11.4.2008 | 17:14
Jæja þá....
Núna er ég hætt að liggja upp í rúmi og hugsa um hvað heimurinn yrði betri án mín.
Mér líður miklu betur og búin að fara út að labba í dag og í gær, þetta er á við góða meðferð hjá sálfræðingi eða eitthvað svoleiðis og maður þarf ekki að borga 7000 kall fyrir
Ég er búin að biðja um að fá að tíma hjá geðlækninum, svo á hann að hringja í mig til að gefa mér tíma, hvenær sem það verður En eins og hjá öðrum sérfræðingum tekur allt svona tíma, ég er samt að vona að ég komist að áður en prófin byrja, því að ég VEIT að þá verður mikið stress í gangi það verður ekki líft á heimilinu. Kannski er einhver tilbúinn að taka að sér fjölskylduna mína á meðan þessu stendur, því að þetta stress á eftir að bitna mest á þeim, sem eiga það síst skilið.
Ég hef verið mjög dugleg í náminu svo að ég þarf nú ekki að hafa miklar áhyggjur af því ( fyrr en prófin byrja)
Hef voða lítið meira að segja í bili.... hafið það sem best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2008 | 06:50
Vantar pening


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 13:32
Eitthvað stúrin
Sit hér og háma í mig suðusúkkulaði í þeirri tilraun til að mér líði eitthvað betur en það gerist eitthvað lítið í þeim málum svo að ég verð bara að þreyja þorrann og góuna líka ef ekki vill betur. Ég svo sem veit ekki af hverju ég er döpur núna, kannski af því að það fannst ekkert að mér í hnjánum, gamli verkurinn er þarna ennþá svo að ég veit ekki hvað tekur við, kannski af því að mér finnst ég alveg strand í efnafræði eða kannski bara ekki neitt, það er ekki alltaf einhver ástæða fyrir því að ég verð döpur en þetta er farið að vera full oft svo að ég verð líklega að fara til geðlæknisins og athuga með lyfin mín, finnst ég reyndar frekar heppin þar sem ég hef ekki farið til hans í tvö ár. Vonandi rjátlast þetta sem fyrst af mér svo ég geti nú farið að gera eitthvað annað en að vorkenna sjálfri mér.
Í gær sá ég fallegasta barn sem ég hef séð ( fyrir utan mín eigin). Fríður og Kristinn hjartans hamingjuóskir með stúlkuna og vonandi gengur allt vel. En þó að ég sæi svona fallegt barn fóru eggjastokkarnir ekkert af stað ( hjúkk) svo að allir geta bara verið rólegir yfir því.
Nú er ég búin með allt sem ég hef að segja í bili.... þangað til næst hafið það gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2008 | 14:40
Prinsessan á Bauninni
Ég var að láta laga hnéin mín í gær og get ekki labbað nein ósköp en smá þó. Mér er þjónað eins og ég sé prinsessan á bauninni, alveg stjanað í kringum mig og allt. Ég hef reyndar alltaf verið frekar dekruð á heimilinu en núna er það alvöru.
Ég fór ( staulaðist) í gær á kynningu á fjarnámi við Háskólann á Akureyri og þetta var frábær kynning og ég er orðin svo spennt yfir því að byrja, veit ekki hvort ég get beðið fram á haustið ég hlakka þvílíkt til.
Ég er nú nokkuð bjartsýn á að geta farið í allskyns göngur í sumar, bæklunarlæknirninn sagði að það hefði ekki verið mikið rifið en einhverjir örvefir sem hann lagaði og ég ætti bara að vera þokkalega fljót að jafna mig þessu öllu saman. Eins gott því að ég er búin að skipuleggja svo margar gönguferðir í sumar að ég geng örugglega af göflunum .
Ætla að nota tímann og reyna að ná einhverjum skilningi á þessari %&$#"/ efnafræði.
Hafið það sem best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 19:47
Á svo góðan mann..
Á föstudaginn hélt gellan okkar afmælispartý og allt í lagi með það en húsmóðirin tók þennan dag í að liggja upp í rúmi. En það var sko ekkert vandamál á bænum Diddi tók þetta bara allt að sér og bakaði meira að segja franska súkkulaðiköku handa skvísunum svo að ég fékk bara að liggja í rúminu í þunglyndinu mínu.
Á laugardaginn fórum við á Jesus Christ Súperstar, ég, Diddi, Örvar og Telma og það var bara mjög gaman. Ekki var ég alveg komin upp úr þunglyndinu svo að ég naut þess kannski ekki sem skyldi en þetta var góð tilbreyting.
Í dag sunnudag héldum við upp á afmæli, buðum fjölskyldunni í kaffi og það mætti fullt af fólki, bara gaman að fá þau í kaffi.
En er frekar lúin með hausverk dauðans, þarf líklega að fara á morgun og láta sprauta í hausinn á mér, og ætla að reyna í leiðinni að fá sprautað einhverjum skilningi á eðlis,- og efnafræði þetta er bara fag sem ég skil alls ekki, bara ekki því miður. Ég þarf að ná 4.5 úr prófunum og vetrareinkunn svo að ég verð bara að krossa fingur og lesa meira
vonandi hefst þetta allt saman.
Ætla að fara að læra frönsku, skil hana allavega betur en eðlis og efnafræði.
Bestu kveðjur....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2008 | 18:52
Enn einn sigur....
Ég fór í vettvangsferð í dag, fór í Gunnarsholt ásamt 40 öðrum nemendum, þetta var mjög skemmtileg ferð og fróðleg.
Ég fór að hugsa um hversu langt ég hef komist á ekki lengri tíma, mér fannst ekkert sjálfsagðara en að fara í þessa ferð en á leiðinni rann það upp fyrir mér að fyrir þremur árum hefði það ekki verið svo sjálfsagt! Reyndar er ég alveg búin á því, hélt að ég væri að verða veik en held að þetta sé bara svona eftirá sjokk og lægðin sem er að ganga yfir að gera mér grikk
Svo á að fara eftir hálfan mánuð í Hellisheiðarvirkjun og ég hlakka bara til.
Telma mín á afmæli í dag, hún er fimmtán ára skvísan, eiginlega finnst mér hún alltaf vera svona 5 árum yngri en svona er þetta bara. Við ætlum að hafa afmæli á sunnudaginn og vonandi komast sem flestir
Hann Einsi minn ætlar að halda upp á afmælið með Telmu, hann varð 8 ára á páskadag svo að þetta verður stórveisla.
Knús á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.3.2008 | 10:21
Stend á blístri...
Og átið ekki búið, erum að fara á eftir í kaffi til mömmu. Það verður bara tekið á því þegar ég er orðin góð í hnjánum. Hef samt alltaf út að labba á hverjum degi, betra vera smá illt í hnjánum en að vera geðvond
. Mér finnst ég ekki labba neitt langt en í síðustu viku gekk ég tæplega 34 kílómetra, safnast þegar saman kemur.
Fór í messu í gærmorgun klukkan átta, bara æðislegt, ég held svei mér þá að Eiríkur prestur geti látið sjónvarpsdagskránna hljóma bæði fallega og skemmtilega það er bara þvílík unun að hlusta á hann. Og einhvern vegin er alltaf eitthvað í ræðunum hans sem hitta mig beint í hjartað.
Örvar minn er komin heim frá Norge og hafði það bara gott, það var gott að fá hann heim.
Ég var búin að gleyma hvað það er gaman að fara á hestbak, ég vildi gjarnan fara eitthvað aðeins hraðar en fetið en ætli maður verði ekki bara að vera þolinmóður því að Telma er dáldið smeik ennþá, hún les svo mikið í látbragð Glæsis að hún flækir allt svo mikið þannig að núna förum við bara rólega af stað.
