Nú skil ég....

Hvernig það er að horfa á einhvern þjást af andlegum sjúkdómi og geta ekkert gert.  Ég tek ofan fyrir þeim sem hafa staðið á hliðarlínunni og hafa þjáðst vegna þess að þeir vita ekki hvað þeir geta gert.  Ég hef staðið í þessum sporum undanfarið og það hefur verið rosalega erfitt, því að ég veit hvað er að gerast og það getur enginn borið þessa byrði fyrir mann þó að allir séu af vilja gerðir, þannig að mér hefur verið illt í hjartanu og samt innilega þakklát fyrir þá sem hafa staðið á hliðarlínunni hjá mér þegar ég hef verið langt niðri.

Ég er að fara á hjónaball á eftir, þetta er flottasta samkoma sveitarinnar og allir konurnar í síðkjólum karlarnir í jakkafötum.  Þetta er mjög skemmtileg samkoma og flottur matur og gaman.

En eitt sem fylgir svona samkomum er ekki alveg jafnskemmtilegt, það er svo sorglegt að sjá konur og karla sem komu í sínu fínasta pússi verða ofurölvi og standa ekki á löppunum, búið að æla sig allt út og  mér finnst þetta alltaf svo sorglegt af því að þetta þarf ekki að vera svona.  Mér finnst í góðu lagi að fólk fái sér í aðra tána og skemmti sér, það er ekkert að því.

Á morgun fer ég, ásamt mömmu og systrum mínum í Óperuna að sjá La Travíata, fyrst ætlum við að fara og borða í Perlunni svo að þessi helgi fer í át og skemmtanir, ekki amalegt það!

En læt þetta duga í bili, er bara nokkuð vel stemmd og hef það gott ( kannski of gott) en nýt þess.

Knús á línuna


Andlaus..

Hef ekki mikið að segja svo að þetta verður mjög stutt. 

Hef það gott, gengur vel.

BúiðWink


Tíminn líður hratt ( á gervihnattaöld)

Haldið þið ekki að það sé bara kominn mars, var að telja upp næstu viðburði sem ég ætla á, þá verður sumarið komið áður en ég veit af, næstu helgi er hjónaball, síðan fermingarveisla, svo páskarnir og þá er hér um bil kominn apríl og það er síðasti mánuðurinn í skólanumW00t, þetta líður alltof hratt.  En ég hlakka til allra þessara atburða.

Lífið var ljúft í Köben, ég komst upp í sívalaturn, búin að ætla mér það síðan ég fór síðast til Danmerkur því að ég beið niðri ( treysti mér ekki upp) meðan Diddi fór upp, svo að ég náði takmarki mínu.  En annars fannst mér þessi ferð eins og ein átveisla, hver steikin á fætur annarri, bara frábært og rauðvín með.Tounge

Reyndar fékk kast eftir að ég kom heim, er mjög oft þannig, því að það er eins og ég þurfi að refsa mér fyrir góðu stundirnar.  Var ömurlega leiðinleg og fúlAngry, vildi ekkert gera nema éta og sofa en sem betur fer er ég með þetta lyf sem hjálpar mér´, þetta tekur þá fyrr af þó að þetta sé ömurlegt á meðan á því stendur.

Annars fer ég til bælkunarlæknis á þriðjudaginn og þá kemur í ljós hvað verður gert við hnén á mér ( kannski bara tekin af við öxlSideways) En vonandi verður eitthvað gert sem fyrst svo að ég geti farið að ganga eitthvað að ráði afturCool

Hafið það sem allra best....


Hölt eða geðvond....

Ég er með rifinn liðþófa í hné, reyndar báðum en meira í því hægra svo að þegar ég geng verð ég höltFrown en svo komst ég að því að ég verð alveg hrrrrrikalegaAngry geðvond þegar ég get ekki farið út að labba svo að ég ákvað það að það sé betra að vera haltur en geðvondur, ég er nokkuð viss um að fjölskylda mín er alveg sammála þvíTounge.

