Stundum....

Geri ég mér ekki grein fyrir því hvaða áhrif ég hef á börnin mín.  Ég var búin að ætla mér að fara á kóræfingu síðasta fimmtudag og var alveg  rosalega kvíðin og eiginlega hætt við að fara þegar hætt var við æfinguna mér til mikillar ánægju. 

En ég fór í gær og var með töluverðan kvíða en fór samt og skemmti mér mjög vel, en Sandra mín  fór í bíó með félagsmiðstöðinni og ég var búin að segja henni að ég ætlaði á kóræfingu og hún gæti komið þangað sem ég var þegar hún væri búin.  Svo fór hún í skólann og ég hugsaði ekkert um það meira, svo þegar ég hitti hana kom þvílíkur feginssvipur á hana því að hún hafði reynt að ná í pabba sinn en hann svaraði ekki í símann því hann var á fundi, hún reyndi að hringja heim en það svaraði enginn þar og hún hafði reynt að hringja í mig en ég hafði símann á silent og heyrði ekki í honum, hún hafði nefnilega svo miklar áhyggjur af því að ég hefði hætt við að fara á æfinguna vegna kvíðans og vissi ekki hvort að hún kæmist heim og því var hún svo ánægð þegar hún sá mig.

Þannig hugsa börnin oft meira en maður ætlar þeim, þau hafa líka sínar áhyggjur af foreldrunum og þekkja okkur betur en við höldum.  Mér finnst óþægilegt að vita að krakkarnir mínir þurfi að hafa áhyggjur vegna minnar geðheilsu almennt, ég hélt alltaf að þunglyndisköstin hefðu mestu áhrifin en kannski hafa þau alltaf varan á sér þegar ég er annars vegar, þvílíkt ólíkindatól sem ég er.  En ég ætla að setjast niður með þeim, allavega Söndru því hún virðist taka þetta mest inn á sig og útskýra fyrir henni að hún geti alltaf sagt mér hvað hún er að hugsa í sambandi við mig eða yfirleitt allt sem henni dettur í hug.  En þetta er umhugsunarefni fyrir mig, ég verð að átta mig á því að mín veikindi hafa áhrif á alla í kringum mig, líka þegar ég í góðum fasa.

En þá er ég búin að blása í bili ( búinaðblásaíbili hvað eru mörg b í því?)

Knús á línuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband