12.11.2009 | 15:01
Jæja....
Síðustu bloggin mín hafa ekki verið neitt ákaflega upplífgandi, ætla reyna að hafa þetta eitthvað glaðlegra.
Núna er að sjá fyrir endan á öllum verkefnum, lota fyrir norðan í næstu viku og svo bara próflestur!! Ég hef verið ákaflega heppin með vinnufélaga í þessum verkefnum sem ég hef verið að vinna í, veit hins vegar ekki alveg hvort að þær voru alveg jafn heppnar að fá mig .
En ég held að ég sé að komast á rétt ról aftur, bæði búin að vera frekar langt niðri og í slæmu gigtarkasti. En ég sé birtuna og er farin út að ganga og taka á í sjúkraþjálfun aftur svo að þetta er allt að koma.
Ég er með hugmynd um lokaverkefnið mitt í iðjuþjálfuninni ( ekki er ráð nema í tíma sé tekið) það væri mjög spennandi að vita hvað hreyfing hefur mikil áhrif á þunglyndi og jafnvel vefjagigt líka en svo getur verið að þetta breytist eitthvað hjá mér.
Ég læt þetta duga í bili knús handa öllum sem vilja fara að setja upp jólaseríur ( eða eins og í mínu tilviki kveikja á þeim)
Athugasemdir
Þær eru örugglega ekki síður heppnar að vera með þér í hóp, viss um að þú sért yfirmáta samviskusöm og dugleg.
Sigrún (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 15:59
sammála Sigrúnu :) gangi þér vel fyrir norðan :)
Svandís Guðmundsd (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.