14.1.2010 | 16:31
ÚFF..........
Púkinn minn hefur ákaflega hátt þessa stundina,öskrar í eyra mér að ég sé ömurlegur iðjuþjálfi, hvað ertu að þvælast í svona nám þar sem mikillar félagslegrar færni er krafist? Ég sé alls ekki hæf til að ráðleggja neinum um neitt þegar ég get ekki tekið upp símtólið og hringt eitt einfalt símtal!
Ég efast ákaflega mikið um hæfni mína til að geta hjálpað nokkrum, metið neinn eða gert eitthvað af viti almennt! Ég er svo hrædd um að félagsfælnin mín eigi eftir að verða mér mikill fjötur um fót þegar ég fer í vettvangsnámið, held hreinlega að ég geti þetta bara ekki.
En ég ætla samt að gera þetta því að ég ætla að klára námið hvernig svo sem ég fer að því, kannski þarf ég að tala við námsráðgjafann, eða leiðbeinanda minn, en eitthvað verð ég að gera svo ég verði ekki veik af kvíða og áhyggjum, því ég er strax orðin kvíðin og vettvangsnámið er í mars og ef ég þekki mig rétt þá á kvíðinn bara eftir að magnast. Allar uppástungur eru vel þegnar ;) því að allt sem mér dettur í hug finnst mér bjánalegt og einskis nýtt og ég skuli bara hætta þessu því að ég get þetta örugglega ekki hvort er eð.
En ég get, ætla og skal..........
Athugasemdir
Þú getur þetta alveg. Mundu bara að þú ert að fara í vettvangsnám til að læra, þú átt ekki að kunna allt. Og mundu líka að maður lærir mest af því að gera mistök og fá tækifæri til að reyna aftur. Iðjuþjálfa vantar til starfa og þú ert komin það langt að þú klárar þetta. Enginn verður óbarinn biskup og ef við erum ekki dugleg að spyrja og reyna þá lærum við lítið nýtt. Gangi þér vel.
Ingibjörg Bjarney Baldursdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 19:30
Þú hefur mjög góðan grunn fyrir þetta starf - nefnilega reynsluna af hvað iðjjuþjálfi getur verið mikilvægur til að aðstoða fólk að byggja sig upp. Það r sko ómetanleg reynsla til að byggja á og á eftir að verða þér gífurlega dýrmæt og þeim sem til þín koma einnig.
Koma svo stelpa þú ert að standa þig frábærlega og hefur allt til að bera til að verða frábær iðjuþjálfi
Dísa Dóra, 15.1.2010 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.