28.12.2006 | 11:38
Im so sad I could spring ( ég er svo södd að ég gæti sprungið)
Jæja gott fólk
Ég hafði alveg dásamleg jól, aðfangadagskvöld var alveg hreint dásamlegt, maturinn heppnaðist vel, Diddi gerði þá bestu humarsúpu sem ég hef smakkað, hann byrjaði að elda hana um hádegi!!
Svo voru pakkarnir rifnir upp og allir fengu góðar gjafir. Við fórum í kirkju klukkan 11 og það var mjög hátíðlegt og notalegt.
Á jóladag var étið meira, hangikjöt hjá tengdó og kaffi og messa, ég gæti alveg hugsað mér að fara oftar í messu, presturinn okkar er alveg frábær, það er svo gott að hlusta á hann, hann vekur mann alltaf til umhugsunar og maður áttar sig kannski ekki alltaf á hlutunum fyrr en hann bendir manni á þá.
Á annan í jólum fórum við í matarboð til mömmu, hangikjöt og kartöflumús og ís og eftirréttir, ég held að ég sleppi því að stíga á vigtina á mánudaginn
Ég verð að vera dugleg að hreyfa mig og éta kál á milli jóla og nýárs
Við höfum verið að horfa á Hringadróttinssögu og þetta eru bara bestu myndir ever
Læt þetta duga í bili.
Ein sem er að deyja úr hamingju
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.