tóm hamingja

Í gær var umræða um fjórhjól, Söndru langar svo í svoleiðis og það versnaði um allan helming þegar hún fékk að prófa eitt slíkt í gær, en þau fóru að skoða á netinu feðginin og töluðu fjálglega um þetta og hitt fjórhjólið sem kostaði fúlgur fjár og þá segi ég:" Ef að þið fáið ykkur fjórhjól þá vil ég fá......" eins og kenjakrakki, EN mér datt ekkert í hug sem mig langaði í, það var dálítið merkilegt að uppgötva allt í einu að maður ætti allt sem maður óskaði sér og þurfti ekki meira ( í bili allavega). 

Mér finnst þetta rosalega góð tilfinning, því að mér hefur fundist stundum hamingja manns felast í hlutum og hugsar oft ef að ég fæ svona eða geri svona þá breytist allt til batnaðar, en núna er ég ánægð í eigin skinni og eigin lífsgæðum sem eru ríkuleg, ætla ekki að draga úr því.  Ég held að trygglyndi og ást minna nánustu sé það sem er mikilvægast fyrir mig í dag.

Í dag fer ég í gönguna og vikan er búin að vera heilmikill tilfinningarússibani, eina stundina er ég hætt við að fara vegna kvíða og hina stundina verður þetta ekkert mál.  Í dag er ég raunsæ, þetta á eftir að reyna á en þetta verður fyrst og fremst skemmtileg ferð í góðra vina hópi.

Knús á línuna

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

góða skemmtun í göngunni:)

Sigga (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband