16.12.2009 | 06:08
Síðasta prófið í dag:D
Ég er orðin svo spennt að klára þetta að ég vaknaði kl 5 og er með fiðrildi í maganum, ekki af því að ég kvíði prófinu heldur það verður svo gott þegar þetta er búið.
Ég er líka búin að vanrækja alla og allar mínar skyldur á þessum þremur vikum sem prófin hafa tekið, sumir ( margir) hafa haft áhyggjur af því hvort að ég myndi enda í spennitreyju inni á Kleppi, en þetta hefur sloppið til ennþá. Mér hefur gengið þokkalega , held ég, og hef verið mjög róleg yfir þessu öllu saman en kannski er ég ekki besta manneskjan til að dæma það . En minn heittelskaði og stelpurnar hafa snúist í kringum mig og ég hef ekki þurft að gera neitt eða hugsa um neitt þau eru yndisleg bara hreint út sagt.
Ég hef reyndar verið í smá sálarkrísu vegna þess að systir mín greindist með brjóstakrabba og fór í aðgerð í gær og ég hef ekki gert neitt fyrir hana! Ég hef bara hugsað um þessi próf og mér finnst ég vera svo eigingjörn og upptekin af sjálfri mér. En svo finnst ég vera líka svo sjálfhverf að hugsa um mig þegar hún stendur í þessum stórræðum, ég veit ekki hvort þið skiljið þetta, en þetta er það sem hringsólar í hausnum á mér þegar ég á að vera að læra undir próf. En ég ætla að heimsækja hana á eftir, þegar ég er búin í prófinu.
Í dag fer ég á feisið þá er ég búin í prófunum og Sandra þarf að leggja á borðið í mánuð. Þetta hefur alveg svínvirkað, ég hef farið á netið og skoðað ýmsar síður en það er takmarkað sem maður getur hangið við það, þá fer ég bara að læra, held að tíminn hafi annars farið í eitthvað feishang og ég ekki lært neitt eða allavega minna.
En jæja þá er síðasti yfirlestur yfir glærurnar og krossa fingur og vona það besta.
hugsið heilsusálfræðilega til mín í dag......knús
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.