Ég varð ferlega pirruð og óörugg með vinnu mína í síðustu viku og er eiginlega bara rétt að jafna mig núna, er rólegri og öruggari með vinnuna mína, því að ég legg mig alltaf mikið fram við öll verkefni og ef að einhver sem er í hóp með mér finnst það ekki nógu gott þá verður hann að eiga það við sig.Woundering  ´

Þó að ég sé miklu betri af félagsfælninni þá finn ég það að ég má ekki við miklu, eins og dæmin sýna kannski, ég er alltaf óskaplega fljót að efast um sjálfa mig og það sem ég geri.  Vonandi lagast þetta allt smátt og smátt, það er betra að það komi þannig heldur en að fara alltof geyst og verða síðan að gefa allt frá sér og enda í þunglyndiskastiWoundering

En ég er að fara til kóngsins Köbenhavn á miðvikudaginn og ætla ekki að láta eitthvað svona skemma fyrir mér, ætla að fara á reef´n beef og fá mér krókódíl, mmmmm besta kjöt sem ég hef smakkað.

Vi ses... knus og kram ( gæti verið norskuskotið en skiptir ekki öllu máliLoL)

 


Jamm og jæja

Ég fór á háskólakynningar í dag og ég er alveg búin að ákveða hvað ég ætla að vera þegar ég verð stór,  ég var svo sem búin að ákveða að fara í iðjuþjálfun og ég styrktist enn í þeirri ákvörðun.  Það eina sem mér finnst slæmt við það er að ég þarf að fara til Akureyrar tvisvar á önn.  Ekki það að mér finnist Akureyri leiðinleg eða akureyringar leiðinlegir, þetta er bara það að þá þarf ég að fara að heiman, jafnvel án þess að hafa karlinn minn með mér.FootinMouth 

 Ég veit vel að ég er fullorðin manneskja og að ég á ættingja þarna norður frá en mér finnst óskaplega erfitt að hafa ekki fólkið mitt í kringum mig, ég fæ alltaf kvíðakast og verð ómöguleg vegna þessa.  Mér finnst þetta bara erfittFrown.

En ég ætla ekki að láta þetta koma í veg fyrir að ég læri iðjuþjálfun,  ef þess þarf þá verður minn elskulegi eiginmaður bara að fylgja mér, svona í fyrsta skiptið allavega.

En það er ekki alveg komið að þessu svo að ég sef alveg róleg ennþáWink

Hafið það sem best


Þreytt...en dáldið glöð líka

Jæja ég er búin að vera í Rvík í allan dag og er alveg búin á því, var komin heim um sjö og svo var fundur kl 20:30, það er ekki það að ég sé neitt að kvarta yfir fundunum, neihei sko öðru nær  þeir eru frábærir þó að þeir séu ekki margmennir en þegar maður fer til Rvíkur þá verð ég svooooo þreytt og pirruð.Sleeping

Í gær var fyrsti fundurinn hjá unga fólkinu í Fsu, ég held að þetta eigi eftir að ganga ágætlega, það voru tveir og svona persónulega finnst mér betra að það byrji fáir og fjölgi svo heldur en að margir komi og hætti allir síðan.  Þessi sem komu ætla koma aftur og taka þá jafnvel einhvern með sér svo að  vonandi er þetta bara byrjunin.Cool

Er að vinna verkefni sem tekur óratíma og er með manneskju í hóp sem er með fullkomnunaráráttu  og allt verður að vera svoooooo nákvæmt og hérum bil vera doktorsritgerð og þá efast ég um mig og mína vinnu þó að ég hafi unnið mína vinnu og meira en það, það er ekki hægt að ætlast til þess að maður geti unnið vinnu á háskólastigi fyrr en maður er kominn í háskóla og ef ég fæ ekki ellefu fyrir þetta fj... verkefni þá fer ég í fýluDevil

Jamms búin að fá að blása....líður miklu betur........ knús á línuna


blaa

Veit svo sem ekki hvað ég ætti að segja...

