Já já eða þannig!

Fattaði það í gær að ég er búin að vera með þunglyndiskast í viku!  Mér er búið að líða mjög illa í skrokknum og hélt að það væri "bara" vefjagigtin með sínum leiðindum, ég fór til hans Péturs læknis og kvartaði og kvartaði, hann brosti bara og hlustaði á mig tuða.  Hann lét mig fá melantónín sem á að laga dægursveifluna, þá uppgötvaði ég að það var búið að vera því líkt myrkur undanfarið og það var komið inn í sálina á mér og ég sá ekkert nema myrkur. 

 Nú líður mér vel þó að verkirnir séu ennþá og hausinn sé að springa.  Það munar dáldið miklu að vera með verki og í þunglyndiskasti eða vera ekki í kasti og með verki, æ mig langar alltaf til að sturta í mig einhverjum lyfjum, nógu sterkum til að ég þurfi ekki að finna neitt,  svo ég verði bara dofin. En í fyrsta skiptið í rosalega langan tíma kom þessi hugsun: " æ til hvers er ég að þessu?" af hverju er ég að streða við þetta allt, væri ekki auðveldara að láta þetta allt hverfa og þurfa ekki að hugsa meira EN sem betur fer fæ ég ekki mínu framgengt í því og það er alltaf einhver lítil rödd sem segir mér þú átt alltof mikið, þú hefur það alltof gott, þú átt frábært líf með frábærum eiginmanni og börnum, vini sem þykir vænt um þig.  Kostirnir eru svo margir en gallarnir eru fáir og eru viðráðanlegir. 

En eins og er hef ég það mjög gott og ætla ekkiaðlátasexunasemégfékkfyrirverkefniðseméglagðiógeðslegamiklavinnuí trufla mig;)

Knús á línuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband