21.7.2007 | 07:16
Kominn tími á blogg?
Jú, ætli það ekki, ég hef verið frekar löt við það upp á síðkastið, en bæti bara úr því núna.
Örvar er kominn með bílpróf!!!! Mér finnst ég ekki nógu gömul til að eiga strák með bílpróf. Hann keyrði heim frá Selfossi í gær og ég fékk ekki nema þrisvar fyrir hjartað
. Ég er búin að lesa honum pistilinn, hann verður er gera svona og ekki gera svona, og svo framvegis ( tuð, tuð, tuð)
Hún Telma mín er búin að vera í rúmlega 2 vikur í burtu, hún kemur heim næsta fimmtudag, ég hlakka rosalega til að hitta hana, enda er þetta aaaaaallllltof langur tími. En hún skemmtir sér, er það ekki fyrir mestu?
Á eftir er ég að fara ganga Leggjarbrjót, frá Þingvöllum niður í Botnsdal í Hvalfirði, ég hlakka þvílikt mikið til. Reyndar er frekar þungbúið úti, úðarigning en logn. Það kemur sér vel að hafa keypt sér nýjan regngalla.
Ég er komin niður um 5 stærðir af fötum! Ég var farin að nota 52/22 en er komin niður í 42/14, það er bara gaman, en ég má ekki kaupa mér fleiri föt alveg strax, því að þau verða fljótt of stór
, já vigtin er farin að hreyfast aftur, enda er ég farin að synda einn og hálfan km á dag og fer í gönguferð amk einn og hálfan tíma á dag. ´Suma daga finnst mér ég ekkert gera að gagni nema hreyfa mig, ég klofa frekar bara yfir ruslið á leiðinni út
.
Svo byrjar skólinn bara eftir mánuð! Ég hlakka rosalega til, næst síðasta önnin í Fsu og ég sem hélt að ég yrði þarna alltaf. Næst er að spá í framhaldsnámi
, ég hef áhuga á svo mörgu svo að það verður erfitt að velja eitthvað eitt, kannski læri ég bara allt sem mig langar til að læra og verð eilífðarstúdent
.
Læt þetta duga í bili, ef þið heyrið að Landhelgisgæslan hafi sótt einhvern inn á Leggjarbrjót...........´þá vitið þið hver það er
Athugasemdir
Til hamingju með strákinn.
Ólöf , 21.7.2007 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.