Ég hef það bara gott, bara.  Sjálfshjálparhópurinn hittist í gær og við vorum fjögur sem mættum og mér fannst það frábært vegna þess að í síðustu tvö skipti spjallaði ég við sjálfa mig og þó að ég sé skemmtileg þá er eitt skipti alveg nógTounge en færð og veður hafa sett strik í reikninginn, þessi fundur í gær var mjög góður og ég hafði mjög gott af honum.

Fyrsti fundurinn í Fsu verður á mánudaginn fyrir unga fólkið, get nú ekki neitað því að ég er að fá góðan kvíðahnút í magann og þær hugsanir eru duglegar að stinga upp kollinum að ég eigi nú ekkert að vera að þessu, þetta sé nú ekki mitt mál (ég veit, púkinn minn hefur hátt) en ég reyni bara að hlusta ekki á sjálfa migWink

Ég vaknaði kl 6:30 til að mála stelpu sem fór dulargervi í skólann sem köttur í draugsgervi. Orðin svolítið þreytt svo ég ætla að fara bráðum upp í rúm......

Knús á línuna

 


hænsn....

Ég er ekkert alltof ánægð með mig í dag....

Ég er í nefnd hjá kvenfélaginu sem sér um þorrablótið og ætlaði að taka þátt í skemmtiatriðum, en þar sem þetta var farið að hamla daglegum störfum mínum s.s. prófalestri og þ.h. þá fékk ég að hætta við það. EN núna er ég hundóánægð með að hafa dregið mig útúr þessu því að það er ósigur fyrir mig,  ég tek öllu svona sem áskorun og ég bara stóðst ekki þessa.

En maðurinn minn elskulegur þekkir mig betur en ég sjálf og benti mér á að það þýðir ekki að taka einhver risaskref heldur hænuskrefin væru líklegri til árangurs.  Og það er alveg rétt, en mér finnst ég vera algjör hæna því að ég gat þetta ekkiAngry

Ætla að skemmta mér á þorrablóti og njóta þess að horfa á skemmtiatriðin sem ég tek ekki þátt íWink

 


Hamingjan

SteingeitSteingeit: Þú bíður ekki eftir því að vera hamingjusamur. Hægt er að detta inn og út úr hamingjunni á ástæðu. En þú hefur margar ástæður.

Sko ég hef alltaf sagt þetta, maður skapar sína hamingju sjálfur.


Geðsjúkdómar

Mikið fór það í taugarnar á mér að Ólafur F skyldi ekki segja hvað hrjáði hann, í stað þess að segja: ég hef verið langt niðri hefði hann geta sagt: Ég er með þunglyndi.. geðhvörf eða hvað sem er.  Þegar menn sem eru í sviðsljósinu og læknir að auki getur ekki komið fram og sagt frá því á mannamáli hvað er að honum heldur að fara í kringum málið eins og köttur í kringum heitan graut, hvernig á maður að búast við að Jón og Gunna út í bæ tali opinskátt um sín geðrænu veikindi? 

Mér finnst þetta ekki hjálpa upp á að minnka fordómana,  ég held að geðsjúkir séu sjálfir með mikla fordóma, halda að fólk hafni þeim ef að það þeir segja að það er eitthvað að þeim á geði.  Ég veit að það er mjög erfitt að standa upp og segja: Ég er með þunglyndi, félagsfælni, kvíða.  Þessir sjúkdómar eru erfiðir vegna þess að það sést í flestum tilfellum ekki okkur hvort að við séum eitthvað veik.

Íslenski hugsunarhátturinn, "það blæðir hvergi, hættu þessum aumingjaskap", er mjög sterkur í þjóðarsálinni og því miður virðist hann ekki vera á neinu undanhaldi.  Því miður er það nú svo að sumir fá þessa sjúkdóma og það verður þannig áfram, til að auðvelda þeim sem eiga eftir að greinast með geðsjúkdóma ættum við sem erum "gömul í hettunni" að vera opinská um okkar geðsjúkdóma og opna þannig umræðuna um þá.

Ég veit...hættu þessu tuðiWink

Hafið það gott

Ég heiti Jóna Heiðdís og er með þunglyndi, félagsfælni og kvíða en er í bata


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband