12.9.2009 | 13:02
Gaman, gaman
Það er eiginlega ekki hægt að lýsa liðinni viku á annan hátt, en að hún hafi verið mjög skemmtileg. Var í staðlotu á Akureyri og það var bara gaman, heilmikil vinna eins og við var að búast en allt bara skemmtilegt.
Við fórum meðal annars niður í bæ í hjólastól, með göngugrind og blindar, við áttum að kanna aðgengi og upplifun okkar á því að vera með fötlun á einhvern hátt og mikið óskaplega er ég þakklát fyrir að vera bara eins og ég er. En þetta var mjög skemmtiegt því að við hlógum svo mikið og skemmtum okkur ákaflega vel. Síðan var okkur úthlutað einhverri fötlun sem við áttum að leika og hátta okkur, leggjast upp í rúm og klæða okkur aftur, ég átti að vera lömuð fyrir neðan mitti og það var dáldið meira en að segja það að klæða sig úr buxum, sokkum og skóm án þess að nota neðri hluta líkamans til þess. Ég var búin að kvíða þessum hluta þó nokkuð mikið en svo var þetta minna mál en ég hélt því að við áttum allar að gera eitthvað svona, auðvitað var þetta erfitt svona félagsfælnilega séð en ekkert ofsalega og ég lifði þetta alveg af og ( þetta var náttla mjög góð æfing).
Það var svo gaman að hitta skólasystur mínar, við erum orðnar svo fínn hópur og einhvern vegin smellum við ágætlega saman. Mér leið mjög vel í hópnum og þau skipti sem að við vorum í hópavinnu var það ekkert mál, því að við erum farnar að þekkjast svo vel.
Það er nú eins og að koma heim til sín að vera hjá Lilju frænku og fjölskyldu og það er svo gott að vera þar því að maður hagar sér bara eins og maður eigi heima þar og það er svo gott. Ég er ekkert smá heppin að eiga svona heimili þarna fyrir norðan, það er sko heilmikið fyrirtæki hjá skólasystrum mínum að finna húsnæði og dýrt og heilmikil fyrirhöfn.
Alla vega í dag er ég alveg himinlifandi með vikuna og lífið og tilveruna og það er dásamlegt að vera til!
Athugasemdir
frábært að heyra hvað er gaman í skólanum:)
Sigga (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.