18.6.2008 | 18:54
Komin niður úr skýjunum...í bili
Er enn alveg að springa úr gleði.
Við fórum í Skaftafell um helgina og það var alveg frábært, við gengum nokkur inn í Bæjarstaðaskóg, um 15 km, í þvílíkri blíðu svo að allir urðu frekar rauðir af sólbruna. Á sunnudeginum fórum niður Skeiðarársand til að athuga með þetta gullskip sem er alltaf verið að leita að, en við sáum hvorki tangur né tetur af en ferðin niður á sandinn var frekar glæfraleg því að sums staðar kom vatnið upp úr sandinum á eftir bílnum svo að það var betra að vera ekki að stoppa mikið þar sem bleyta var, því að það er enginn leikur að ná bíl upp úr sandbleytu.
Við fórum heim á mánudaginn og vorum bara mjög ánægð með ferðina.
Í gær fórum við í langan bíltúr með stelpurnar og mamma kom með, byrjuðum á Gjánni í Þjórsárdal og enduðum í Fljótshlíð, alveg frábær dagur. Set inn myndir frá ferðalögunum.
Knús og kossar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2008 | 11:43
KOMIN INN
Jamms komst inn í Iðjuþjáfunina á Akureyri bara æðislegt, sérstaklega þar sem ég var búin að ákveða að ég kæmist örugglega ekki inn þar sem það voru svo margir um hituna. Þetta er bara frábært, ég svíf hér og er alveg gríðarlega glöð með þetta allt saman.
Blogga meira seinna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2008 | 07:17
Dásamlegt...
Að fara á fætur í þvílíkri blíðu. Hér er hitinn kominn upp í 14 stig, heiðskýrt og glampandi sól, klukkan sjö að morgni, lífið verður ekki betra en þetta.
Erum að fara í útilegu á morgun, í Skaftafell, ég hlakka mjög til því að núna prófun við fellihýsið okkar í fyrsta sinn.
Tók ansi góða dýfu í vikunni, svaf í heilan sólarhring, var samt syfjuð þegar kastinu var lokið. Ég hef það á tilfinningunni að ég er svo eins og Dr. Jekyll og Mr. Hyde, er bara nokkuð normal eina stundina en hina stundina er ég eitthvað skrímsli sem urrar bara á þá sem vilja gera eitthvað fyrir mann. Þegar köstin eru búin þá fæ ég alltaf svo mikið samviskubit vegna þess að ég var hræðilega vond og eigingjörn við manninn minn þá sérstaklega, því það er jú hann sem lendir í því að reyna að koma mer á lappir, það er mjög vanþakklátt starf.
Eitt sem ég sagði við systur mína þegar við vorum að gæða okkur á grill mat hjá múttu um helgina var að ég er alltaf með samviskubit yfir öllu sem ég borða, mér finnst ég borða allt of mikið fyrir það fyrsta, alltof óhollt og allt eftir þessu. Svona viðhorf til matar er örugglega ekki gott, sérstaklega ekki þegar ég lendi í því að háma í mig stórt súkkulaði stykki, stóran ís og kannski eitthvað fleira og er svo að drepast úr samviskubiti yfir þessu öllu saman. Kannski hef ég bara ekki nóga sjálfstjórn.
En ég ætla í útilegu á morgun og skilja samviskubitið eftir heima.
Knús á línuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2008 | 10:45
Uppáhalds...
Þessi tími er í mestu uppáhaldi hjá mér, frá miðjum maí og fram í júní, allt lifnar og grær. Fuglarnir liggja á eggjum, Tjaldurinn er örugglega í móðursýkiskasti allan tíman, Krían bíður eftir færi til að gogga í hausinn á mér, ég reyni að finna hreiður þeirra fugla sem fljúga upp en það gengur frekar illa, held að ég sé haldin einhversskonar hreiðurblindu.
Á þessum tíma legg ég yfirleitt Ipodnum mínum, það er svo gaman að hlusta á fuglasönginn og hljóðin í umhverfinu.
Eitt það fallegasta í náttúrunni er Lambagrasið, iðjagrænn brúskur með þekju af bleikum blómum stendur upp úr auðninni og fegrar umhverfið ósegjanlega mikið.
Ég ætla að fara út og njóta umhverfisins, labba í Hruna í messu, næra bæði líkama og sál.
Hafið það sem best í dag.... ég ætla allavega að hafa það þannig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2008 | 10:25
Smá hugleiðingar...
