Samviskubit...

Yfir öllum sem ég bauð ekki,  ég hefði gjarnan vilja bjóða miklu fleirum en þá hefði ég þurft að byggja við, en það er full seint í rassinn gripið að byrja á því núnaBlush

Þegar ég kom fram í morgun biðu mín hvítar rósir á borðinu frá Örvari og Möggu, bara dásamlegtHeart, ég er svo ofboðslega heppin að það er eiginlega ótrúlegt

Ég er vel stemmd fyrir daginn, vonandi búið að versla allt og öll föt eru tilbúin og allt að smella saman.

Ég ætla að njóta dagsins og vonandi gerið þið það líka


Fiðrildi í maganum...

Á morgun  verð ég stúdent, þetta er eitthvað svo skrýtið ég er með fiðrildi í maganum og svo spennt. 

Ég hlakka náttúrulega mikið til en púkinn minn sem situr þessa stundina fastast á öxlinni á mér og hvíslar að mér að það sé nú hálf asnalegt að vera að halda veislu fyrir eitthvað sem hefur dregist í tuttugu ár að klára!  Ég er að reyna að segja mér að ég eigi þetta sko alveg skilið, ég hafi unnið að þessu hörðum höndum og yfirstigið margar hindranir til að ná þessu en púkinn minn er mjög hávær og vill ekkert lækka í sér sama hvað ég reyni að beita á mig hugrænni atferlismeðferð eða rökum þá gólar hann þarna bara: Þetta er nú ekkert merkilegt, það eru alltaf verið að útskrifa stúdentaWoundering

En maður er nú alltaf að læra eitthvað nýtt, núna dreif ég mig ásamt tveimur vinkonum mínum í magadansW00t ég er náttúrulega vel útbúin fyrir slíkan dans því að ég er jú með maga og nóg af honum, þetta er frábær leikfimi og alveg stórskemmtilegt, maður er alveg endurnærður þegar maður kemur heim og fullur af orku.

Ætla í dag að sækja ömmu mína til Keflavíkur og versla fyrir veisluna, það er nú ýmislegt sem þarf að gera þegar maður á von á 60-70 gestum, en við ætlum nú að hafa þetta bara einfalt, súpa og brauð, engar kökur eða svoleiðis ( sorry)

Best að fara að elda hafragrautinn og klæða sig.

Knús á línuna ( JónasemeraðverðastúdentámorgunTounge)


500 km...

Ég náði í dag 500 kílómetra markinuWizard og minn heittelskaði lofaði að verðlauna mig á einhvern hátt... held að það verði í formi óvissuferðar eða einhvers svoleiðis, kannski fer hann bara með mig í göngutúrTounge

Ég hef nóg að gera, bæði að telja gróðann ( minkahvolpa) og ganga auðvitað og fara á hestbak.  Síðan er ég að undirbúa veislu og það er bara gaman, þrátt fyrir að hafa fengið smá bakslag og púkinn minn varð ansi hávær, þetta er mjög eðlilegt fyrir mig þegar spennufallið verður þá leggst ég yfirleitt í rúmið og vill ekki tala við neinn en það er allt betra í dag, orðin spræk sem læk..ur

Farin að njóta vorsins....


náði öllu :)

Fékk 9.3 í eðlisfræðiW00t, eins og minn elskulegi eiginmaður segir, þá er ekkert að marka mig, ef ég segist hafa náð er það 9 ef ég segist hafa fallið þá er það 7LoL

Mér létti mikið, og er í skýjunum, búin að kaupa mér voða fínan kjól og verð voða fínSmile

Ég líka mjög ánægð með son minn sem fékk 10.5 í sögu, ég hef aldrei fengið 10.5 í neinu svo að hann toppar mig algjörlegaKissing

Hafið það sem best


búin...

Jamm þá er ég búin í prófunumWizard en nú hefst biðin og efinn er ég búin að ná eða ekki?  Jú, það er nokkuð víst að ég hafi náð öllu en púkinn minn er duglegur að hvísla að mér: ertu nú alveg viss um að þú hafir náð??Devil

En allavega ætla ég að halda útskriftarveisluWhistling búin að bjóða fullt af fólki, þá er eins gott að ég nái svo að ég þurfi ekki að aflýsa veislunniTounge

Var áðan í gönguferð og ég held svei mér þá að sumarið sé komið í öllu sínu veldi, fuglasöngur, sól og blómin að gægjast fram hvert á fætur öðru. Bara Dásamlegt.  Er búin að labba 464 km frá 25 des sl, alveg að verða búin með 500 svo að næsta markmið er 1000 kmW00t

Hafið það sem best knús á línunaKissing


læra og læra

Ég er búin að vera að læra frönsku og er eiginlega búin að læra nóg!  Frekar skrýtið en ég veit bara ekki hvernig ég á að læra meira, held að það komist ekkert meira inn í hausinn á mér þó ég reyni ( það er ekki svo mörg gígabæt( kannski hálft) í heilanum á mér að ég geti munað allt sem ég á að munaGetLost)

En ég er bara hress og fer út að ganga á hverjum degi og búin að taka þá ákvörðun að fara á hestbak á hverjum degi líka svo að það er nóg að gera, svo náttla þarf ég að læra (og fá mér pulsu með rjóma).

Það er dásamlegt veður úti og ég hlakka til að fara út á eftir ( vonandi verður veðrið eins gott þá).

Hafið það sem best.


Einn dagur...

Jamms á eftir að mæta í tíma á morgun og svo ekki meirW00t.  Þá á ég náttúrulega eftir fjögur próf og sjálfsagt verður það svo að ég eigi eftir að tapa mér yfir þeimWink, fá mér pulsu með rjóma ( þeir sem hafa séð næturvaktina skilja djókið).  Það er svolítið skrýtið að hætta í FSu þar sem ég er eiginlega hluti af innréttingunniTounge en það verður spennandi að byrja í nýju námi á nýjum stað í haustCool

Ég er að verða góð í skrokknum en er samt einhvern vegin svo máttlaus og lin.  Fór að labba áðan og hafði það varla á móti rokinu en það var hressandi og nennan kom til að taka til í öllu draslinu sem hefur safnast hér upp, vegna þess að húsmóðirin var ekki í standi til að taka til og svo NENNTI hún því ekki.

Ég ætla að láta þetta gott heita í bili..knús á línuna.


Gleðilegt sumar:)

Jæja gott fólk það er komið sumar til hamingju með þaðWizard

Núna sit ég og get ekki annað, fékk svo mikið gigtarkast að ég er alveg bakk, hreyfi mig eins og gamalmenni og er alveg að drepast í öllum liðum.FootinMouth   En það er ár og dagur síðan ég hef fengið svona slæmt kast sem betur fer því að ég vildi nú ekki vera svona mjög lengi, og ég finn til með þeim sem þurfa að vera svona alla daga.  Svo dett ég nú oft í það að vorkenna sjálfri mér óskaplega ( aumingja égBlush)en er að læra að hætta því.

Núna er síðasti endaspretturinn í Fsu að hefjast aðeins 4 dagar eftir og síðan 4 próf, ég er nokkuð viss að ná öllum fögunum nema kannski eðlis-og efnafræði, ætla að leggjast yfir það um helgina.

Núna er tími kóranna, um síðustu helgi voru tónleikar Uppsveitasystra, núna um helgina verða tónleikar Karlakórs Hreppamanna, tónleikarnir síðustu helgi voru alveg stórskemmtilegir og konurnar eru fjölhæfari en karlarnir því að þær gerðu tvennt í einu, þær sungu og dönsuðuW00t bara gaman.   Það er alltaf gaman að hlusta á fallegan söng.

Hafið það sem best í sumrinu sem gægjist hægt og rólega í gegnum skýin.


Vorið er komið og grundirnar gróa.....

Er það ekki ? Er vorið komið? Alla vega í dag, fór að labba, gat verið á stuttermabol og kvart (kvein)buxum.

Ég er bara vel stemmd í dag og búin að vera undanfarið, kvíði prófunum ekki og þó að það sé mikið framundan í skólanum er ég bara mjög slök, það er nú bara ekki í lagiW00tmeð mig. 

Ég elska það að vakna við sönginn í fuglunum á morgnana, meðan það er ekki gæsagarg (gæsirnar eru í þúsundum á túnunum hérna) og gargið í hettumáfinum ( stundum er eins og maður sé við sjávarsíðuna miðað við gargið í máfunumTounge)

Ég fór á hestbak í dag  með Telmu og það var æðislegt í blíðunni.

Þetta var frábær dagur.Joyful

 


Ætli þetta sé vísbending um prófin framundan?

Stjörnuspá

SteingeitSteingeit: Verkið sem bíður þín er auðveldara en það virðist vera. Gott er að fylgja fyrstu tilfinningunni - og það skjótt. Árangurinn verður slakari ef þú tekur of mikinn tíma í verkið.
Sem sagt að skrifa það sem mér dettur fyrst í hug og vera snögg að þvíLoL

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband