æh

Ég er einhvern vegin á undarlegum stað, stað sem ég kemst ekki frá og þó að ég geri ýmislegt sem á að auðvelda mér að verða "eðlileg" aftur, ég tek lyfin mín ( sýni meðferðarheldni þar( nýtt orð sem ég var að læra))ég er farin út að labba aftur, ég fer í sjúkraþjálfun og þannig mætti áfram telja en ég er einhvern vegin fyrir utan þetta í nokkurskonar loftbólu þar sem allar neikvæðar hugsanir komast í gegn en hinum jákvæðu er ekki leyfður aðgangur.  Ég sinni ölu sem ég á að gera en það fylgir því engin ánægja.  Ég flýt í yfirborðinu einhvern vegin, mér finnst það ekki þægilegt því að mig langar til að finna til ánægju og gleði.

  Ég hugsa um lélegu einkunina sem ég fékk úr einu verkefni en finnst ekki mikið varið í fínu einkunirnar sem ég fæ fyrir minni verkefni sem eru upp á 10.  Ég er komin aftur í kirkjukórinn en á æfingu í gær fannst mér að öllumhlyti að  finnast ég syngja hræðilega en væru of góð til að segja mér að snauta í burtu því ég gæti ekki sungið:/ Hugurinn minn er skelfilega snúinn og sama hvað ég reyni að sannfæra sjálfa mig um að ég sé bara ágæt, svo hugsa ég að þó að ég syngi kannski ekki eins vel og manneskjur sem eru búnar í söngnámi get ég samt sungið en púkinn minn hlær bara að mér og segir mér ekki að vera með þessa vitleysu. Ég er ömurleg. Mér finnst ég hljóti að vera langlatasti nemandinn í iðjuþjálfun og félagar mínir hópnunum séu bara svona aumingjagóðir.´ Ég pantaði miða á Frostrósatónleikana og ég veit það verður gaman en ég er ekkert ógurlega spennt eins  og ég væri að öllu eðlilegu.

Svo vil ég helst ekki að neinn viti af þessu og vinir og vandamenn sjá mig koma fram rétt eins og venjulega en inn í mér er ég háskælandi og veit ekki hvað ég á að gera í því.

En þetta hlýtur að fara að lagast, hafið það sem best


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gott að líða svona Jóna mín.

En ég get alveg sagt þér að ég finn oft fyrir því að ég sé ekki að standa mig í náminu og er ótrúlega fljót aðbrjóta mig niður ef ég er ekki að fá rosa háar einkunnir. En veistu, mér finnst bæði ég og þú rosa duglegar að hafa skellt okkur í þetta nám og látið þar með gamlan draum rætast :-) Verðum flottar á næsta árgansmóti og mætum báðar sem mjög klárir iðjuþjálfar :-) Hafðu það gott Jóna mín og ég vona að þú náir þér fljótt upp úr þessari lægð. Þú veist líka að þú mátt alltaf hafa samband við mig ef þið vantar eitthvað tengt skólanum, gömul verkefni eða hvað sem er :-)

Kv, Sibba

Sibba (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband