Já sæll!!

Jæja þá, þá styttist í verknáminu mínu, ég á eftir að sakna allra í Hugarafli, þessi vettvangur á gríðarlega vel við mig og vonandi kemst ég einhvern tíman með tærnar þar sem Auður Axelsdóttir forstöðumaður og iðjuþjálfi hefur hælana.

Ég var í lokamatinu mínu í dag og ég fékk bara meiriháttar einkunnir, ég varð eiginlega bara feimin við allt hrósið sem ég fékk.  En ég verð að viðurkenna að það var  mjög gott að fá að vita að ég sé á réttri leið.  En við vorum allar sammála um það að ég þarf að bæta trúna á sjálfri mér (trú á eigin áhrifamátt) , ég er byrjuð á sjálfstyrkingarnámskeiði til að hjálpa mér að standa með sjálfri mér.

En það verður líka gott að koma heim og vera heima meira en um blá helgar, þó að ég hafi bara algjörlega verið eins og prinsessa í Reykjavík, kannski verð ég bara áfram prinsessa ;).

En ég hélt að ég væri tiltölulega laus við fordóma í garð geðveikra en ég gat sko vel bætt mig í því, batnandi (manni)konu er best að lifa.

En læt þetta duga í bili

Geðveikt knús á línuna :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband