Færsluflokkur: Bloggar

Biðin...

eftir að kennaranir skili af sér einkunum er alltaf dáldið erfið, þeir hafa 12 virka daga til að fara yfir og nýta sér þá örugglega allaAngry Ég hef verið að venjast því að setjast bara niður og ekki gera verkefni, skrifa glósur og lesa fyrir próf, kann ekki alveg að setjast við sjónvarpið án þess að vera með samviskubit yfir því.

Ég er svo heppin með mína frábæru fjölskyldu, dæturnar búnar að baka smákökur, Diddi býr til Sörur eins og honum sé borgað fyrir það, Örvar stappar í mig stálinu þegar púkinn minn er farinn að hafa of hátt. Við erum búin að kaupa allar jólagjafirnar, þær eiginlega komu bara af sjálfu sér, voru ekki mikil heilabrot, förum í matarinnkaupin á morgun þannig að þá er allt að verða reddý og jólin mega koma.

En ég óska öllum gleði og friðar á nýju ári.

Jólaknús :)


hvað varð um þessar fimm og hálfu vikur??

Ég veit ekki hvað varð um þær, alla vega. Ég var í lokamati í dag og fékk einstaklega góða umsögn og er rosalega ánægð með hana, en á morgun er síðasti dagurinn á Grensási.  Ég hef lært alveg gríðarlega mikið, ekki síst um mig sjálfa, hvernig iðjuþjálfi ég vil vera og hvernig ég get unnið að því marki, auðvitað fyrir utan allt þetta námstengda. Það sem kom oft fram í matinu var að ég mat mig lægra heldur en leiðbeinendur mínir, það kemur kannski ekki mjög á óvart fyrir þá sem þekkja mig, en ég hef ekki alltaf staðið mjög fast við bakið á sjálfri mér, púkinn minn fær alltof oft að hafa ráðandi skoðun á mér.

Ég upplifði í fyrsta sinn eiginlega það að ég gat ekki tekist nægilega vel á við vandamál sem að hafði áhrif á iðjuþjálfunina sjálfa, ég var eiginlega svo ákveðin í að geta gert þetta svo að ég leitaði ekki eftir hjálp fyrr en ég var komin í vandræði, en til þess er maður í vettvangsnámi, að reka sig á og fá síðan leiðsögn um hvernig maður bætir úr því sem aflaga hefur farið.  en ég lít ekki á þetta sem einhvern ósigur, heldur reynslu, þó að hún hafi verið óþægileg.

En nú líður að prófum og undirbúningur að byrja í þeim geiranum, er aðeins farin að glósa og skipuleggja lestrardagana og þannig, eins og áður verð ég ákaflega glöð 16 desember kl 12 þá er síðasta prófið búið og tekur við hin taugatrekkjandi bið eftir þvi hvort að ég hafi náð eða ekki. En þá þarf ég ekki að vera gera neitt sem tengist náminu, get farið að lesa bækur sem mig hefur lengi langað og farið út í göngutúra, kannski gengið út í tungur, úr því að brúin er komin yfir Hvítá.

Það verður gott á mánudaginn þegar ég get bara sest við eldhúsborðið heima og farið að læra, en samt er eftirsjá af þessum frábæra hópi sem ég hef kynnst á Grensási.

Á þessum tíma sem ég hef verið hér í bænum hef ég farið tvisvar í Kringluna og einu sinni á Laugaveginn, svo að búðarrápið hefur ekki verið að tefja mig neitt frá náminu.

Læt þetta duga í bili, ætla að kveikja á kerti og njóta aðventunnar án þess að hugsa neitt um rykið í hornunum;)

Knús fyrir alla sem missa sig ekki í hreingerningum fyrir jólin (vorin eru betri til þess).


já já

Síðasta vika er búin að vera mjög erfið, ég hef verið skælandi og við það að gefast upp á sjálfri mér og náminu. En sem betur fer á ég góða að sem hjálpa mér í gegnum svona tímabil.  Ég hef verið hjá bróður mínum og mágkonu í bænum og ég fékk góðan stuðning þar, þau fengu sjálfsagt heilmikið sjokk þegar fullorðin manneskja fór að háskæla eins og smákrakki og ekki geta hætt, en það var sko ekki að finna á þeim.  En kletturinn í lífi mínu, Diddi, var í heima í sveitinni og hlustaði á mig skæla, dag eftir dag og ekki geta komið í bæinn, hann stappaði í mig stálinu og ég held að honum hafi ekki liðið neitt betur en mér. Í vinnunni reyndi ég að láta sem ekkert væri en svo fór ég heim snemma á miðvikudaginn og gat ekki meir. Daginn eftir hringdi ég í doksa og fékk þá lyf sem að róuðu mig svo að ég varð vinnuhæf.

En mikið ofsalega var gott að komast heim í faðminn á fjölskyldunni minni, meira að segja hundurinn var sérstaklega ánægður að sjá mig ;). En ég vona að þetta sé búið í bili að minnsta kosti.

Ég held að álagið á mér sé bara það mikið að ég er veikari fyrir, það er að vera í verknáminu, ekki vera heima, skila verkefnum, skila ritgerð og prófin nálgast  óðfluga. Það er ekki það að mér finnist leiðinlegt í verknáminu, alls ekki þetta er frábær staður og Sissú leiðbeinandinn minn er frábær sem og annað starfsfólk, mér líður vel hjá bróður mínum enda mágkona mín ein mín  besta vinkona svo að það er ekki yfir neinu slíku að kvarta og þess vegna leið mér mjög illa yfir því að láta svona, mér fannst ég ekki hafa nokkra ástæðu fyrir því.

Ég fór í miðjumat á föstudaginn, þá er verið að taka stöðuna á verknáminu, kennarinn, ég og leiðbeinandinn tölum saman um hvernig er búið að vera og farið yfir einhver atriði sem ég á að gera  og segja frá hvort að ég hafi yfir einhverju að kvarta.  Auðvitað hafði ég ekki yfir neinu að kvarta, Sissú er frábær og staðurinn er frábært og ég gæti ekki beðið um meira.  Ég fékk mjög góða umsögn og get ekki verið ánægðari með það, ég var minnt á það að ég væri að læra og ætti því ekki að kunna allt, góð áminning það ;)

En þetta er nóg í bili, vonandi verður púkinn minn til friðs og ég geti haldið aftur af tárunum.

Knús handa öllum sem að standa við bakið á mér, án þess væri ég líklega ekki stödd á þeim stað sem ég er núna.


Ekki spurning....

Um hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, IÐJUÞJÁLFI- það er bara spurning hvort að ég geti gert allt, geð, endurhæfingu, börn og gamla fólkið?? Ég hef verið undanfarna viku á Grensási í vettvangsnáminu og það er bara frábært, Sissú, leiðbeinandinn minn, er frábær og ákaflega klár og ég mjög heppin að fá að  læra af henni.Cool

Auðvitað er alltaf erfitt að byrja á nýjum stað en það hafa allir tekið mér opnum örmum og á meðan ég læt eins og ég sé ekki félagsfælin þá gengur þetta. Ég fékk eitt kvíðakast í vikunni og leið mjög illa og ætlaði heinlega að hætta í náminu því að ég hefði ekkert í þetta starf sem byggðist á innsæi og mannlegum samskiptum. Örvar minn hjálpaði mér í gegnum þetta, peppaði mig upp og hvatti mig með ráðum og dáð, gott að eiga son sem skilur hvað þetta er sem ég geng stundum í gegnum þó ég vildi gjarnan að hann gerði það ekki.Heart

í dag líður mér vel og ég skráði mig á lífstílsnámskeið á Nordica spa sem stendur í 4 vikur, eg kvíði náttla fyrir að mæta í það en þetta passar bara mjög vel, ég nota tækifærið meðan ég er í bænum til að byggja mig upp fyrir prófin og lærdómin sem þeim fylgir.Halo

 Ég ætla að hafa það rosagott og vona að þið gerið það líka.

Knús á línuna.Kissing


geðveiki

Undanfarið hef ég verið að hlusta á barna og unglingageðlækni sem hefur verið að tala um geðsjúkdóma barna og mögulegar orsakir.  Öll börn geta fengið geðsjúkdóm, þótt að áður hafi verið talið að þau fengju þá ekki.  Ég fór að hugsa til minnar æsku, það var mjög snemma sem þær hugsanir komu að ég vildi ekki lifa lengur og mér hefur alltaf fundist að ég sé ekki jafnmikils virði og manneskjan við hliðina á mér.  En ég viðurkenndi alls ekki að þetta væri sjúkdómur fyrr en þegar ég var komin yfir þrítugt og geðheilsan komin í kaldakol, það er ekki fyrr en í dag sem mér finnst ég alveg jafndýrmæt og manneskjan við hliðina á mér.

Það er þess vegna svo nauðsynlegt að vera vaka vel yfir börnunum, einkenni þeirra koma ekki endilega eins fram og einkenni fullorðinna.  Öll hegðun önnur en eðlileg sem barnið sýnir getur verið merki um þunglyndi, það er erfitt að meta hvað er eðlileg hegðun og hvað er ekki eðlileg hegðun en ég held að það sé betra að fara frekar oftar með barnið til læknis og ef ekkert líkamlegt finnst að þá þarf læknirinn að vísa áfram til geðlæknis til mats. Ég tala nú ekki umbörn sem eiga foreldra með geðsjúkdóm, þau eru í mikilli hættu að fá einnig geðsjúkdóm.  Pabbi minn var mikill þunglyndissjúklingur, systkini mín hafa orðið líka fyrir barðinu á þessum ófögnuði og sonur minn er með þunglyndi og önnur dóttir mín kvíðir fyrir öllu og hefur mjög lágt sjálfsmat, svo að þetta sýnir hve mikið ættgengir geðsjúkdómar.

En smá fréttir af mér... það er nóg að gera í skólanum, verkefni eftir verkefni, öll eru þau spennandi en þau eru misskemmtileg eins og gengur. Reyndar er ég komin með valkvíða um hvað ég ætti að leggja fyrir mig því að það er svo margt sem hægt er að gera.  Ég er 100% viss um að ég sé komin á rétta hillu í lífinu.

En ég vona að þið hafið það eins gott ég,  knús á línuna :)


meira....

Ég er komin heim, mikið er gaman að koma heim og sjá að manns hefur verið saknað :)

Ég er hæstánægð með vikuna fyrir norðan og búin að læra eiginlega meira kynnast svo mörgum möguleikum sem maður hefur í höndunum fyrir skjólstæðinga, hvort sem þeir eru með einhverja fötlun eða ekki. Minnst á fötlun þá gerði mín fötlun vart við sig á óþægilegan hátt, við hittumst allar skólasysturnar og elduðum og borðuðum saman, það var mjög gaman og síðan var farið að tala um útskriftarferð og fjáröflun, og hvert ætti að fara og allir vildu fara til útlanda og hjartað í mér sökk niðri í gólf og ég átti í mestu vandræðum með tárin, þau hótuðu að koma en ég sat þarna og reyndi að hafa stjórn á mér.  Allar voru stelpurnar kátar og sammála um það að það væri æðislegt að fara til útlanda, hvert sem það væri. En óttinn sem reis í brjostinu á mér var ekki á því að það væri eitthvað æðislegt! Mér er rétt farið að líða vel með að fara ALein til Akureyrar og vera þar og eiga í samskiptum við alla, þá kemur þetta.  Mér fannst erfiðast að sitja þarna í þessum hressa og káta hóp og vera frá mér af ótta og ekki taka þátt í tilhlökkuninni.  Auðvitað er gaman að fara til útlanda og ekki síst með þessum frábæra hóp sem ég tilheyri og ég ÆTLA að vera komin yfir þennan ótta þegar VIÐ förum, hvert sem það er.  Eins leið mér ekki vel þegar var farið að útbíta verkefnum fyrir ferðina, ég gat ekki hugsað um neitt nema þennan ótta sem gagntók mig og var mjög þögul það sem eftir var kvöldsins.  Mig langaði svo mikið að geta verið eins og þær, hlakkað til að fara án þess að verða skelfingu lostin, ég sá hvernig ég vil verða, ég er á þessari leið það tekur smá tíma en  þetta kemur allt vonandi, enda ekki annað hægt með svona frábærum skvísum í námi og bestu fjölskyldu í heim til að styðja mig í  því.

hetjuknús og kossar á línuna :)


meiri gleði....

Jæja, er núna fyrir norðan í fjarnemavikunni.  Ég er bara að springa úr hamingju með þetta allt saman, þetta er svo gaman og mér finnst ég vera í svo frábæru námi og finn mig svo í þessu öllu saman.  Það er svo auðvelt að koma hingað, að vera hjá frænku minni er eins og mitt annað heimili, hef ekki þessa gesta tilfinningu heldur haga ég mér eins og heima hjá mér ( bara með minni húsverkum og set minna í vél þessa daga ;) ) 

Ég sakna auðvitað fjölskyldunnar en mér finnst ég ekki ofurháð þeim eins og áður- sem er gott því að ég var orðin full mikið háð manninum mínum. Ég er dáldið hrædd um að það komi eitthvað bakslag úr því að allt gengur svona vel núna ( gamli púkinn á öxlinni) en er á meðan er og ég ætla njóta þess á meðan.

í dag vorum við í allskonar æfingum sem varða allskonar mál gagnvart geðheilsu, mikið unnið með snertingu og þetta var erfitt að mörgu leyti þar sem ég er ekki mjög hrifin að því að fólk sé að koma við mig, þannig að þetta var mjög góð reynsla, bæði að láta koma við mig og að koma við aðra, verst fannst mér að rúlla mér yfir liggjandi stöllur mínar, hélt að þær myndu nú ekki lifa það af að fá heilan fíl yfir sig, en þær eru nú ótrúlega sterkar þessar skvísur. En mér finnst gott að knúsa fólkið mitt en kannski eru þetta leyfar af frá kynferðismisnotkuninni, því að mér finnst ekki alltaf viðeigandi að knúsa alla, en ég er að æfa mig:) Og ég er mjög ákveðin í því að börnin mín þurfa ekki að knús eða kyssa einn eða neinn sem þau vilja ekki, það á ekki að neyða snertingu upp á neinn!

læt þetta duga í bili

knús og kossar á línuna.


Gleði

Jæja þá eru réttirnar afstaðnar og ég fór í þær með því hugarfari að það væri gaman.  Áður fyrr fannst mér þetta alveg hrikalega leiðinlegt og var á tímabili hætt að fara of því að mér leið hreint út sagt hörmulega innan um svona margt fólk og neyðast til að halda upp samræðum af einhverju tagi.  En þetta var svo gaman í gær, ég spjallaði bara við fullt af fólki og heilsaði mörgum og var bara þokkalega afslöppuð.  Ég held að það sé ekki síst skólinn sem hefur hjálpað mér því að félagsfælnin hefur minnkað mjög mikið, að eiga samskipti við skólasystur mínar er alltaf að verða léttara og léttara og ég hef það ekki á tilfinningunni að ég sé eitthvað vitlausari en þær, þær hafa auðvitað aldrei sýnt mér annað en góðmennsku og almennilegheit- takk stelpur :*  . 

En sjálfstyrkingar námskeiðið sem ég fór á  i vor hefur hjálpað mér helling með mína eigin fordóma gagnvart sjálfri mér, ég er farin að hrósa sjálfri mér meira ( þegar ég á það skilið).   Ég hef alltaf efast um hvort að ég eigi að segja frá sjúkdómunum sem hrjá mig, því að mér finnst óþarfi að vera auglýsa "aumingjaskapinn" og draga að mér athygli.  Ég hef oft hugsað: æ hvað ætli þau hafi áhuga á að heyra eitthvað um þunglyndið eða kvíðann, en ef allir hugsa svona þá verður engin framþróun í meðferðum við geðsjúkdómum og allir sitja út í sínu horni og þjást. 

Ég held að ég haldi bara áfram að tala um veikindi mín, hvort sem það eru geðsjúkdómarnir eða vefjagigtin.  Þetta eru hvoru tveggja frekar duldir sjúkdómar, þeir sjást ekki utan á manni, mér finnst ég alltaf vera að svindla þegar ég get ekki sýnt einhversstaðar svart á hvítu að ég er með vefjagigt, maður kvartar um verki hér og þar en getur ekki sýnt neitt, ekki aflögun á liðum ( sem betur fer) eða eitthvað þannig.  Svona er nú hugsunarhátturinn hjá mér, dáldið skrýtinn ;).  En hvernig á fólk að vita hvað þetta er ef maður talar ekki um það?  Hvar erum við þá stödd, fyrir nokkrum árum var vefjagigt talin leti, þunglyndi geðvonska og kvíði athyglissýki svo að það hefur breyst til batnaðar en samt er enn langt í land.

Ég er ákaflega heppin manneskja, á frábæra fjölskyldu og góða vini sem taka mér eins og ég er, þó ég sé stundum smáskrýtin en hver er ekki smáskrýtinn?

gleðiknús....

 


Hux hux

Ég var að hlusta á fyrirlestur um sjúkdóma og þar á meðal var komið inn á lungnakrabba, ég átti mjög erfitt með að hlusta á hann, því ég sá alltaf Gunnu systur fyrir mér deyjandi vegna þessa hræðilega sjúkdóms, svo koma hvað ef spurningarnar, hvað ef þetta hefði verið strax rakið til lungnanna í staðinn fyrir brjóstið því það fannst fyrst i í brjóstinu ætli eitthvað hafi farið öðruvísi? Hvað ef hefði hún ekki reykt? Hvað ef , hvað ef?  Sá sem kennir þetta fag er mjög beinskeyttur og auðvitað á að vera það en mér leið ekki vel í þessum fyrirlestri og á sjálfsagt eftir að hlusta á fleiri sem valda mér ónotum.  Ég held að þessi viðbrögð mín sýni að sorgin er ekki langt undir yfirborðinum, þó að maður sýnist vera hress og glaður.  En ég náttúrulega oft hress og glöð en það kom mér á óvart hversu mikil áhrif þessi fræðsla hefur á mig.  Eins hef ég hlustað á fyrirlestra um hjálpartæki og ýmsar vörur sem fólk þarf á að halda, þá hef ég hugsað um þegar ég fór með Gunnu að kaupa hárkollu ( sem hún reyndar notaði aldrei) og brjóst, það var reyndar mjög skemmtileg ferð og við hlógum mikið.

Alltaf þegar ég fer í kirkjur í útlöndum kveikti ég á kerti fyrir pabba en í síðustu ferð kveikti ég á tveimur, mér finnst þetta fallegur siður sem hjálpar manni að minnast þeirra förnu, ég geri þetta til að minnast þess að þó að líkamlega séu þau ekki hérna þá geymi ég þau í hjarta mér hvert sem ég fer

læt þetta duga í bili, þangað til ég hlusta á næsta fyrirlestur ;)

knús og kossar

 


Smá fréttir

Jæja, er ekki kominn tími á smá fréttir?

Skólinn er byrjaður með trukki og dýfu, búin að skila tveimur verkefnum og skólinn byrjaði á miðvikudaginn!  Það er nú eiginlega bara ótrúlegt að ég sé komin á þriðja ár, finnst eins og ég hafi verið að byrja í gær.  Ég finn ekki fyrir neinum kvíða fyrir skólanum, held að þetta verði skemmtilegt ár, örugglega hunderfitt en þá verður meiri gleði þegar það er búið.  Staðlotan verður 20-24 sept og verknámið frá 28 okt til 3 des þannig að ég verð á flakki.  Ég fer á Grensás- endurhæfingu í verknám og held að það sé alveg gjörólíkt því sem ég var síðast, á Hugarafli.  En þetta verður örugglega góð viðbót í reynslubankann.

Við erum búin að fara í heimikið ferðalag, fórum til danmerkur -> noregs -> svíþjóðar-> danmerkur-> þýskalands -> danmerkur, heilmikið ferðalag en alveg frábært í alla staði.  Fórum til Lübeck sem er fæðingarstaður mömmu og þar bjó hún fyrstu 6 árin, mér fannst þetta dáldið eins og ég væri í pílagrímsgöngu, að sjá alla staðina sem ég hef séð á myndum og heyrt talað um, bara frábært.  Við heimsóttum vini okkar í Noregi, alveg meiriháttar að hitta þau, svo fórum við til frænku hans DIdda í Svíþjóð bara gaman.

Þetta árið förum við kvenþjóðin bara í skóla, Örvar fer ekki í skóla þetta árið í fyrsta skipti í 14 ár, Telma er að byrja annað árið ( þriðju önnina) í FSu og Sandra fer í 9.bekk og DIddi ætlar að vinna fyrir okkur ;)

Ég er bjartsýn á lífið og tilveruna og hlakka til þeirra verkefna sem bíða okkar þennan veturinn.

Knús og kossar á línuna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband