21.5.2010 | 23:14
Frábæææært! ( að mestu leyti)
Dálítið síðan ég bloggaði síðast en ég bæti úr því núna!
Það hefur ýmilegt gerst síðan síðast. Ég er búin í prófum og náði þeim öllum en ekki að klára eitt námskeiðið vegna þess að ég vandaði mig ekki alveg nóg við eitt verkefnið og þarf að vinna það aftur svo ég geti farið upp á þriðja ár en ég geri það bara og skila því svo .
Ég fór á sjálfstyrkingar námskeið og þar stóð ég fyrir framan hinar konurnar í lokin og sagði þeim að ég væri bara alveg ágæt eins og ég væri og ég þyrfti ekki að vera á neinn hátt öðruvísi. Það var heilmikil áskorun að segja það upphátt og ég er ekki frá því að ég sé öruggari og sáttari með mig.
En bestu fréttirnar eru að elsta barnið útskrifast sem stúdent eftir viku, eftir heilmikla baráttu við þunglyndi og kvíða, við hoppuðum og dönsuðum hér þegar síðasta einkunn kom í hús um klukkan 4 í dag og allt stóð eða féll með henni, þetta er búið að vera mjög stressmikið og hálfgerð rússibanareið á köflum þar sem ég hef verið í tuðhlutverkinu og staðið mig þokkalega vel í því líka. En allavega er þessu lokið í bili og ég hlakka mikið til að sjá hann næstu helgi setja upp húfuna.
En það er mikil sorg einnig í gangi því að systir mín er dauðvona vegna krabbameins og það er hrikalega erfitt að sjá einhvern náinn sér tærast upp smátt og smátt án þess að geta gert nokkuð annað en að vera til staðar. Ég er sterk og get því tekist á við sorgina og hef góðan faðm til að leita í þegar hún bugar mig.
En sumarið verður gott þó að þessi slæmi skuggi vofi yfir, maður verður að nota þann tíma sem okkur er gefinn til að búa til fleiri góðar minningar.
En kærleiksknús á línuna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.