betri líðan...

jæja nú liður mér miklu betur, þetta var "bara" niðursveiflan sem ég er vön að fá eftir einhverja breytingu.

Það góða sem fylgir þessu er að ég er svo ánægð með allt og alla og þakklát fyrir að eiga góða fjölskyldu og viniHeart

Takk fyrir kommentin , alltaf gott þegar verið er að stappa í mann stálinu.

Ég er nú samt komin með nettan ( sem er reyndar alls ekki svo nettur) prófkvíða og núna sit ég og læri og glósa á fullu svo að ég geti sagt með stolti að ég hafi gert mitt besta og það verður nú bara að vera nógu gott hvort sem ég næ eða ekki, ég segi þetta við börnin mín og því ætti þetta þá ekki að ganga yfir mig líkaWoundering

EN knús á línunaKissing


úff...

Ég er núna eitthvað svo vonlaus að ég nái þessum blessuðu áföngum sem ég er í, mér finnst ég ekki muna neitt, skoða prófin og finnst ég ekkert vita!  Mér líður vægast samt illa þessa stundina og hugsa um að ég hefði nú aldrei átt að byrja á þessari vitleysu, ég eigi eftir að þurfa að éta ofan í allar yfirlysingarnar!

Vonandi er þetta bara niðursveiflan eftir norðurförina og verði orðið gott á morgunCool

Reyni að hugsa jákvætt en það er frekar erfitt þegar hugurinn er bikasvartur.

skrifa meira síðar


Komin heim í heiðardalinn...

Jæja þá er ég komin heim eftir þó nokkuð strembna viku, var í skólanum allan daginn og sat svo og lærði þangað til ég fór að sofa, ekki mjög skemmtilegur gestur það! En mér fannst mjög gaman að hitta hina nemenduna og heyra að allir voru á svipuðum stað þ.e að kvíða fyrir prófunum... efast um að ná þessu og hugsa um hvað maður eigi að fara að gera eftir áramót!!

Ég er óskaplega lánsöm að eiga frænku á Akureyri sem tekur mig að sér og sér um allar mínar þarfir, hún fer með mig á rúntinn og sýnir mér hvert ég á að fara, því að stundum fengum við að vita að víð ættum að mæta á einhvern stað og hann er þarna og hjá þessu eins og maður hafi aldrei gert annað en að keyra um Akureyri og þá var gott að eiga góða frænkuKissing

Það var gaman að hitta kennarana aftur og við fengum að skoða endurhæfingardeildina á Kristnesi, sem er svona míní Reykjalundur, bara heimilislegra ef eitthvað er, alveg frábært starf þar unnið.  Svo kom að mínu hjartans máli: geðsviðinu, þar stendur Akureyrarbær sig vel eða hver sá sem yfir þessu er ofboðslega vel, það er rosalega flott og gott starf unnið fyrir og með geðfötluðum.  Það lá  við að ég bæði um að vera eftirW00t

En þrátt fyrir að það sé gaman að fara svona er best að komast heim aftur, þegar allir faðma mig og eru glaðir að sjá mig.

Knús á línuna.....  


Akureyri...

Here I comeTounge

Í dag fer ég norður, það byrjar staðlota á morgun í skólanum.  Ég verð að viðurkenna að ég kvíði fyrir þessu öllu saman, bæði því að keyra og að fara í skólann.  En ég er búin að ákveða taka engar kvíðatöflur, heldur nota HAM (hugræn atferlis meðferð) á mig, sem snýst um það að koma auga á neikvæðar hugsanir og breyta þeim í jákvæðar með mótrökum. Þetta svínvirkar og gengur í allar aðstæður.

Ég ætla að reyna að leggja mig smá aftur, var vöknuð um 5, er alltaf svona þegar ég kvíði einhverju.

Hafið það sem best og hugsið gáfulega til mín, svo að ég læi nú eitthvað.

Knús


HEKLA KOMA SVO....

Er oft búin að horfa á Heklu á leiðinni heim og vonað að hún færi nú að gjósa, það myndi gera  það  að verkum að það kæmi eitthvað annað í fréttirnarWoundering
mbl.is Hekla getur gosið hvenær sem er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æi...

Ég nenni ekki að hlusta á þetta lengur!  Það heyrist alltaf orðið suð í eyrunum á mér þegar minnst er á kreppuandskotann, þannig að það suðar í eyrunum á mér allan daginn og hvernig í ósköpunum á ég að geta lært sem sífellt suð í eyrunum!!

Fólk ætti að sækja messur og fara með börnin sín í sunnudagaskóla frekar en að horfa á kastljós, kompás og Egil Helgason, held að allir hafi miklu betra af því heldur en þessu endalausa blaðri þar sem hver höndin er upp á móti annarri.

Þetta með sunnudagaskólann kemur reyndar til vegna þess að það mættu tvö börn 10-12 ára, dóttir mín og dóttir prestsinsTounge.  En það er bara ágætt að byrja smáttHalo er það ekki?

Fékk eina góða senda, það er stundum gott að hafa eitthvað utan á sérLoL

Hugarvíl og harmur dvín
er horfi ég á frúna.
Hún er eina eignin mín
sem ekki rýrnar núna
 
 
Björn Jónsson úr Víðdal.

Góður...

Mæli með að allir læri textann og lagið af Lofsöngnum eða Ísland er land þitt  og að allir kórar landsins taki það upp á söngskrá og allir fréttatímar endi með því og það verði spilað á hverjum klukkutíma þar til allir eru orðnir  stoltir af því að vera íslendingar á ný.

Reynum að hafa áhrif á það sem við getum en látum annað eiga sig...

kreppuknús....


Kvíðin...

Ég verð nú að viðurkenna að ég er dáldið kvíðin í dag, ég bauðst til að sjá um tíu til tólf ára starf í sunnudagaskólanum og náttúrulega dauðsé eftir því núna.  En meðrökin eru þau að þetta varir aðeins í klukkutíma, séra Eiríkur verður mér innan handar og börn sem koma í sunnudagaskólann geta ekki verið svo slæmTounge.  En hvernig sem fer og hvað sem verður er þetta mjög góð áskorun og ég stefni vitanlega að því að standast hana.Cool

Ég er bara í því að valda mér kvíða þessa dagana, hef verið að skoða gömul próf og GUÐMINNGÓÐUR W00t þetta eru 3 klukkutíma próf fyrir (utan eitt sem er 4 tímar) og mér sýnist ég þurfa að nota allann tímann og rúmlega það!! EN ég hef einn og hálfan mánuð í að læra og hef fulla trú á að verklegu tímarnir fyrir norðan geri mikið.

Annars gengur allt mjög vel, nema hvað tölvan ákvað að ég þyrfti ekki að hlusta á fyrirlestrana því að ég kemst ekki inn á þá!  Smá taugatitringur í gangi en minn heittelskaði var að kaupa nýja tölvu sem ég kemst inn á fyrirlestrana í, þannig að það reddaðist allt samanWizard

Hugsið fallega til mín í dag... knús á línuna

 


ánægð...

Ég þarf bara aðeins að gleðjast yfir því að það komu þrír fyrir utan mig á sjálfshjálparfundinn, ég er bara alveg í skýjunum.

Annars sit ég bara og læri og labba og syndi og......

Mér líður vel og vona að ykkur líði líka vel.

Knús á línuna....


Bauð mér í mat...

Ekki bara mér reyndar heldur minni fjölskyldu, annarri fjölskyldu og einum einnBlush, stundum hringi ég í mágkonu mína og spyr hvað eigi að vera í matinn!!  .  Það er nú bara ein manneskja sem ég hringi í og spyr hvað eigi að vera í matinnToungeHún bregst alltaf við með að hafa veislumat og það brást ekki núna, gott að eiga góða að.HeartÞað sem gefur mér kjark til að gera þetta er það að ég veit að ef að það hentar ekki að ég bjóði mér í mat akkurat núna þá segir hún mér það og þá nær það ekki lengra.

Það er fátt erfiðara en þegar fólk segir já en meinar nei og svo er finnst manni maður vera hálfóvelkomin jafnvel þó að fólkið vilji vel.  Stundum segi ég já en vildi gjarna hafa sagt nei, því fækkar óðfluga því að ég er alltaf að verða duglegri og duglegri að segja nei án þess að fá samviskubit í marga mánuði og ár

En mér líður mun betur en í síðasta bloggi, og lít á allt mikið bjartari augum en áður.   Held nú að þessi bölsýni hafi verið mjög eðlilegur hluti af því að hafa farið út til Ítalíu og ég þarf yfirleitt að refsa sjálfri mér fyrir gamanið.  Það er kannski bara gott að fá svona köst öðru hverju því þá kann maður miklu betur að meta allt sem er i kringum mann á eftir.Cool

Föstudagur og laugardagur fóru í sláturgerð, eg gerði nú lítið gagn horfði aðallega á og hló, það er alltaf hlegið mikið, það mæta 4 ættliðir elsti rúmlega 70 en sá yngsti 5 mánaða, þetta er hin besta skemmtun og svo borða allir saman um kvöldið slátur, namm namm.  Við erum tvær sem erum mikið að spá í hollustu og ákvaðum að setja hrísgrjón í stað mörs í nokkra keppi af blóði og lifur og mér fannst það mjög gott, þá var ég heldur ekki með fitubragðið upp í mér allt kvöldið, tær snilld.

Jæja þá er það lærdómurinn, ætla að fara að hlusta á fyrirlestur í HeimspekiWhistling gaman gaman


o jæja...

Í gærkvöldi var fyrsti sjálfshjálparhópurinn, ég var bara ein, ég var smá miður mín fyrst um sinn og reið en svo sá ég að auðvitað hlýtur þetta að vita á gott! Það þarf þá enginn á þessu að haldaWink

Ég er í mestu vandræðum með matarlystina og vil helst vera borðandi allan sólarhringinn, verð bara að passa að eiga ekkert gott í skápunum, nema ávexti.  Ég er líka búin að vera mjög óánægð með útlitið, finnst ég vera feit ( sem ég er) og ljót ( sem ég er ekki) þó að ég skrifi þessi orð í sviga fyrir aftan er ekki endilega þar með sagt að ég trúi þeim, þó sérstaklega því síðarnefnda hið fyrrnefnda er alveg rétt.  Allavega held ég bara áfram að fitna og enda bráðum í sömu þyngd og ég var sem þyngst.

Það er bara svo þreytandi að þurfa að velta fyrir sér hverjum bita sem maður setur upp í sig, fá sér ekki of mikið, ekki of feitt, of sætt og er slítandi að vera sífellt með samviskubit yfir því sem maður borðar.

Svo er eitt, í gær labbaði ég "bara"6.7 km og fannst ég frekar lélegWoundering

Þetta er fremur dökkt blogg í dag en vonandi verður næsta bara glaðlegra.

Held að eina leiðin til að ráða bót á þessu er að skipta um heila, ef einhver á heila sem er lítið notaður og má missa......


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband