9.1.2007 | 14:12
Einu ári eldri.....
Jæja þá er rétt komið nýtt ár og maður er orðinn strax einu ári eldri, 36..... það er ekki nokkur aldur ég veit um einn sem er orðinn 38, hehe.
Skólinn er byrjaður og það er alltaf viss spenna og kvíði sem gerir vart við sig, kvíði um að með hvaða kennara maður sé, hvernig krakkarnir séu sem maður lendir í bekk með, hvort að það verði mikið af hópverkefnum ( reyni að vera hugrökk og taka þátt). Hópverkefnin eru það erfiðasta í skólanum, ég er aldrei jafnóörugg með mig og þegar ég þarf að láta ljós mitt skína innan hóps og svo er það þessi algengi misskilningur ég er EKKI gáfaðri en þau
( þó ég sé einu ári eldri núna).
EN ég ætla ekki að láta þetta stöðva mig, ég fer í þessa hópavinnu með því hugarfari að þetta sé eins og einstaklingsverkefni, nema hvað það eru fleiri en ég með skoðun á hlutunum.
Annars er ég í mjög skemmtilegum áföngum, uppeldisfræði ( ég brillera í þessu, búin að æfa mig á börnunum mínum við misjafnan árangur) afbrigðilegri sálarfræði ( ég er búin að æfa mig á sjálfri mér) sögu þar sem farið er yfir sögu alkohólisma og sögu áfengis á íslandi( reyndar eru nokkuð margir í kringum mig duglegir að vera óvirkir alkar) Svö er ég í Íslensku þar sem ég á að lesa Íslandsklukkuna og Skuggasvein, það endar sjálfsagt með því að ég fer að lesa Laxnes og svo er ég í ensku 403 og á að lesa einhverjar tvær skáldsögur í henni, þetta verður í góðu lagi þar sem mér finnst frekar gaman að lesa, heppin
.
Vonandi gengur þetta bara allt, bara krossa fingur og draga djúpt andann og vona það besta.
Heyrumst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.