25.10.2009 | 20:47
Vefjagigt eða móðursýki
Ég var að hlusta á útvarpið og þar er Jónína Ben að tala um detox og hún fullyrðir að það sé hægt að lækna vefjagigtina með því að fa stólpípu, ef að ég teldi að stólpípa myndi lækna mig þá myndi ég nota hana daglega! Sumir segja að vefjagigt sé "bara" andlegur sjúkdómur og ekkert nema hugarburður fólks. Ef að þetta væri huglægur sjúkdómur af hverju finn ég þá svona til í öllum skrokknum? Af hverju er ég að fá sprautur nokkuð reglulega í vöðvafesturnar í hnakkanum reglulega sem er svo sárt að fa að maður hríðskelfur á eftir? Mér finnst þetta dáldið eins og nornaveiðar, að vefjagigt sé ekki raunverulegur sjúkdómur og þeir sem eru með hana séu bara ímyndunarveikir. Ég væri sko til í að losna við þessar ímyndanir, þær geta nefnilega verið helv... slæmar með verkjum, alltof háum púls, litlu þoli og ´svo framvegis. Ég er ekki að biðja um vorkunn, mér finnst bara dáldið ábyrgðarlaust að halda einhverju fram sem vekur upp vonir sem reynist síðan sápukúla sem að springur og verður ekki að neinu, og allt verður aðeins verra því að vonirnar bresta.
Ég lifi mjög heilsusamlegu lífi myndi ég ætla, ég hreyfi mig reglulega, borða hollan mat, reyki ekki, drekk ekki, reyni að vera eins heilsusamleg og ég get en samt er ég með vefjagigt, eina sem ég geri ekki er að hreinsa á mér ristilinn daglega! Mér finnst að fólk ætti að gæta orða sinna því að vonir vakna og vonbrigðin verða mikil þegar hún deyr.
Annars er ég í góðum málum, vel stödd andlega þó að það sé nóg að verkefnum í skólanum og stefnan sett á tónleika með kirkjukórnum 12 des í Skálholti.
Hafið það sem best...knús á línuna eða stólpípa.........þið ráðið
Athugasemdir
Ég þekki konu sem er með gigt og ég held að það sé vefjagigt. Hún fór að nota Harbalife og við það minnkuðu verkir verulega. Hún vill þakka það vítamínum og fleiri efnum í töfluformi í þessari línu.
Að mínu mati er Jónína að tala um ýmiskonar drykki sem fólki eru gefnir úr ávöxtum og fleiru úr náttúrunni sem virki hreinsandi á líkamann. Fólk breytir matarræði sínu verulega meðan það er hjá henni og eftir heimkomu og það þykir bæta heilsufar sem er ágætt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.10.2009 kl. 22:36
Spurning hvað þú kallar hollt matarræði. Sumir hafa náð góðum árangri með því að stilla sýrumagn í líkamanum. Skoðaðu það sem kallað er ph miracle sem buggir á grænu fæði og miklum vökva....vatni og dropum sem auka basann í líkamanum.
Gangi þér vel og vonandi finnur þú lausn við vandanum þínum.
katrinsnaeholm (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 22:41
Ég tek vítamín og lýsi daglega, borða ekki hvítt hveiti, hvítan sykur, drekk mikið vatn. Verð reyndar að viðurkenna að þegar ég er í þunglyndisköstunum þá fer þetta allt saman fyrir lítið.
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 26.10.2009 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.