Dásamlegt..

Það er nú bara ekki hægt að lýsa helginni með neinum öðrum orðum.  Búin að vera í borgarferð í Reykjavík  við hjónin og ekkert nema dekur í mat og drykk og allt bara frábært. 

En eitt dregur skugga á þetta allt saman og það er að á leiðinni heim hugsaði ég um hvað  allt hafði verið frábært og varð þá hugsað til eftirkasta sem koma oft eftir eitthvað svona velheppnað og skemmtilegt.  Ég ætla bara að vona að það komi ekkert bakslag, en ef það kemur þá kemur það og ég reyni að undirbúa mig fyrir það.  Ég fór að hugsa að til þess að forðast þessi eftirköst yrði ég að hætta að gera eitthvað svona skemmtilegt og það væri hundleiðinlegt! ( náið þið þessu?) 

Ef ég ætti að velja á milli þess að gera eitthvað til að skemmta mér og njóta lífsins og fá eftirköst og þess að gera ekkert og fá engin eftirköst þá held ég að ég velji skemmtunina, því að hún gefur mér svo góðar minningar sem ég get kallað fram löngu eftir að bakslagið er búið.

Það er heilmikið að gera í skólanum hjá mér, hvert verkefnið á fætur öðru og ég er aldrei alveg viss um að ég sé að gera rétt en svo fæ ég alltaf góðar einkunnir og komment fyrir.  Svo eru framundan hópaverkefni, eins og þið vitið þoli ég ekki svoleiðis verkefni en þegar maður er kominn í hóp eru þau ekki svo slæm, það er bara þetta að maður hefur alltaf áhyggjur af því að vera troða sér inn á fólk, kannski líður hinum í hópnum eitthvað svipað;)  En ég er bjartsýn á þetta allt saman og finnst þetta frábært nám.  Ég er orðin svo iðjumiðuð að ég má ekki sjá mann sitja vitlaust eða þröskuld einhversstaðar án þess að hugsa út hvernig mætti bæta þetta.

Jæja læt þetta gott heita í bili, knús á línuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband