18.11.2009 | 08:50
Mikið er ég undarleg manneskja!
Því ere kki að neita að ég er frekar skrýtin manneskja, ekki það að ég sé neitt að uppgötva það núna, en það er alltaf að renna betur og betur upp fyrir mér.
Í gær vorum við að flytja verkefni og áttum að segja frá ákveðnum atriðum en þegar ég fer upp er vel undirbúin, með allt skrifað niður og búin að lesa þetta vel yfir og vissi hvað ég ætlaði að segja þá fannst mér þetta allt eitthvað svo ómerkilegt og asnalegt sem ég var með þannig að ég sleppti helmingnum sem átti að koma fram og svo hafði ég misskilið kynninguna dáldið þannig að ég varð enn stressaðri. Ég var búin að hlusta á marga fyrirlestra þegar ég flutti minn og vissi hvað ætti að koma fram, og var bara nokkuð sátt við minn þangað til ég flutti hann. Eftir á leið mér alveg skelfilega illa og var næstum farin að gráta en það hefði verið enn meiri skömm þannig að ég gerði það ekki. Á leiðinni heim úr skólanum grét ég og var ákveðin í því að ég ætti ekkert erindi í þetta nám ég væri alltof heimsk og vitlaus til að geta þetta nokkurn tíman, og hver myndi vilja ráða iðjuþjálfa sem væri svona ömurlegur.
Í dag líður mér betur en ég vildi gjarnan flytja fyrirlesturinn minn aftur og lesa hann þá bara frá orði til orðs því að hann er ekkert slæmur í alvörunni það er bara ég sem er stórskrýtin.
En eins og venjulega er dekrað við mig hér og þetta er mjög gaman þrátt fyrir eitt og eitt kjánakast sem ég fæ.
Hafið það gott, knús á línuna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.