23.8.2009 | 12:10
Lífið er yndislegt
Já, mér finnst lífið bara hreint yndislegt akkurat þessa stundina. Við fórum í gær á menningarnótt og ég hef aldrei verið neitt hrifin af því að vera innan um mikinn mannfjölda en í gær leið mér bara alveg hreint ágætlega, skemmti mér bara mjög vel, enda í góðum félagsskap. Þegar ég fór fyrir nokkrum árum fannst mér mjög erfitt að vera innan svo margt fólk og leið bara frekar illa og naut einskis af því sem var í boði. En æi, hvað mér þykir þetta betra.
Núna fer allt að færast í fastar skorður, allir að byrja í skóla aftur, nema húsbóndinn, einhver þarf að vinna fyrir okkur. Núna fara allir í sitt hvorn skólann, Sandra í 8.bekk í Flúðaskóla, Telma á starfsbraut í FSu, Örvar í 4.bekk á Laugarvatni og ég í HA á annað ár. Þessi börn eru orðin svo stór! Ég hlakka til skólans og að hitta skólasystur mínar aftur.
Annars er ég búin að hafa það svo gott í sumar, bara verið algjör dekurdós eiginlega gert bara það sem mig hefur langað til og það hefur skilað sér í því að það hafa komið 3 slæmir dagar! Jamm 3 dagar! Þá meina ég dagar sem ég ekki farið fram úr og ekki viljað tala við neinn. Þetta er bara frábært, því að þetta þýðir vonandi að ég sé bara smám saman að læra á mig og mína sjúkdóma.
En læt þetta gott heita í bili. Knús handa öllum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.