Jæja, best að éta svoldið meira, gæti lagt af annars
hafið það sem best
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2008 | 01:15
Andvaka og orðin kelling
Ég er andvaka og bara get ekki sofnað hvernig sem ég reyni, ég er yfirleitt sofnuð upp úr tíu en núna gengur mér ekkert að sofna.
Ég held að ég sé orðin kelling vegna þess að ég bakaði rúmlega 100 pönnsur í dag og í gær, passíusálmarnir eru alltaf lesnir í Hrepphólum á Föstudaginn langa og það er safnaðarnefnd sem sér um kaffið og ég er í þeirri nefnd og þurfti að baka slatta af pönnukökum og hafði aldrei bakað svoleiðis fyrr. Þær voru svona og svona í fyrstu og flestar matarmiklar, en ég var orðin alveg helv.. góð á þeirri hundruðustu. Alla vega voru þær borðaðar og ég hef ekki frétt af neinu andláti í sveitinni (ennþá). Mér finnst þetta vera merkið um það að vera komin í fullorðinna kvenna tölu, sem sagt kelling
.
Það var járnað á bænum í gær , Telma mín var hálflasin svo að hún fékk ekki að fara út svo að við hjónin fórum í stuttan reiðtúr í dag sem var bara mjög gaman, enda frábært veður, sól og (næstum því) logn. Á morgun ætlum við Telma að fara ef að hún er eitthvað skárri og ég verð ekki mjög stirð...enda orðin kelling
Hafið það sem best yfir Páskana... auglýsi eftir einhverjum sem vill koma með mér í messu kl átta á páskadagsmorgun.
Knús á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2008 | 18:44
gaman að hitta ættingjana...
Var í fermingarveislu áðan... Mikið er gaman að hitta stórfjölskylduna, maður hittir þetta fólk alltof sjaldan. Börnin stækka og breytast sum eru orðin ráðsett með börn og annað hefur vaxið manni yfir höfuð og ég eldist bara ekki neitt.
Ég er búin að vera eitthvað svo þreytt en komst að því að ég hef verið að vorkenna sjálfri mér og ekki farið út að labba en fór í morgun og er allt önnur manneskja. Nú verður engin miskun, nú verður farið út að labba á hverjum degi Enda ef veðrið verður eins og það var í dag, sól og logn, þá er það bara dásamlegt.
Ég hef verið að hugsa um þunglyndið mitt, hvernig það lýsir sér og hvað ég get gert til að koma í veg fyrir köstin, kannski vegna þess að ég hef reynt það á eigin skinni hvernig það er að horfa á einhvern þjást af þessum ófögnuði, en þó að ég geti kannski ekki komið í veg fyrir köstin þá get ég reynt að gera þau auðveldari fyrir þá sem standa mér næst. Ég verð að hugsa um þetta svolítið lengur... hugs...hugs...
Nú er ég alveg að deyja úr spenningi, það er von á fjölgun hjá skáfrænku minni sem ég held mikið upp á, henni Fríði, hún er sett á miðvikudaginn.... þetta er svoooo spennandi. Ég hlakka til að sjá STELPUNA(óstaðfestur grunur)
Hafið það sem best og farið út að labba
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2008 | 20:20
Lööööööt
Ég þarf að gera svo margt en nenni engu.. er svo einhvern vegin úrvinda, væntanlega eftir djamm helgarinnar ég er orðin of gömul fyrir svona útstáelsi
. En það var mjög gaman bæði á hjónaballinu og óperunni. Það er alltaf gaman að breyta til.
Það er alveg að koma páskafrí sem verður vel þegið, þarf reyndar að vinna tvö stór verkefni svo að það verður ekki legið með tærnar upp í loft.
þarf að halda áfram að læra... tvö próf framundan.
Knús handa öllum sem vilja og þurfa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)