26.11.2009 | 08:13
Prófatíð......
Jamm það er skollin á prófatíð, ég sem er nýbyrjuð á þessari önn. Ég hef skilað 28 verkefnum, sem mörg voru bara góð en önnur ekki eins góð. Ég fer í 4 próf og það fyrsta er 4.des og er líffærafræði, 100% próf um heilann sem er ákaflega heillandi efni, og ef ég væri bara pínulítið gáfaðri myndi gerast heilaskurðlæknir.
Eftir eðlilega heimkomudepurð þá er ég bara vel stemmd. En ég ætla ekkert á facebook á meðan ég er í prófum vegna þess að það fer rosalegur tími í það og ég treysti því að það gerist ekkert merkilegt á meðan.
En ég hef msnið opið, get ekki alveg slitið mig frá umheiminum þó að prófundirbúningur sé framundan.
Prófaknús á linuna og hugsið gáfulega til mín ( það veitir ekkert af því!)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.