Kraftaverk um jólin!!!

Um jólin gerast kraftaverk..........................

2.4 kíló FARIN um jólin!!!  Það er ekki allt í lagi, ég skil ekkert í þessu en er æðislega ánægð með það, þá eru farin í allt 15 kíló bara xxx eftirWink

Áramótin voru bara góð, að vísu heimsótti mig púki sem hafði ekki komið í langan tíma ( ég var EKKI farin að sakna hans)Angry svo að ég var ekki alveg upp á mitt besta á gamlársdag og daginn fyrir hann en svo tók ég bara tvær töflur og leið miklu betur á nýársdag.  Við vorum hjá mágkonu minni á Selfossi og það var bara mjög gott, náttúrulega góður matur og drykkur, skotið upp nokkrum þúsundköllum en jöfnuðumst ekkert á við suma í götunniW00t, félagsskapurinn var mjög góður, það var bara púkinn á öxlinni sem lét á sér kræla þannig að ég naut þess alls ekki eins vel og ég hefði átt að gera. 

Þó að ég dásami lyfin mín má ekki gleyma því að þau gera frekar lítið gagn ef maður situr bara og bíður eftir að manni batni Errm því miður gera þau ekki kraftaverk ein og sér, maður verður að hjálpa þeim með því að fara í viðtöl eða sækja einhverja fundi, gera eitthvað sem vekur áhuga manns, þó að ég viti vel hvað það getur reynt á mann að fara út úr húsi og hitta kannski ókunnugt fólk.  Ég get fullvissað ykkur um að líðanin verður betri ef maður fer eitthvað út, bara út að ganga í hálftíma getur haft heilmikið að segja.  Ég er mjög þakklát fyrir allar góðu stundirnar á síðasta ári og vona að þetta ár verði jafngott þó ég ætlist ekki til að það verði betra ( bara pínu betraSmile.

Ég ætla að óska öllum ( báðum) lesendum bloggsins míns hamingjuríks nýárs og vonandi gengur okkur allt í haginn.Cool

Heyrumst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríður Sæmundsdóttir

Til hamingju með daginn kæru hjú...

Fríður Sæmundsdóttir, 7.1.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband