Bara smá............

Ég á eina uppáhaldsbók sem mér var gefin og hún heitir Orð í gleði og er eftir Karl Sigurbjörnsson biskup, ég les hana bæði þegar ég er glöð og þegar ég er döpur og hún hjálpar mér heilmikið.

Ég á mér tvær uppáhalds bænir eða texta í bókinni, ég ætla að deila þessum textum með ykkur.

Góði Guð, í dag hef ég ekki talað illa um neinn, ég hef ekki misst móðinn. 

 Ég hef ekki verið geðstirður, viðskotaillur eða sjálfselskur. 

En eftir nokkrar mínútur fer ég fram úr rúminu og frá og með þeirri stundu

þarf ég talsverða hjálp frá þér (Argument) 

 Guð veit

Þegar þú er þreytt og uppgefin

- þá máttu vita að Guð hefur séð

hvað þú hefur lagt á þig.

Þegar þú hefur grátið þig í svefn

og hjartað þitt er að bresta

vittu að Guð telur tárin þín.

Þegar þér finnst tíminn hlaupa frá þér

og að ekkert gerist í lífi þínu,

vittu þá að Guð biður með þér.

Þegar þér finnstþú einmanna ogvinalaus,

vittu að Guð er þér við hlið.

Þegar þér finnst þú hafa reynt allt

og sért samt ráðþrota,

vittu að Guð hefur ráð.

Þegar þú skilur ekki

vittu að Guð hefur svarið.

Ef lífið er allt í einu bjartara

og þú sérð vonargeisla

- vittu að Guð hefur hvíslað að þér.

Þegar allt gengur þér í hag

og margt að þakka

- vittu þá að Guð hefur blessað þig.

Þegar eitthvað undursamlegt gerist

og þú fyllist undrun

vittu þá að Guð hefur brosað til þín.

Þegar þú átt þér draum að fylgja og markmið að ná,

vittu að Guð hefur opnað augun þín

og kallað þig með nafni.

Hver sem þú ert og hverju sem þú mætir.

Guð veit!

Þetta eru tveir textar sem ég enda alltaf á að lesa þegar ég fletti þessari bók, bæði vegna þess að sá fyrri er skemmtilegur og seinni textinn höfðar einhvern veginn mjög sterkt til mín. 

Ég er kannski ekki síhugsandi um guð og hans verk en mér finnst ágætt að geta snúið mér til hans þegar ég þarf á að halda.  Þetta er kannski eins með okkur sem eru foreldrar, börnin okkar snúa sér til okkar þegar þau þurfa á okkur að halda en spjara sig vel fyrir utan það, þó að okkur finnist þau ekki án okkar geta verið.  Kannski er Guð fyrir löngu búinn að læra það að taka þeim sem snúa sér til hans með opnum örmum þó að þeir séu ekki alltaf með Guðsorð á vörum og síðbiðjandi og er bara þokkalega ánægður með fólk muni eftir honum öðru hverju og viti að það er hægt að biðja hann um hjálp í þrengingum og að hann gleðst yfir þeim árangri sem næst.

Þetta er bara svona smá pæling......knús og kossar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband