31.7.2008 | 19:14
Arg...
Þetta er alveg til háborinnar skammar, að halda að 4 ár í fangelsi geri eitthvað! Það þyrfti að loka þennan mann inni og henda lyklinum.
Það sem þessar stúlkur urðu fyrir á eftir að skilja eftir sár á sálinni í langan tíma, vonandi verður hugsað um að þær fái alla þá hjálp og meðferð sem í boði er því að þetta er ekki eitthvað sem hægt er að laga með klappi á öxlina.
Áhrif gjörða þessa manns koma kannski ekki strax, þau geta legið í leyni í langan tíma og án þess að nokkur átti sig á því geta þessi brot haft áhrif á allt þeirra líf. þó að meðferð sé lokið og allir halda að allt sé í sómanum.
Ég er ein af þeim sem hefur orðið fyrir barðinu á kynferðisafbrotamanni, ekkert í líkingu þó við það sem þessar stúlkur urðu fyrir en samt nóg til að það hefur sett mark sitt á sál mína alla tíð, ég var 9 eða 10 ára og þessi maður sem sýndi mér mikla athygli káfaði á mér og á einu augabragði eyðilagði hann æsku mína, mér fannst þetta allt einhvern vegin mér að kenna og hvað ég hafði gert rangt, ég fékk enga hjálp, þetta var ekki rætt, og ég sagði ekki upphátt frá þessu fyrr en ég var rúmlega þrítug svo að ég burðaðist með þennan þunga bagga með sjálfri mér í langan tíma. Nú skil ég að þessi maður gerði ófyrirgefanlegan hlut, ég gerði ekkert rangt, nema halda það að ég hafi gert eitthvað rangt.
Núna á ég tvær stúlkur, mín mesta martöð er sú að þær verði einhvern tíman fyrir því sama og ég, því hef ég brýnt fyrir þeim að þær mega segja nei, nei eiginlega þær EIGA að segja nei, þær EIGA að segja mér frá öllu, sama hvað það er og þær EIGA að vita að þær geta alltaf leitað til mín.
Nú hef ég opinberað eitthvað sem hefur ekki verið á allra vörum en núna er tími til kominn en ég tek fram að þessi aðili er ekki tengdur eða skyldur mér á nokkurn hátt og mér til mikils léttis sá ég minningargrein um hann í Mogganum fyrir nokkrum árum og það er í eina skiptið sem ég hef glaðst yfir minningagrein.
![]() |
4 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.7.2008 | 12:18
bilað...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2008 | 10:24
pikkles
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2008 | 10:10
MONTIN
Í gær gengum við Fimmvörðuháls, þetta var erfitt á tímabili en mikið var ég stolt af sjálfri mér þegar ég kom niður. Við vorum átta sem gengum þetta, alveg frábær hópur sem var mjög þolinmóður þegar ég þurfti að stoppa þúsund sinnum i hverri brekku, sem voru nokkuð margar svo að stoppin hafa verið eitthvað á aðra milljón.
Við lögðum af stað klukkan hálf níu og vorum 9 tíma á leiðinni með stoppum, við vorum búin að reikna með 10 tímum svo að við vorum á undan áætlun Þetta eru 23 km í allt og rúmlega 1000 metra hækkun og útsýnið var dásamlegt, upp með Skógá eru 23 fossar hver öðrum fallegri, svo labbaði maður heilmikið í fönn, á milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls. síðan komum við niður að heljarkambi þar sem við þurftum að nota keðju til að komast fyrir kambinn, þar næst gengum við Morinsheiði sem er heilmikil slétta. Við tóku síðan Kattarhryggir sem eru skelfilegir fyrir lofthrædda vegna þess að það er gengið á smá slóða og þverhnípt niður beggja vegna við. Svo lá leiðin niður á við, mér fannst auðveldara að fara það en öðrum fannst það ekki. Við gengum í hlíð í gegnum skóg og það voru gríðarlega fallegar klettamyndanir fyrir ofan okkur og falleg gljúfur fyrir néðan okkur.
Við lögðum af stað í þvílíkri blíðu en það kólnaði og hvessti þegar við gengum á milli jöklanna og þegar við komum í Bása byrjaði að rigna.
Ég er svo ánægð með sjálfa mig í dag að ég svíf hér um á bleiku skýi.
Set inn myndir frá ferðinni
Knús á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.7.2008 | 23:21
Friends spilið...
Sandra mín brilleraði í Friends spilinu og núna langar hana alveg óskaplega mikið í það. Ef einhver á spil sem hann er alveg hættur að nota erum við til í að fá það gefins eða fyrir mjög lítið. Hafið samband á jona@uppsveitir.is ef svo skemmtilega vill til að þið eigið það og það tekur mikið pláss í geymslunni
kveðja
Sandra og Jóna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2008 | 16:43
Naflaskoðun...
Ég hef undanfarið verið að hugsa um ýmsa hluti sem ég hef gert og sagt í gegnum tíðina, margt mjög mismunandi gáfulegt, sumt verið bull og annað kannski eitthvað vit í.
En það sem ég hef mest verið að hugsa um er að ég hef örugglega sært marga með orðum mínum sem voru oft á tíðum sögð í hálfkæringi og gríni og mér ekki þótt merkileg á þeim tíma en hafa sjálfsagt sært einhvern. Ég ætla því hér með að biðjast afsökunar á því, því að ég man ekki allt en er viss um að það leynast einhver orð í lausu lofti sem best væru fyrirgefin og týnd.
En ég ætlast ekki til að þið fyrirgefið mér en mig langar bara til biðjast afsökunar og vona að munnurinn á mér reyni að vera lokaður eða alla vega þannig að hann glopri ekki öllu út sér án þess að hugsa nokkuð.
Ég ætla að gæta tungu minnar betur, vonandi tekst það bara, allavega hafið í huga þegar ég bulla eitthvað sem særir eða meiðir að ég hef gott af því að vita það því þá get ég allavega breytt hegðun minni til betri vegar og vonandi bætt fyrir ljótu orðin.
Svo hef ég verið að hugsa um hrós, það að hrósa er mjög gaman en að taka hrósi er mjög erfitt einhverra hluta vegna... Er maður með eitthvað sýndarlítillæti eða vill maður ekki trúa því að maður geti gert eitthvað rétt? Næst þegar mér er hrósað ætla ég að segja takk fyrir, í stað þess að draga úr og gera lítið úr öllu saman.
Bara smá hugleiðingar í sólinni
Ætla Fimmvörðuháls á Sunnudaginn ásamt fríðu föruneyti, hlakka til og kvíði fyrir því að í augnablikinu er ég viss um að ég geti þetta EKKI en ætla samt, gæsluþyrlan hefur aldrei sótt mig neitt, svo ég á það inni hjá þeim
Ætla að leggjast í sólina...
Knús á línuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.7.2008 | 20:57
Hræðslupúki...
Ég er alveg hræðilegur hræðslupúki, afmælisgestir dóttur minnar skelfa mig! Hún hélt upp á 12 ára afmælið og það komu fullt af 12 ára krökkum, eins og gefur að skilja En þegar ég átti að hafa einhver samskipti við þessi blessuðu börn leið mér illa, fékk illt í magann og leið bara ekki vel, en þar sem ég er svo óskaplega vel gift tók maðurinn minn stjórnina og sá um þetta allt saman
(guði sé lof fyrir góða eiginmenn
)
Á morgun er mun skemmtilegri veisla með fólki sem kann mannasiði, alla vega flestir
Hef þetta gott í bili... knús á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.7.2008 | 17:17
Smásigrar...
Gera mikið...í gær fór eldri stelpan mín á reiðnámskeið í næstu sveit, það var búið að tala um það að við myndum fara ríðandi þangað og ég og merin mín yrðum sótt á staðinn og keyrðar heim.
Ok allt í lagi við tékkuðum á leiðinni á sunnudaginn og það gekk fyrir rest að komast yfir ána, ég var alveg skelfingu lostin þegar merin mín neitaði að fara lengra og fór að berja hófunum í vatnið, en yfir fórum við því að ég vildi ekki sýna Telmu að ég væri eitthvað hrædd og við fórum síðan til baka og það gekk bara mjög vel.
Í gær þegar það var verið að tala um ferðina í kaffinu fékk ég þvílíkt kvíðakast að ég gat varla haldið áfram að vinna, hjartslátturinn fór upp úr öllu valdi, tárin hótuðu að brjótast fram og ég var hér um bil búin að ákveða að hætta við allt saman en sem betur fer gerði ég það ekki þrátt fyrir gríðarlega vanlíðan. Við mæðgurnar fórum af stað og komumst yfir ána og á leiðarenda á um það bil klukkutíma. Mikið var ég ánægð með mig þegar ég var komin á staðinn og ekki hætt við, vegna þess að ef ég hefði hætt við þá hefði ég verið vægast sagt óánægð með mig og þetta var hin besta skemmtun og góð stund fyrir okkur mæðgur.
En svona barátta tekur á! í gærkvöldi og í allan dag var ég svo þreytt svo ég lagði mig þegar ég kom heim úr vinnunni, ég sem legg mig aldrei um miðjan daginn.
Núna er búið að segja mér upp ritarastörfum í minkahúsinu í bili, núna get ég sofið fram að hádegi og ... æ nei ég held ekki, þá er dagurinn ónýtur.
Núna er afmælis undirbúningur að byrja, litla barnið mitt er að verða tólf ára þann 10 og stóra barnið mitt var 18
ára þann fyrsta, það verður veisla á föstudaginn fyrir 18
hressa krakka úr bekknum og við ætlum að hafa veislu á sunnudaginn fyrir fjölskylduna . Svo að það er mikið fjör framundan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.7.2008 | 13:54
Vinna og leikur...
Ég er með vefjagigt og var eiginlega búin að gleyma því... þangað til ég fór að vinna smá, það er ekki einu sinni erfið vinna ég elti manninn minn og skrifa tölur á miða ( fjölda dýra í búri) en samt er ég alveg búin á því, hef enga orku til að fara að ganga ( mældi reyndar að gamni hversu langa vegalengd við göngum það er um 4,5 km fyrir hádegi). Ég er hálf fúl yfir að hafa ekki meiri orku en vonandi kemur þetta allt smátt og smátt bara mér finnst ég vera að slæpast en hef bara ekki meiri orku.
En ég verð ekki í allt sumar að þessu svo að ég tek á því þegar fráfærur eru búnar og ég hef meiri orku.
Er að undirbúa mig fyrir Fimmvörðuháls, andlega svona til að byrja með (les um leiðina og skoða kort) og ætla að príla á eitt og eitt fjall ef ég finn orku til þess og ég hef alltaf einhvern ( Didda) til að draga mig upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2008 | 16:58
Upp upp...
Mín sál og allt mitt geð, er að reyna að æfa mig í fjallgöngu og þó að hugurinn sé tilbúinn er líkaminn eitthvað að mótmæla. Þetta er farið að fara frekar mikið í taugarnar á mér því ég vil geta meira, en líklega verð ég bara að reyna betur, meira og á endanum hlýtur þetta að koma. Við Diddi fórum á Hestfjall á Skeiðunum og það er frábær ganga en mikið öfundaði ég eiginmanninn sem skoppaði upp eins og íþróttaálfurinn meðan ég stoppaði svona um það bil 100 sinnum á leiðinni. EN það sem máli skiptir er að ég komst upp.
Fór í kvennareið í tilefni af 19. júní og það sem mér fannst eiginlega best við það allt saman er að Anna P systir kom líka, við áttum góða stund og riðum mjög fallega leið og hefðum alveg viljað fara lengra og næst ætlum við að taka með okkur pela og ríða alla leið.
Mér líður vel í dag, búin að labba á eitt fjall og er ekkert svo þreytt eftir það.
Set inn myndir frá Hestfjalli og kvennareiðinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)