27.12.2009 | 18:27
Þakklæti....
Áramótin nálgast og ég hef svona verið að hugsa um hvað ég hef gert á árinu og hvað ég á dásamlega vini og ættingja sem alltaf vilja gera allt fyrir mig. Ég ætla aðeins og monta mig af því sem ég gerði á árinu; ég kláraði fyrsta árið í iðjuþjálfun og byrjaði á öðru árinu, ég gekk laugaveginn, á Esjuna, Ingólfsfjall, Vörðufell, Miðfell ( nokkrum sinnum) Galtarfell, Núpstúnskistuna, Laxárgljúfrin ásamt öllum gönguferðunum hér í kringum mig, ég fór í frábært ferðalag á sunnanverða Vestfirði, sigldi út í Flatey og borðaði þar kvöldmat og sá minnsta bókasafn á íslandi. Ég átti góðar stundir með vinum og ættingjum á allskonar samkomum, ég stóð við að ganga á öll fjöllin sem ég var búin að merkja við í fjallabókinni minni nema Skjaldbreiði, hún verður þá bara á næsta ári. Ég hef verið mjög heppin með þunglyndið mitt, það hefur komið sjaldan og farið yfirleitt nokkuð fljótlega aftur. Félagsfælnin er enn á sínum stað nema hvað hún hefur ekki alveg jafnmikil áhrif á mig. Gigtin mín hefur verið að hamla mér dáldið, hugurinn vill gera svo margt en líkaminn leyfir það ekki.
Á nýja árinu ætla ég í enn fleiri gönguferðir og reyna að komast upp á fleiri fjöll, ég er búin að bóka skála 23-24 júlí við Sveinstind og í Skælingum og það er frábært að hafa eitthvað til að stefna á, hlakka bara til:)
Ég fer í fyrsta vettvangsnámið í mars og verð á Kleppi, sumir ( sonurminnelskulegur) eru vissir um að mér verður ekki hleypt út aftur og ég held að hann ætti þá ekki að koma að heimsækja mig því að sami dómur biði hans;) en ef að mér verður hleypt út aftur ætti ég að vera búin 30 mars.
Ég var að skoða dagatal með afmælisdögum fjölskyldunnar og komst að því að börnin mín eru allt of gömul miðað við að ég er bara 29! Örvar verður tvítugur, Telma 17 og Sandra 14 og gamli maðurinn minn 41. Sandra fermist, Örvar útskrifast sem stúdent ( ef guð og skólameistari ML lofa) Telma getur fengið bilpróf ( en hún vill bíða þar til hún er orðin 18, hjúkk!)
En læt þetta duga bili
Áramótaknús á línuna
Athugasemdir
ekkert smá búin að vera dugleg þetta ár...sem og öll önnur elsku Jóna:) ég fékk smá hlaupasting í mallan við að lesa öll fjöllin sem þú ert búin að klífa, ég vildi að ég væri svona dugleg!! en það kannski kemur:)
já hvert fer tíminn...blessuð börnin orðin fullorðin og þú bara 29 - eins og ég hihi:)
finnst skemmtilegt hvernig þú orðar þunglyndið...ég hef verið mjög heppin með þunglyndið mitt - yndislegt:) kannski maður geti sagt, ef ekki fyrir það þá önnur Jóna en ég vil hafa þig alveg eins og þú ert, með öllum púkum og því sem stærra er, öllum ENGLUM:)
Þú ert engill í dulargervi;)
knús og til hamingju með alla áfangana þína 2009...bíddu bara 2010:)
Fríður Sæmundsdóttir, 29.12.2009 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.