta ekki "hrist" þetta af mér. Ég reyni og reyni en ég einhvern er bara döpur og langar mest að vera bara einhvers staðar þar sem ég er í friði , annað hvort upp í rúmi eða fyrir framan sjónvarpið. EN það er náttla ekki mjög sniðugt því að það lagar ekkert.
En það birtir alltaf upp um síðir, maður verður að trúa því, vegna þess að annars klikkast maður.
Hafið þið það sem best, ég ætla að vinna í því líka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2007 | 12:36
Jamm og jæja
Er ekki viss um hvað ég ætti að skrifa...
Þetta er búin að vera skrýtin vika byrjaði bara ágætlega en síðan fór allt til fj...... ekki alveg kannski en soldið. Fór í skólann einn daginn var þar í fimm mínútur og fór heim aftur, ég bara gat ekki verið þar. Það er búið að vera svo mikið að gerast hjá mér svo að ég held að þetta sé nokkuð eðlilegt bakslag, ég held að ég hafi bara þurft einn dag í rúminu og hef verið að koma smátt og smátt til baka síðan. 'Eg er fegin því að þetta var bara einn dagur í stað viku eða mánaðar svo að ég má prísa mig sæla.
Er reyndar eins og full hæna, mig svimar frekar mikið vegna vöðvabólgu svo að ég er heldur ekkert mikið að hreyfa mig, vonandi fer það bara að lagast svo að ég ´geti nú farið að hreyfa mig eitthvað
.
Það gengur allt sinn vanagang og vonandi heldur það bara áfram.
HAFIÐ ÞAÐ SEM BEST
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2007 | 18:53
Enn einn sigur...
Ég fór fyrir um tuttugu árum á skyndihjálparnámskeið en ég lauk því ekki vegna þess að einhver hló að mér því ég gerði ekki rétt,en alltaf langað en ekki farið. EN ég lauk skyndihjálparnámskeiði í dag. Þetta að snerta ókunnuga og gera eitthvað fyrir framan aðra hefur ekki verið minn tebolli, en í dag og í gær og í fyrradag gerði ég þetta. Bráðum fer ég að stökkva á ókunnugt fólk og leggja það í læsta hliðarlegu og blása í það lífi
.
Ég þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur af skólanum, ég var svo heppin að það vantaði fleiri í tíma ( vegna gangna) og svo voru kennararnir veikir og svoleiðis. Það sem ég hafði mestar áhyggjur af er síðan ekkert mál svo að ég er bara slök.
Ég ætla að halda áfram að svífa um á skýinu mínu, hafið það gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2007 | 18:31
Bongiorno, senjora
Jamm búin að læra ítölsku, ég ætla að lauma mér með í ferðatösku Ólafar vinkonu þegar hún fer aftur til Ítalíu því að þetta var bara frábært, ég held að ég komist ekki nær himnaríki en þetta. Hvítvín í hádeginu og rauðvín á kvöldin, æðislegur matur (hefði viljað borða fimm stórar máltíðir á dag en þá hefði þurft flutningavél frá hernum til að flytja mig heim) og sól allan tíman.
Ég var í mjög góðu jafnvægi, reyndar tók ég kvíðalyf daglega og þau hjálpuðu mér að slaka á, ég fór oft í sjóinn í laugina og sprangaði um á bikini einu fata, í fyrra gerði ég þetta ekki, fór ekki í sjóinn eða laugina af því að það gæti einhver horft á mig og að labba um á bikini! ertu frá þér en núna er ég allt önnur manneskja.
Í dag var ég sest á stað þar sem við "gömlu" sitjum alltaf og var bara ein og koma þá ekki 20-30 danir og setjast á borðið fyrir framan mig, og eru í gangveginum, gamla ég hefði beðið þar til þeim þóknaðist að fara en nýja ég stóð upp og pikkaði í eina sem var fyrir mér og lét aðra standa upp svo ég kæmist og var bara nokkuð ánægð með mig
Það verður heilmikil vinna að vinna allt upp en það er alveg geranlegt svo að ég hef engar áhyggjur og búin að seta kvíðalyfin upp í skáp ( þau eru búin að gera sitt í bili)
Set inn myndir seinna.
Hafið það sem best
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)