Oft þegar ég vakna á morgnana ákveð ég að þessi dagur sé bara leiðinlegur og vil helst breiða upp fyrir haus. En yfirleitt, en ekki alltaf, druslast ég á fætur og þegar ég er búin að fá mér morgunmat og lesa blöðin eða skoða netið þá skánar dagurinn og ég lít með tilhlökkun til þess sem ég þarf að gera í dag. Því þarf ég alltaf að reyna að dröslast á fætur og finna það sem ég get hlakkað til í deginum, hvort sem það sé að fara út að ganga, hitta fólk eða fara í sjúkraþjálfun, bara hvað sem er.
Minnst á sjúkraþjálfun, þá er ég nú stundum kolrugluð ( bara stundum) ég mætti í gær kl 13.30 alveg galvösk en átti að mæta kl 11.30, smá rugl í gangi hjá mér, held að þessir tímar hafi verið fastir síðan um áramót
. Áður fyrr hefði ég alveg verið miður mín í marga daga en þar sem þetta gerist ekki oft fannst mér þetta eiginlega bara svolítið fyndið.
Ég ákveð mjög oft að ég nenni ekki einhverju sem er síðan alveg óskaplega gaman, það er til dæmis að fara á hestbak, yfirleitt nenni ég því alls ekki en veit að Telma fer ekki nema ég fari þannig að ég "neyðist" til að fara á bak með henni, en svo er þetta eitt það skemmtilegasta sem ég geri og eitthvað sem við mæðgur gerum saman, Telma er orðin miklu kaldari og finnst jafngaman og mér að fara hraðar en fetið.
Ég hef undanfarið eytt miklum tíma í að vera sár út í nokkrar manneskjur og það hefur verið hundleiðinlegt og mjög slítandi svo að ég er búin að ákveða að hætta því, það gerir mér ekki gott og frekar fáránlegt, því að þegar allt kemur til alls bitnar það bara á mér og ég bara nenni því ekki.
Ætli ég láti þetta ekki bara duga...knús á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2008 | 16:10
Myndir...
Setti inn nokkrar myndir frá Glym.
Náttúrulega voða stolt yfir að hafa farið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2008 | 09:57
Jæja þá....
Ég hef nú ekki mikið að segja nema hvað ég finn til með þeim sem hafa misst mikið í jarðskjálftunum...
OG aðeins að kvarta yfir hvernig fréttamenn fjalla um jarðskjálftana, það var eins og það væri hræðilegt að enginn skyldi deyja mér finnst svona fréttamennska ekki góð. Það var aðallega verið að spá í hvort að einhver væri ekki örugglega stórslasaður einhversstaðar. Það var náttúrulega hræðilegt að einhver skyldi meiðast en áttu fréttamenn ekki frekar að þakka fyrir að meiðslin væru ekki verri? Ég bara spyr.
Við fórum um helgina upp að Glym, hæsta foss Íslands og þrátt fyrir að leiðin væri erfið fengum við erfiðið launað margfaldlega þegar við sáum fossinn í öllu sínu veldi, en þessi ganga er ekki fyrir lofthrædda. Set myndir einhvern tíma við tækifæri.
Ætla út í sólina....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 12:08
Gjaldið fyrir gleðina
Ég fékk alveg einstakan prinsessudag á laugardaginn og allt var stórkostlegt og ég gat ekki verið hamingjusamari. Takk allir sem komu og fögnuðu með mér.
EN ég þarf alltaf að borga fyrir gleðina, í gær fór ég með stelpurnar í bæinn til tannsa, var búin að vera eitthvað örg og óþolinmóð en var samt bara í þokkalegu skapi. Svo fórum við í Útilíf að skoða gönguskó og þar byrjuðu tárin að renna, ég komst út í bíl án þess að nokkur tæki eftir þessu en svo brast stíflan og tárin runnu alla leiðina heim og þegar heim var komið lagðist ég bara upp í rúm og vildi ekki tala við neinn.
Í dag er ég skárri og vonandi verður allt orðið gott á morgun
En aftur takk allir fyrir frábæran dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.5.2008 | 11:30
Ég vissi nú þetta...
Steingeit: Næg hreyfing heldur andlegu hliðinni í jafnvægi. Tengingin milli líkamans og hugans er dularfull, en þú þarft ekkert að vita um það til að láta það virka.
Hef þetta alveg á hreinu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2008 | 09:28
Jæja það tókst
Jamms þá er ég orðin stúdent
Ætlaði að setja inn myndir, hef ekki hugmynd um hvort það tekst.
Ætla að fara að sjóða súpu, jamm og Fríður það er hafragrautur spes handa þér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)